25.3.15

Rafmagns mótorhjól – Tesla, 201 hestafl



Það mátti svosem bú­ast við því að það væri ekki nóg fyr­ir Elon Musk að búa til ótrú­lega afl­mikla raf­bíla, svosem Model S, og bæta svo bráðlega við jepp­lingn­um Model X.

Nei, næsta út­spilið er mótor­hjól sem sver sig ræki­lega í ætt­ina. Þó hjól­in séu helm­ingi færri en á fara­tækj­um Tesla hingað til þá á hjólið tvennt sam­eig­in­legt með bíl­un­um sem hingað til hafa rúllað af færi­band­inu og rak­leiðis inn í drauma bíla­áhuga­manna: það er raf­knúið og ógur­lega rammt að afli.

Geymslu­hólf í stað vél­ar

Þar sem ekki er eig­in­legri bens­ín­vél til að dreifa fer téð rými mest­megn­is í geymslu­hólf þar sem hönnuður­inn, Jans Shlap­ins, sér fyr­ir sér að not­andi geymi hjálm­inn, far­tölv­una og annað til­fallandi. Lit­hi­um-ion raf­hlöðurn­ar liggja rétt ofan við göt­una til að tryggja lág­an þyngd­arpunkt og há­marks snerpu í stýr­ingu á ál­stelli hjóls­ins. Aflið er ærið, 201 hestafl, og hægt að stilla milli fjög­urra forstill­inga: Race, Cruise, Stand­ard og Eco. Hjólið er að sönnu nokkuð klossað að sjá en það er engu að síður í létt­ari kant­in­um og dekk úr koltrefja­efni hjálpa þar til.

Sé mið tekið af því að aflið nem­ur 201 hestafli, má eins gera ráð fyr­ir því að þetta verði sjón­ar­hornið sem flest­ir sjá í um­ferðinni.

Ef akst­ur þessa raf­vél­hjóls – sem er enn á hug­mynda­stig­inu, vel að merkja – verður eitt­hvað í lík­ingu við það sem öku­menn þekkja frá Tesla Model S, þá eiga hjóla­menn og -kon­ur nær og fjær gott í vænd­um.

25. ÁGÚST, 2015


 https://vatnsidnadur.net

17.3.15

Götur borgarinnar hættulegar fyrir mótorhjólamenn: „Menn þurfa að hífa sig upp af rassgatinu“


„Menn þurfa að hífa sig upp af rassgatinu“


„Þetta er beinlínis lífshættulegt fyrir okkur, þó þetta sé vissulega slæmt fyrir þá sem aka um á bifreiðum,“ segir Njáll Gunnlaugsson, vélhjólakennari, sem var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni þar sem hann ræddi um akstursskilyrði vélhjólamanna í borginni.

Götur borgarinnar eru margar hverjar illa farnar eftir veðurfarið á landinu undanfarna mánuði.

Tvöfalda þarf það fjármagn sem árlega er veitt í viðhald gatna á höfuðborgarsvæðinu. Ástand vega í Reykjavík hefur sjaldan verið eins slæmt og því ljóst að það mun taka langan tíma að bæta úr ástandinu.

Sjá einnig: Slæmt ástand vega í Reykjavík: Tvöfalt fjármagn þurfi svo ástandið verði ásættanlegt
„Þessar holur eru bara allstaðar núna, ekki bara á umferðaþungum götum. Sem betur fer eru frekar fá mótorhjól komin út á göturnar núna. Ég þekki einn sem hefur hjólað allan veturinn. Það er ákveðið vandamál hversu litlum peningum er eytt í þetta blessaða gatnakerfi. Menn þurfa að hífa sig upp af rassgatinu og fara sinna þessum hlutum.“

Sjá einnig: Göturnar grotna niður
Njáll segir það vera næsta skref að kenna nemendum sínum að sveigja í kringum holur í staðinn fyrir keilur.
Stefán Árni Pálsson 
17. mars 2015