27.5.14

Matchless fær nýtt líf (2014)

Gamall draumur Hilmars Lútherssonar varð að veruleika þegar Birgir Guðnason færði honum illa farið flak Matchless 500 mótorhjóls frá 1946. 

Fyrir tæpum aldarfjórðungi sá Hilmar Lúthersson mynd af illa förnu mótorhjóli af gerðinni Matchless 500, árgerð 1946. Hann falaðist eftir því við eigandann, Stefán Einarsson verktaka á Siglunesi, en sá vildi síður skilja við það og Hilmar gaf hjólið upp á bátinn.

Fjölmörgum árum síðar var Birgir Guðnason að vinna fyrir Stefán á

24.5.14

Túristinn! Mótorhjóla Víkingar

 

Það stóðu allt í einu 10 flott BMW mótorhjól á bryggunni hjá Steina Vigg á Siglufirði


Enginn af fjölmörgum gestum Rauðku sem nutu þess að sitja utandyra kvörtuðu yfir "útsýnis truflun" þessa fallegu fáka. þvert á móti stóðu margir upp og skoðuð þessi flottu hjól.

Hjólin voru öll merkt "BIKING VIKING" sem hljómaði nokkuð spennandi. Enginn mótorhjóla kappi var sjáanlegur þessa stundina, allir að borða hádegismat á Kaffi Rauðku.


Síðan komu þeir, glaðlegur blandaður hópur af ýmsu þjóðerni en einn var að tala íslensku í farsíma svo ég rauk í hann strax er samtalinu lauk.

Hverjir eru þið og á hvaða ferðalagi er mannskapurinn?

"Ég heiti Þorgeir Ólafsson kallaður Toggi og ég er leiðsögu maður á ferðaskrifstofunni Biking Viking, við sérhæfum okkur í mótorhjóla ferðum um Ísland."
Toggi fararstjóri og leiðsögumaður
"Við höfum verið að þróa og vinna með þessar ferðir í 14 ár. Erum núna með 40 stk. BMW hjól sem eru góð í keyrslu á þjóðvegum landsins, bæði á malbiki og moldarvegum."

En utanvega akstur er það ekki stórt vandamál í dag?

"Hjá okkur kemur ekki slíkt til greina, þeir sem gera það eru hreinlega sendir heim. Það er ömurlegt að sjá spor og afleiðingarnar í íslenskri náttúru af slíkum akstri."
"Við leggjum mikið upp úr fræðslu um náttúruna og sögu lands og þjóðar og gæði í þjónustu. Við erum eins og margar aðrar ferðaskrifstofur nema að við erum á mótorhjólum".

Hverskonar túr er þessi hópur í núna?

"Við förum hringveginn á 7 dögum, gistum á hótelum, gistiheimilum og bændagistingum, stoppum hingað og þangað og skoðum náttúruperlur. Reynum að gefa þeim mjög blandaða reynslu frá Íslandi"

Hvernig kemur Sigló inn í myndina?
Leitað að lyklum
"Eitt af þessu snýst líka um að finna áhugaverða vegi að keyra og upplifa. Tröllaskagi hefur flotta mótorhjólavegi, mörg göng, fallega firði og fjöll, bættum þessu í túrinn nýlega. Frábær upplifun"

Við erum meðal annars með sérstaka 3 daga ferð um Vestfirði, fjöll og firðir, marga beygjur, erfiðir vegir. Einnig túra yfir svarta sanda á hálendinu o.fl.

Allt í einu heyrum við hlátur og læti bak við okkur, einn af mótorhjóla túristunum hefur misst eitthvað í gegnum bryggjuna.

Takk fyrir spjallið Toggi og góða ferð.

20.7.2014 
Myndir og texti:
NB