21.7.13

Hjóladagar 2013

Mótor­hjóla­menn komu sam­an á Ak­ur­eyri um helg­ina þar sem dag­skrá Hjóla­daga hófst á fimmtu­dag­inn. Í gær var markaðstorg á Ráðhús­torg­inu og bens­ínilm­ur­inn var í loft­inu þar sem nokkr­ir leður­klædd­ir of­ur­hug­ar gáfu hressi­lega í þrauta­keppn­inni.


mbl | 21.7.2013

12.7.13

Hjóladagar á Akureyri

Tían, Bifhjólaklúbbur Norðurlands, mun halda sína árlegu Hjóladaga á Akureyri dagana 17.–19. júlí. Þar verður sem fyrr þrautabraut, hjólaspyrna, Útimarkaður, grill og sýning á mótorhjólum ásamt því að minningarakstur um Heiðar Jóhannsson verður farinn.
Hjóladagar hafa farið stækkandi ár frá ári og eru nú að verða aðalsamverutími allra íslenskra hjólamanna. Upplýsingar og dagskrá Hjóladaga má finna á heimasíðu Tíunnar,
www.tian.is