7.7.07

Sprenging í hjólasportinu


Karl Gunnlaugsson, eigandi Moto, segir gríðarlega söluaukningu hafa orðið á mótorhjólum að
undanförnu.


„Það hefur algjör sprenging orðið í sportinu, sem sést meðal annars á gríðarlegri söluaukningu á hjólum,“ segir Karl Gunnlaugsson, eigandi Moto, sérverslunar með mótorhjól og fylgibúnað, sem er til húsa að Rofabæ 7. „Til marks um það seldust í kringum fjörutíu mótorhjól árið 2001 þegar við opnuðum. Í dag seljast yfir 200 hjól á ári.“
Karl segir ýmsar ástæður fyrir auknum áhuga á mótorhjólum á Íslandi. Hann rekur hann meðal annars til þess að félög eins og Vélíþróttaklúbburinn, sem annast keppnishald, og Mótorhjóla- og sleðasamband Íslands, sérsamband sem var stofnað í fyrra innan Íþróttasambands Íslands, haldi úti öflugu starfi.
Karl segir ennfremur að bættum skilningi yfirvalda sé að þakka, þar sem þau hafi úthlutað Vélíþróttaklúbbnum sérstöku svæði við Litlu kaffistofuna fyrir þremur árum. Með því móti hafi félagsmeðlimir loks getað iðkað íþróttina á löglegu svæði en ekki utan vega, sem hefur sætt harðri gagnrýni. „Svæðið og verslanir eins og Moto hafa átt sinn þátt í að gera íþróttina, búnaðinn og þekkinguna aðgengilegri og skemmtilegri fyrir almenning,“ útskýrir Karl. „Íþróttin hefur þar af leiðandi smám saman breyst úr einkaíþrótt ungra manna yfir í fjölskyldusport.“ Máli sínu til stuðnings bendir Karl á að kúnnahópur Moto hafi tekið snörpum breytingum á undanförnum árum. Til hans leiti sífellt fleiri konur, börn, ungmenni og fólk alveg upp í sjötugt. „Við höfum brugðist
við breytingunni með auknu vöruúrvali. Til dæmis með því að taka inn sérstakan hlífðarbúnað. Eins
stærri ferðahjól og búnaðinn sem þeim fylgir, svo sem töskur og GPS-tæki. Enda allt gert til að kúnninn fari héðan ánægður.“
roald@frettabladid.is
Fréttablaðið 7.7.2007

4.7.07

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þór­ar­inn Karls­son var á leiðinni í grill­veislu ásamt tveim­ur vin­um sín­um þegar líf hans um­turnaðist á nokkr­um sek­únd­um. Þeir voru all­ir á mótor­hjól­um og í full­um rétti þegar bíl úr gagn­stæðri átt var ekið í veg fyr­ir þá. Þór­ar­inn lenti á bíln­um og kastaðist eft­ir göt­unni, lenti á kant­steini og flaug af hon­um eina 3 metra þar sem hann kút­velt­ist og endaði á höfðinu.
Slysið varð vorið 2007 á gatna­mót­um við Reykja­nes­braut og var dæmi­gert að mörgu leyti, þar sem ökumaður ger­ir ekki ráð fyr­ir mótor­hjóli og ekur fyr­ir það. Al­geng­asta teg­und mótor­hjóla­slysa eru árekstr­ar á gatna­mót­um, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Rann­sókn­ar­nefnd um­ferðarslysa, og í lang­flest­um til­fell­um lend­ir þar sam­an hjóli og bíl. Vand­inn ligg­ur því ekki síður hjá öku­mönn­um bíla, þegar þeir gleyma að taka til­lit til mótor­hjóla í um­ferðinni. 
Til­gangs­laust að vera reiður
Þór­ar­inn tví­kjálka­brotnaði, viðbeins­brotnaði og hand­leggs­brotnaði báðum meg­in. Mjaðmakúl­an vinstra meg­in fór í gegn­um mjaðmagrind­ina og vinstri ökkl­inn fór í sund­ur. Rif­bein sem brotnuðu stung­ust í gegn­um lung­un á hon­um og slagæð fór í sund­ur. Þór­arni var haldið sof­andi í önd­un­ar­vél í rúm­ar þrjár vik­ur og út­skrifaðist 6 mánuðum eft­ir slysið eft­ir þrot­lausa end­ur­hæf­ingu á Grens­ás­deild, en rætt var við sjúkraþjálf­ara þar sem unnu með Þór­arni á Mbl.is í gær.
Áverk­arn­ir sem Þór­ar­inn hlaut voru svo al­var­leg­ir að ótrú­legt má heita að hann lifi, enda seg­ist Þór­ar­inn þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi og ekki tjái að velta sér upp úr því sem hann hafi misst. „Það er enda­laust hægt að vera sár og reiður út í lífið, en maður tap­ar sjálf­um sér og öðrum á því að gera það. Slys­in ger­ast og aum­ingja maður­inn sem lenti í því að fara fyr­ir hjól og gera mann örkumla, það er á sam­visk­unni hans allt hans líf."
Breytt­ur maður vegna heilaskaða
Þór­ar­inn hef­ur náð markverðum bata eft­ir slysið, en mun hins­veg­ar aldrei ná sér að fullu. Hann er með lamaða hægri hönd og með stöðuga verki, en þeir áverk­ar sem erfiðast hef­ur reynst að læra að lifa með sjást þó ekki utan á hon­um, því þeir urðu inni í höfðinu á hon­um. Þór­ar­inn seg­ist hafa grín­ast með heilaskaðann fyrst og ekki gert sér grein fyr­ir hvað hann háir hon­um mikið.
Hann á erfitt með að skipu­leggja, muna hluti, finna orð og tala í sam­hengi. Hann seg­ist í fyrsta skipti hafa kynnst því að til sé nokkuð sem heiti and­leg þreyta. „Að gera ekk­ert er leiðin­legt, en svo ef maður fer að reyna að rembast og segja „ég get þetta al­veg" þá kemst maður að því að það er ekki svo­leiðis. Raun­veru­leik­inn er ekki að geta, held­ur að tak­ast á við lífið eins og það er. En það var svo­lítið erfitt fyr­ir mig fyrst að biðja um hjálp." Skaði á fram­heila olli per­sónu­leika­breyt­ing­um, sem hann skynj­ar að vísu ekki sjálf­ur, en hans nán­ustu hafa sagt hon­um það. Hann hef­ur í kjöl­farið m.a. starfað með Hug­ar­fari, fé­lagi fólks með áunn­inn heilaskaða.
Mun fleiri mótor­hjól í um­ferðinni
Marg­falt fleiri mótor­hjól eru í um­ferðinni í dag en fyr­ir ára­tug. Þannig voru 2.279 mótor­hjól skráð árið 2000, en árið 2011 voru þau 9.922 tals­ins. Það er 440% aukn­ing. Á sama tíma fjölgaði mótor­hjóla­slys­um um 230%, sam­kvæmt töl­um frá Um­ferðar­stofu. 32 slösuðust eða lét­ust á mótor­hjóli árið 2000, en 107 árið 2008 sem var metár að þessu leyti. Sem bet­ur fer hef­ur þó dregið úr al­var­leg­ustu slys­un­um, og í fyrra voru þau 74 tals­ins. Hér má sjá kort yfir öll bana­slys í um­ferðinni á Íslandi und­an­far­in 5 ár.
Árið 2007, þegar Þór­ar­inn varð fyr­ir slys­inu, urðu marg­ir mótor­hjóla­menn fyr­ir sams­kon­ar slys­um. Tveir þeirra létu lífið. Þetta varð til þess að Um­ferðar­stofa réðst í aug­lýs­inga­her­ferðina „Fyr­ir­gefðu, ég sá þig ekki", til að hvetja til meiri aðgát­ar gagn­vart mótor­hjól­um. Síðan hef­ur dregið úr al­var­leg­ustu slys­un­um. Ein­ar Magnús Magnús­son, upp­lýs­inga­full­trúi Um­ferðar­stofu, seg­ir að reynsla og viðhorf hafi áhrif og ár­ang­ur­inn megi m.a. þakka því að veg­far­end­ur séu nú orðnir van­ari mótor­hjól­um í um­ferðinni.
Dýr­keypt að gleyma sér eitt augna­blik
Þór­ar­inn tel­ur þó að fólk mætti vera enn meðvitaðra. „Þegar þetta er komið í praks­is og maður er í um­ferðinni, þó að viðhorfið sé að líta tvisvar og allt það þá koma þessi til­felli, að fólki vilji drífa sig til að ná rauða ljós­inu. Það eru alltaf svona smá augna­blik í um­ferðinni þar sem fólk gleym­ir sér eða er bara í sín­um eig­in heimi."
Þórarinn var á mótorhjóli á leið í grillveislu þegar ekið …
Þór­ar­inn var á mótor­hjóli á leið í grill­veislu þegar ekið var í
veg fyr­ir hann.
 Ljós­mynd/Þ​ór­ar­inn Karls­son
Þessi litlu augna­blik geti verið dýr, eins og Þór­ar­inn fékk sjálf­ur að reyna. „Ég skildi ekki hvað slys og áhætta er fyrr en ég var sjálf­ur bú­inn að lenda í þessu. Það er í sjálfu sér ekki slysið sjálft, það tek­ur bara ein­hverj­ar sek­únd­ur, en það eru af­leiðing­arn­ar sem fólk er að berj­ast við í mörg, mörg ár. Og það er ekki bara mann­eskj­an sem slasast sem lend­ir í þessu, held­ur allt fólkið í kring sem upp­lif­ir þetta með manni."
Þór­ar­inn bend­ir á að um­ferðarslys séu eins og öf­ugt lottó. Nokkuð sem eng­inn vilji lenda í, en eng­inn reikni held­ur með því. Hann tel­ur að besti hugs­un­ar­hátt­ur­inn í um­ferðinni sé eins og ann­ars staðar, að koma fram við ná­ung­ann eins og sjálf­an sig.  Eng­inn breytt hegðun fólks nema það sjálft. „Ég breyti þér ekki, þú breyt­ir þér."
Margfalt fleiri mótorhjól eru í umferðinni í dag en fyrir …Þór­ar­inn var á mótor­hjóli á leið í grill­veislu þegar ekið var í veg fyr­ir hann. Ljós­mynd/Þ​ór­ar­inn Karls­son
Marg­falt fleiri mótor­hjól eru í um­ferðinni í dag en fyr­ir ára­tug og árið 2007 urðu mörg sams­kon­ar slys og Þór­ar­inn varð fyr­ir.

Mbl.is/​Elín Esther
4.7.2012