18.5.07

Mótorhjólajálkar í ralli


Góður andi

Í kringum keppni sem þessa skapast ævinlega góður andi meðal manna en þarna var saman kominn mikill fjöldi mótorhjóla áhugafólks og sýndu gestir reyndar ekkert minni áhuga á yngri mótorhjólum sem voru einnig á svæðinu.
Meðal þeirra mótorhjóla sem mátti sjá þarna var fjöldinn allur af Harley Davidson en fyrirtækið var stofnað árið 1903 í Milwaukee í Bandaríkjunum, Indian-mótorhjól sem einnig eru frá Bandaríkjunum og voru framleidd á tímabilinu 1922-1953, Nimbus mótorhjól voru einnig í talsverðum mæli enda ekki skrítið þar sem þau eru dönsk og voru framleidd á árunum 1920 til 1957. Þarna mátti einnig sjá nokkur Royal Enfield sem eru bresk en fyrirtækið var stofnað 1890, bresku BSA-hjólin voru þarna líka en fyrsta hljólið af þeirri tegund var hannað 1903 og Henderson sem voru – og eru enn – með glæsilegustu mótorhjólum en þau voru aðeins framleidd í skamman tíma, frá 1912 til 1931, en voru þá með því hraðskreiðasta sem til var á götunum. Einnig gat að líta hjól frá Sunbeam sem er breskt fyrirtæki og framleiddi mótorhjól frá 1912 – meðal annars fögnuðu þau oft sigrum í TT (tourist trophy) kappakstri og síðast en ekki síst BMW sem hóf smíði mótorhjóla árið 1923 með hinu fræga R32.

ALDUR og fyrri störf þurfa ekki að vera nein hindrun fyrir mótorhjól frekar en ökumenn þeirra.
Slík hefði yfirskriftin getað verið í árlegu ralli forn-mótorhjóla sem haldið var í Danmörku í gær en þar er ekið sem leið liggur frá Skagen, nyrsta odda Danmerkur, til Kaupmannahafnar.
Blaðamaður náði keppendum í Álaborg þar sem þeir sýndu gestum og gangandi gripina og var þarna mikið um forvitnileg mótorhjól og ekki síður forvitnilega ökumenn.
Þetta er í 42. skiptið sem rallið er haldið og eru elstu mótorhjólin frá 1914 og þau yngstu frá 1934. Í þetta skiptið voru keppendur 244 talsins og var virkilega gaman að sjá þessi gömlu mótorhjól keyra um götur Álaborgar og sérstök upplifun að heyra í gömlu vélunum. 
   Það kemur á óvart hve þátttakan er góð í keppni sem þessari, í ekki stærra landi en Danmörku og því má leiða líkum að því að jafnvel væri grundvöllur fyrir álíka viðburði á Íslandi – þó vissulega yrði hann smærri í sniðum. Það leynast í það minnsta ótrúlegustu gripir í bílskúrum landsmanna sem eru ekki eingöngu á fjórum hjólum.

Morgunblaðið 18.5.2007

11.5.07

Fordómar og vanþekking (2007)

 Mig rak í rogastans eftir að hafa lesið grein í Blaðinu þriðjudaginn 8. maí með fyrirsögninni

„Óttast kúnstir mótorhjólagæja". í greininni er lýst áhyggjum og efasemdum íbúa í Árbæ vegna fyrirhugaðrar mótorhjólaverslunar þar í hverfinu.  Greinin ber vott um mikla fordóma i garð bifhjóla og bifhjólafólks þó viðmælandi blaðamanns segi íbúa ekkert hafa á móti mótorhjólafólki.  Í umræddu húsnæði hefur í gegnum tíðina verið rekinn banki ásamt því að matvöruverslanir og sjoppur hafa verið reknar í húsi við hliðina þó