11.5.07

Fordómar og vanþekking (2007)

 Mig rak í rogastans eftir að hafa lesið grein í Blaðinu þriðjudaginn 8. maí með fyrirsögninni

„Óttast kúnstir mótorhjólagæja". í greininni er lýst áhyggjum og efasemdum íbúa í Árbæ vegna fyrirhugaðrar mótorhjólaverslunar þar í hverfinu.  Greinin ber vott um mikla fordóma i garð bifhjóla og bifhjólafólks þó viðmælandi blaðamanns segi íbúa ekkert hafa á móti mótorhjólafólki.  Í umræddu húsnæði hefur í gegnum tíðina verið rekinn banki ásamt því að matvöruverslanir og sjoppur hafa verið reknar í húsi við hliðina þó

1.5.07

Kanslarinn er kona á mótorhjóli

 

Mótorhjólamenn í Grindavík stofnuðu í lok síðasta sumars mótorhjólaklúbb sem fékk nafnið Grindjánar.

 Nafnið var reyndar notað hjá stuðningsmannaklúbbi körfuboltans en þar sem nafnið var óskráð sáu þeir sér leik á borði og hirtu nafnið og stofnuðu utan um það kennitölu. 

Til að stýra klúbbnum er kosinn Kanslari en ekki formaður eða þaðan af hallærislegra yfirmannsnafn. Hrafnhildur Björgvinsdóttir er Kanslarinn og fór hún fyrir hópi mótorkappa, kvenna og karla, síðast liðið þriðjudagskvöld sem mættu við Festi á tilteknum tíma. 

Hópurinn þeysti síðan inn á Hallærisplan í Reykjavík en þar er mikill liðssafnaður þeirra sem hafa þennan sérstaka áhuga að sýna sig og sjá hin mótorhjólin. 

Hjólin em að ýmsum tegundum en Súkkur vom mest áberandi þetta kvöld. í klúbbnum em 26 meðlimir með jaftimörg hjól.

Grindvíkingur  2007