8.6.05

Íþrótt allra tómstundahópa


 Jón Hafsteinn Magnússon, eigandi og forstjóri JHM sport, segir geysilega aukningu hafa verið í hópi þeirra er stunda torfæruakstur á bifhjólum á íslandi. „Ég hugsa að á síðustu þremur árum hafi  hópurinn þre- eða fjór-faldast," segir Jón, en hann telur fjöldann vera á bilinu 1500-2.000 manns.



„Þessi íþrótt höfðar til allra; forstjóra, lögfræðinga og verkamanna, í öllum aldurshópum og af báðum kynjum." JHM sport selur torfæruhjól fyrir börn og fullorðna. Þar fæst t.d. lítið hjól fyrir krakka á aldrinum 4-5 ára sem eru byrjaðir að geta hjólað án hjálpardekkja. Hjólið er eins gíra og getur að hámarki verið ekið á 25 km á klukkustund. Einnig fást mótorkross eða enduro- hjól fyrir krakka sem eru ögn stærri. Jón telur þó skynsamlegast að byrja í sportinu á klifurhjólum. Þeim er hægt að aka yfir nánast hvaða hindrun sem er en slíkur hindrunarakstur verður sífellt vinsælli keppnisíþrótt á meginlandi Evrópu og víða annars staðar.

Torfæruskellinöðrurnar fyrir yngri aldurshópinn eru mjög vel útbúnar. Þær hafa sama útlit og stóru hjólin, eins bretti, tankhlífar, hliðarhlífar, sæti og aukabúnað. Þannig lítur 50 kúbika hjól nánast eins út og 300 kúbika. Öll enduro-hjólin eru skráð götuhjól svo þeim má aka hvar sem er.
„Þetta leysir allan bílastæðavanda í Reykjavík," segir Jón, hreykinn yfir lítilli innanbæjarskellinöðru. „Segjum að fólk fái sér svona græju og aki niður í bæ til vinnu. Þá sparast gríðar legt bílastæðapláss. Fimm svona hjól komast hæglega í hvert bílastæði. Hjólið kostar 238.000, er 50 kúbik og eyðir um þremur lítrum á hundraðið. Það er blátt númer á þessu þannig að hver sem er, sem er með bílpróf, má aka því án sérstaks mótorhjólaprófs. Fólk upplifir hlutina svolítið á annan hátt með þessum ferðamáta.     

Blaðið 8.6.2005
TM125 Hjólið sem er í úrvalsflokki þeirra
torfæruhjóla sem fást á landinu.

3.6.05

Eins og sex malandi kettlingar

 
Sumir halda því fram að til séu tvær tegundir bifhjólamanna, þeir sem hafa unun af því að þenja tæki sín til hins ýtrasta og svo hinir sem leggja meira upp úr útlitinuog finnst mest um vert að vita af því að horft sé á þá öfundaraugum. Skúli Gautason hefur velt þessu fyrir sér en ætlar ekki að leggja dóm á það hér hvor greinin er æðri. Víst er um það að hjólið sem hér er fjallað um sameinar báðar fylkingarnar. 


Gullfallegt hjól sem varð fyrsta fjöldaframleidda hjólið til að fara kvartmíluna undir 12 sekúndum.
Honda var í tilvistarkreppu á seinni hluta áttunda áratugarins. Keppinautarnir voru komnir með ný og
kraftmeiri hjól. Honda CB750 hjólin höfðu verið framleidd nær óbreytt í heilan áratug og þó að þau
séu sjálfsagt einhver best heppnuðu hjól allra tíma þurfti Honda að koma með eitthvað nýtt og byltingarkennt. En – hvað og hvernig átti það að vera? Markaðsfræðingar fyrirtækisins beittu aðferð sem ekki hefur oft verið notuð í seinni tíð; að spyrja blaðamenn tímaritanna sem fjölluðu um mótorhjól. Blaðamennirnir voru sammála um það að glampinn í augum kyndilberans væri að slokkna.

Honda yrði að koma með mótorhjól sem væri yfirlýsing. Yfirlýsing um stórhug, glæsileika og
tæknilega getu.  Sex strokka línuvél í mótorhjóli hafði reyndar sést áður. Ítalski  bifhjólaframleiðandinn Benelli hafði framleitt slík hjól og Honda-verksmiðjurnar sjálfar höfðu framleitt kappaksturshjól á árunum upp úr 1960 sem voru með 6 strokka í línu. 250 rúmsentimetra hjól sem hétu RC-166 og unnu fjölda heimsmeistaratitla á árunum 1961-1967 m.a. með „Bike-Mike“, Mike Hailwood, við stýrið. Það var einmitt á þeirri hönnun sem Honda CBX var byggt. Það er þó mun meira að vöxtum: Vélin er 1047 rúmsentimetra, 24 ventla og skartar sex púströrum og hljómar eins og sex malandi kettlingar. Ýmsar útfærslur eru síðan til í hljóðkútum, flækjur, 6 í einn, hefðbundinn 6 í 2 og loks 6 í 6 þar sem hver strokkur hefur sinn hljóðkút. Eitt slíkt kerfi mun vera væntanlegt til landsins og verður gaman að heyra í því hjóli.
Það munu vera 15 CBX hjól á landinu og 11 til 12 af þeim gang fær. Þar af eru 8 á yjafjarðarsvæðinu.
CBX var aðeins framleitt í fjögur ár, frá 1979-82. Þau voru kraftmestu hjólin þegar þau komu fram
en voru milduð ögn strax árið eftir því stimpilstangirnar áttu til að slitna á mesta snúningi og  bókstaflega saga mótorinn í sundur.  1981 árgerðin var töluvert breytt. Þá voru CBX orðin ferðahjól með vindhlífum, töskum og mýkri fjöðrun. Ekki er vitað nákvæmlega hversu mörg CBX-hjól voru framleidd en að líkindum hafa þau verið á bilinu 40-60.000. Langmest var framleitt af 1979 árgerðinni, vel á þriðja tug þúsunda. Framleiðslunni var hætt 1982, enda hjólin dýr í framleiðslu og önnur 4 strokka hjól orðin öflugri.
TENGLAR ..............................................
www.cbxclub.com
www.cbxworld-.com
 www.timscbx.com
www.cbx6.co.uk www.cbx.dk
_____________________________________________________Morgunblaðið 3.6.2005___________