3.5.03

Fyrsta keppnin innan borgarmarkanna

Íslandsmótið í Enduro

Fyrsta keppnin til íslandsmeistara í Enduro verður ekin í dag (laugardaginn 3. maí) undir Úlfarsfelli, í nágrenni við æfingasvæði Slökkviliðs Reykjavíkur. Borgaryfirvöld í Reykjavík leyfðu Vélhjólaíþróttaklúbbnum að halda þarna keppni vegna þess að þar sem brautin liggur á að koma vegur í náinni framtíð og er búið að skipuleggja þetta svæði fyrir byggð og fleira. Allt frá því að byrjað var aftur að keppa í Enduro eftir nokkurt hlé árið 1996 hefur þessi akstursíþrótt verið að stækka og er svo komið að engin akstursíþrótt hér á landi á eins marga iðkendur og Enduro. Er þetta eflaust eina akstursíþróttin sem skipt er eins og fótboltanum í deildir, en keppt er í tveim deildum í Enduro.

Margir við æfingar erlendis 

 Það er nokkuð ljóst að mikil spenna er í loftinu hvað varðar toppbaráttuna. Einar Sigurðsson, núverandi íslandsmeistari, er nýkominn heim frá frá Svíþjóð eftir 20 daga æfinga- og keppnisferð ásamt sjö félögum í KTM-liðunum. Viggó Viggóson á TM, sem varð annar í fyrra, hefur flesta sigra í Enduro og er til alls líklegur. Hann eignaðist reyndar dóttir um daginn og spurning hvort að það hafi einhver áhrif á kappann en hann mun leggja aðaláherslu á að verja sinn titil í motocross. Reynir Jónsson, öflugasti enduromaður Honda, varð þriðji í fyrra, en hann lenti í því óláni að slasa sig við æfingar um páskana og er óvíst hvort hann verður með. Haukur Þorsteinsson, sem varð fjórði til íslandsmeistara í fyrra, hefur æft stíft og er kominn á nýtt Yamaha 450. Valdimar Þórðarson, hinn 18 ára Mosfellsbæjarskelfir, hefur gengið til liðs við Suzuki, en hann var fimmti í fyrra. Valdi, eins og hann er oftast kallaður, hefur verið í þrjá mánuði við æfingar og keppni í Texas í Bandaríkjunum og verður fróðlegt að sjá hvernig hann kemur undan vetri.

-HJ    
DV 3.5.2003

Öldungar keppa á Klaustri 2003



í „OffRoad Challenge" keppninni á Klaustri 24. maí næstkomandi taka þátt ekki bara menn sem eru ungir aö árum eins og fjallað hefur verið um á síðum DV-bila heldur líka lið sem er með samanlagðan aldur upp á 82 ár. Liðið ber númerið 1 og í því eru þeir Haraldur Ólafsson, yfirflugumferðarstjóri á Keflavíkurhugvelli, ásamt Októ Einarssyni, aðstoðarframkvæmdastjóra í Danól. Haraldur sér einnig um vefinn enduro.is en þeir aka báðir á KTM hjólum.  

Stóðu sig vel í fyrra

 Þeir félagar enduðu í 12. sæti í fyrra með 14 hringi ekna á þessum sex klukkutímum sem keppnin var og komust á tímabili upp í 10. sæti. Haraldur hefur verið að keppa í íslandsmeistaramótinu í Enduro undanfarin ár en á að eigin sögn lítinn möguleika í þessa ungu stráka sem þar eru að keppa um efstu sætin. En hann skorar grimmt á menn í sínum flokki sem er 40 ára og eldri. Októ hafði ekki keppt á mótorhjóli í tæp 20 ár og var að sjá að hann hefði ekki gleymt neinu á þessum 20 keppnislausu árum sínum.

   DV-bílar spurði þá félaga hvað væri svona spennandi við þessa keppni, væntingar þeirra í keppninni og allmennt viðhorf vinnufélaga og fjölskyldu.

   „Það sem gerir þessa keppni spennandi er þetta stórkostlega landsvæði þar sem keppnissvæðið liggur og svo hvort maður hreinlega hefur þessa sex klukkutíma af," sagði Októ. „í fyrra komum við sjálfum okkur á óvart og reyndar mörgum yngri ökumanninum er við náöum 12. sæti af um 50 liðum. Nú serjum við stefnuna á topp 10 en það ætti að vera raunhæft ef Halli bætir við einni tönn! Fjölskyldan er mjög jákvæð og hefur gaman af rembingnum í okkur og ekki skemmir að elsti strákurinn minn er einnig skráður í keppnina."

   Að sögn Haralds er jákvætt viðhorf bæði hjá fjölskyldu og vinnufélögum. Væntingar til keppninnar er að standa sig jafnvel eða betur en í fyrra.  

DV-bílar hafa fregnir af mun eldri liðum en þeim félögum og eru a.m.k. þrjú með samanlagðan aldur 90 ár eða meíra. Það eru hins vegar keppendur sem bera númerið 102 sem virðast vera elstir samkvæmt heimildum DV-bila. Þeir eru 102 ára samanlagt. Þorgeir Kristófersson verður 42 ára á árinu en Jón Gunnar Hannesson verður 60 ára á árinu, Jón baðst undan því að koma í viðtal hjá DV-bílum. „Fyrst þarf maður að mæta í keppni áður en tekið er viðtal við mann" sagði hann.  

HJ