21.9.02

Sameinar kraft og þægindi í skemmtilegu ferðahjól

Yamaha FJR1300 "2002"
Kostir: Kraftur, rafdrifin framrúða, áseta
Gallar: Grófur gírkassi

 



Yamaha FJR 1300 hefur verið kallað ferðahjól nýrrar aldar enda sameinar þetta hjól afl keppnishjóla og þægindi og munað ferðahjólanna. Hjólið kom á markað i fyrra og leyst þar af hólmi vel heppnað ferðahjól, FJ1200, sem hafði verið í framleiðslu lengi og notið mikiila vinsælda. DV-bílar áttu þess kost að grípa hjólið í reynsluakstur á dögunum.

 

Vel búið ferðahjól

FJR 1300 er vel búið sem ferðahjól. Framrúðan er stillanleg með rafstýringu úr vinstra handfangi og mælaborðið minnir meira á vel búið mælaborð í bíl. Hægra megin er stafrænn upplýsingaskjár sem sýnir stöðu á bensíntank, hita, kílómetrastöðu og fleira en þar vantar þó gírteljara sem auðvelt hefði verið að bæta við. Reynsluaksturhjólið var þar að auki búið upphituðum handfóngum sem aukabúnaði og eftir að hafa prófað þannig búnað er undirritaður sannfærður um kosti sllks búnaðar. Stiglaust stilliviðnám sér um að stýra hitamagninu og með það í botni helst góður hiti í höndum, jafnvel í gegnum þykka hanska. Einnig er þetta mikill kostur í bleytu þar sem upphitunin þurrkar hanskana. Hægt er að fá þennan aukabúnað i flest hjól hjá umboðinu.

Þægileg áseta

Hjólið er byggt á stífri álgrind og það þarf því ekki að koma á óvart að aksturseiginleikarnir eru góðir. Bensíngjöfin fyrir beinu innspýtinguna er næm án þess að vera ofumæm og með þeim þægiiegri sem undirritaður hefur prófað. Bensíntankur er stór, 25 lítrar og ætti að duga vel á langferðum. Sæti er breitt og þægilegt, bæði fyrir ökumann og farþega og góð handföng fyrir farþegann. Auðvelt er að stilla afturdemparann fyrir feröir með eða án farþega. Ásetan virkar nokkuð breið en fer vel með mann og ætti að henta meðalmönnum og upp úr. Þegar hjólið er sett í gang heyrist þungur bassahvinur og enginn titringur er frá vélinni sem er líka með tveimur jafnvægisásum. Handfóng eru létt i meðfórum en þegar sett er í gír er ekki laust við að maður verði nokkuð hissa á háværu „klonk“ hljóði. Það má eflaust reka til þess að hjólið er búið drifskafti og hefur stóran gírkassa.

Rafmagnsúða mikill kostur

Hjólið er snöggt af stað og hefur mikið tog strax frá byrjun snúningssviðsins. Það er dálítið óvenjulegt en það er eins og það séu tveir toppar í snúningssviðinu, fyrst upp á miðjan snúning og svo aftur með gjöftna því sem næst í botni. Þótt maður verði ekki mikið var við þessar dæmigerðu drifskaftshreyfingar í hjólinu, þ.e. að afturendi lyftist aðeins upp við inngjöf, er ekki laust við að maður vantreysti því samt aðeins út úr beygjum enda hjólið stórt og kraftmikið. Það tekur ekki á sig mikinn vind þrátt fyrir stórar hlífar og að reynsluaksturshjólið er búið samlitum harðplaststöskum. Rafstýrð framrúðan gerir þar gæfumuninn. Með hana í uppréttri stöðu verður maður nánast ekkert var við loftsveipi aftan úr bílum eða þegar maður mætir stórum farartækjum. Þvert á móti er eins og myndist sveipur yfir hjólið sem ökumaður fær svo í bakið og á góðri ferð er eins og hann leggist með nokkrum þunga á bak ökumannsins og þá er betra að lækka rúðuna. Hjólið er ekki gefins, verðið er 1.695.000 kr. og hjólið er þá án aukahluta sem eru töskur, innri töskur og hiti í handfóngum. Hins vegar er þetta mikið hjól sem á ekki eftir að falla fljótt úr tísku og mun örugglega halda uppi merki Yamaha sem ferðahjóls jafnlengi og FJ1200 gerði. -NG

DV Helgarblað  21.09.2002


 https://timarit.is/files/51004170#search=%22hj%C3%B3l%20hj%C3%B3l%20hj%C3%B3l%20%C3%B3venjulegt%22

24.8.02

Með afl og léttleika keppnishjólsin


Það getur verið sniðugur kostur að eiga mótorhjól sem nýtist bæði sem leiktæki og hefðbundið farartæki. 


Eitt slíkt er torfæruhjólið TM 400 sem með ljósabúnaði er löglegt götuhjól en hefur samt alla kosti torfæruhjólsins sem eru léttleiki og kraftur. Innfiytjandi TMhjólanna er JHM Sport og er hægt að fá hjólið afhent með tveimur settum af gjörðum, annað fyrir torfærudekkin og hitt fyrir götudekk, en þannig prófuðum við einmitt hjólið á dögunum.

Öhlins-framdemparar og
Excel-gjarðir tryggja gæði. 

Verklegasta hjól 

Það fer ekki fram hjá þeim sem skoða hjólið í fyrsta sinn að þetta er verklegt hjól. Það virkar létt jafnvel áður en sest er á það og slaglöng fjöðrunin gerir það hátt á velli. Ekki sakar heldur að það glampar fallega á gulllitaða Öhlins-demparana og silfurlitaða Chrome-Moly-grindina. Þaö svíkur heldur ekki þegar búið er að koma sér fyrir í hnakknum og þótt hjólið sé hátt er það mjög stöðugt og létt og auðvelt að færa sig til i hnakknum. Fyrir framan mann er svo minnsta mælaborð i heimi - litfll stafrænn skjár sem sýnir hraða og vegalengd í tölum og eitt grænt ljós fyrir stefnuljósin. Kúplingshandfangið er „tveggja putta", enda mjög létt átak á því, sem og frambremsu, sem er öflug diskabremsa. Há ásetan hefur sína kosti og galla. Ökumaður situr hátt og sér vel yfir en hliðarstandari er með gormi sem skýtur honum upp þegar hjólið er reist við. Þetta hefur þann ókost að eríitt er að hafa það á standaranum þegar verið er að sparka í gang og þarf því smálagni til að finna rétta lagið við gangsetninguna. Einnig smellur standarinn upp í hliðarhlífina í stað þess að falla upp að grindinni. Hjólið verður þó fáanlegt með rafstarti á næsta ári fyrir þá sem það kjósa.
Hjólið getur líka verið skemmtilegt á
götudekkjum eins og sjá má

Kraftmikið en gangurinn grófur 

Hjólið er snöggt á snúning og kraftmikið en gangurinn er frekar grófur og maður finnur vel titringinn frá vélinni, sérstaklega í pedulum. Þetta verður þreytandi til lengdar á langkeyrslu á malbiki þótt að maður finni ekki svo mikið fyrir þessu í grófari akstri. Auk þess var nokkurt skak í framhjóli þegar komið er upp i 90 km hraða en að sögn umboðsmanns átti eftir að jafnvægisstilla hjólið á götudekkjunum. í prófunum hjá Dirt Bike mældist þetta hjól öflugast út í afturhjól í sínum ílokki og það finnst vel.
Bensíntankurinn er nettur en
frekar lítill fyrir lengri akstur.
Hjólið svarar vel í öllum hreyfmgum og það er auðvelt að keyra það enda hjólið frekar létt. Þeir sem eru klofstyttri gætu þó átt í vandræðum með það ef þeir eru óvanir. Undirrituðum, sem er meðalmaður á hæð, þótti þægilegast að færa sig til í hnakknum þannig að hægt væri að bregða niður öðrum fæti þegar stoppað var í stað þess að reyna að nota báða fætur því þá náðu aðeins tærnar niður. Tankurinn er frekar lítill, allavega til aksturs á lengri leiðum, þótt hann henti vel í torfæruakstur, þ.e. að hægt er að setjast alveg fremst á sætið til að flytja þungann á framhjólið þegar á þarf að halda. Bremsur eru einnig mjög góðar, svo og fjöðrun sem stilla má á alla kanta. Á 959.000 kr. er það þó nokkrum þúsundköllum dýrara en KTM 400, Yamaha WR 426 F og Honda CRF 450 sem segja má að séu helstu keppinautar þess. -NG

Öhlins-afturdemparinn er með mikla
fjöðrunargetu og þar að auki fjölstillanlegur. 
 

Kostir: Kraftur, stöðugleiki, fjöðrun
Gallar:Grófur gangur, hliðarstandari





-NG

DV
24.8.2002