30.6.01

Hjóladagur 2001

Karen Gísladóttir á Kawasaki ZX-7 kvartmíluhjóli
 sínu mun veröa í fríðum hópi ,
.- hjólafólks sem fer um göturnar í dag, á hjóladegi Snigla.

Hinn árlegi hjóladagur Snigla fer fram í dag.

 Mótorhjólafólk ætlar að hittast við Kaffivagninn klukkan 13.00 og mun hópkeyrsla leggja af stað um bæinn um það bil hálftíma seinna. Aksturinn endar svo niðri í bæ við Miðbakkann þar sem dagskrá fer fram og verður þar meðal annars haldið undanmót í Snigilakstri mótorhjóla. Snigilakstur er keppni í að aka sem hægast stutta vegalengd án þess að setja niður fót og er keppt í þessu á Landsmóti Snigla sem fer fram í Húnaveri næstu helgi. Brautin er 16 metrar að lengd og íslandsmetið á Steini Tótu í Vélhjól & Sleðar, 1 mínútu og 9 sekúndur rúmar

Sýnilegur áróður

 Bifhjólasamtökin ætla að nota tækifærið í dag og hleypa af stokkunum nýju umferðarátaki til fækkunar bifhjólaslysa. Fáir umferðarhópar eru jafn duglegir við að vinna að sinum málum eins og þeir og kemur það lika af illri nauðsyn, þar sem tryggingar á bifhjól geta oft verið stjarnfræðilega háar. Karen Gísladóttir í tryggingarnefnd Snigla segir að átakið verði sýnilegra núna en oft áður. „í því skyni erum við að láta prenta fyrir okkur miða sem eru í kreditkortastærð og innihalda þessir miðar annars vegar tíu atriði fyrir ökumann bifhjóls til þess að hafa í huga þegar hann fer út í umferðina, og hins vegar tíu atriði fyrir ökumann bíls. Til dæmis segjum við við bifhjólamanninn „Vertu ekki i blinda svæði bílsins" og við ökumann bílsins „Sérðu mótorhjól, líttu tvisvar." Einnig er ætlunin að vera með veggspjöld til setja upp á bensínstöðvar og samkomustaði bifhjólafólks með viðlíka áróðri."

Mótorhjólaslysum fækkar 

Samkvæmt bráðabirgðatölum Umferðarráðs frá síðasta ári fækkar slysum á mótorhjólum milli áranna 1999 og 2000 um 47%. Alls voru skráð hjá Umferðarráði árið 2000 30 slys þar sem slys urðu á fólki á vélknúnum ökutækjum á tveimur hjólum. Árið 1999 voru þau 44. Færri slys ættu að hafa áhrif á tryggingar bifhjóla sem rokið hafa upp úr öllu valdi á síðustu árum. Eins og áður sagði er samkoman eftir hópkeyrsluna niðri á Miðbakka um þrjúleytið og vill Karen hvetja alla þá sem hafa áhuga á mótorhjólum til að mæta, þó ekki væri nema til að skoða fjölda bifhjóla saman kominn. -NG

DV 30.6.2001


HONDA CB600F HORNET og YAMAHA FZS 1000 FAZER


Ólík sporthjól með mismunandi áherslumÍ erlendum mótorhjólablöðum eru nýjustu módel af svipaðri stærð oft prófuð saman og kallast það þá „Shoot-out." Hér prófum við tvö mótorhjól á svipuðum tíma og birtum í einni grein en-þó ekki með svoleiðis samanburð í huga enda hjólin ólík. Bæði tilheyra þau þó hópi sporthjóla en eru mismunandi að stærð og henta til mismunandi aksturs.
Honda CB600F Hornet er létt sex hundruð rúmsentímetra götuhjól sem gaman er að keyra, enda vinsælt í Evrópu, og þar keppa menn gjarnan á þeim í sérstökum brautarkappakstri. Hjólið byggist líka að miklu leyti á öðrum hjólum úr framleiðslulínu Honda, til að mynda er vélin sú sama og i CBR 600 F og dekk og felgur eins og á CBR 900 RR. Vélin er aðeins öðruvísi stillt en í CBR,
Bremsur og fjöðrun í Fazer eru af sömu
gerð og í Rl og skila sínu.
með áherslu á gott viðbragð í lægri snúningi. Afgasið skilar sér svo i gegnum stóran, ryðfrían kút sem setur mikinn svip á hjólið. Hljóðið er líka skemmtilega „röff" án þess að vera of hávært.

Sportlegt í akstri

 Hjólið er létt, aðeins 176 kíló og því mjög viðráðanlegt í akstri. Aflið er líka gott og það er með besta hlutfall afls og þyngdar í sínum flokki, flokki nakinna sporthjóla af minni gerðinni. Hnakkurinn er frekar harður og mjór sem hentar vel í keppnisakstri en kannski ekki til lengdar. Stýrið er létt og nákvæmt og hjólhafið lítið svo það er snöggt í beygjurnar. Frambremsan er mjög öflug og eftir að hafa keyrt hjólið í smátíma notar maður ekkert nema hana, enda er afturbremsan lítil og gerir lítið til að stoppa hjólið. Þar sem hjólið er nakið tekur það nokkurn vind á sig og ökumann og því hætt við að það þreyti hann á langkeyrslu. Hann getur þó hvílt sig reglulega við bensínáfyllingar þar sem tankurinn er í minna lagi, tekur aðeins 16 lítra. Það má því segja að Hornet sé hörkuskemmtilegt aksturshjól, ekki síst á braut, en henti síður til aksturs á landsbyggðinni.

Vatnskassinn tekur sitt pláss enda vel falinn
 á CBR 600 hjólinu sem vélin er ættuð úr.

Yamaha FZS 1000 Fazer 


Kostir:  Áseta, tog í öllum gírum, fjöðrun, klukka
Galfar: Vindhlíf of lítil og hóvaðasöm, rásar aðeins ó möl.

Yamaha FZS 1000 Fazer er hjól handa þeim sem vilja kraft án áherslu á hraða. Í því er sami mótor, bremsukerfi og grind og í hinu vinsæla R1 og er það næstum jafnöflugt, aðeins örlítið öðruvísi tjúnað með tilfæringum á loftinntaki og pústi. Einnig er stærri sveifarás og öðruvísi kveikja og því ekki sami sprengikraftur og í Rl en hrikalegt tog, nánast hvar sem er á snúningssviðinu. Auðvelt er að keyra stóra Fazerinn þrátt fyrir aflið. Það er aðallega þyngdin sem gerir það hófsamara en Rl, það er 19 kg þyngra en Fazer 600, 33 kg þyngra en Rl en samt léttasta hjólið í sínum flokki.
Vélin í Fazer-hjólinu er sú sama og notuð er í Rl
, með litlum breytingum, og skilar miklu og góðu togi.

Hentar vel tll lengri ferða í akstri tekur maður fyrst eftir miklu togi frá vélinni og skiptir þá litlu í hvaða gír og hvaða snúningi sem gerir það að verkum að það höktir nánast aldrei. Það hefur alltaf afl, jafnvel þótt ört sé skipt upp um gíra. Sætið er frekar mjúkt og vel formað og hentar því betur til langkeyrslu. örlítill titringur er í handföngum og fótpinnum á vissum snúningi en það er dæmigert fyrir fjögurra strokka Yamaha götuhjól og menn löngu hættir að láta það skipta sig einhverju máli. Tankurinn er 21 lítra sem dugar nokkuð vel til langferða, fótpinnar og stýri frekar ofarlega fyrir upprétta setu og situr ökumaður frekar hátt á hjólinu. Eini gallinn við hjólið á langkeyrslu er lítil vindkúpan sem gerir lítið til að sinna hlutverki sinu og þarf ökumaður að þola vind á höfuð og axlir. Einnig gnauðar frá henni á vissum hraða og glamur er einnig merkjanlegt, sem bæta mætti úr með því að setja gúmmífóðringar á festingar. Með þeim breytingum er hjólið frábært til langferða, jafnvel á meginlandinu og hefur þann kost að vera hófsamara en mörg sporthjólin í akstri, án þess þó að vera það, því ef menn vilja nota kraftinn er hann til staðar. -NG
Í mælaborðinu er stafrænn hraðamælir og klukka
 sem er mjög þægilegt að hafa á langferðum.

Ryðfrír hljóðkúturínn liggur hátt í grindinni
og setur sinn svip.
Mælaborðið á Hornet er einfalt en með öllum
nauðsynlegum mælum eins og snúningshraðamæli.

NGDv
30.6.2001