5.5.01

Hvað er enduro?

Enduro-keppnir hafa verið stundaðar hér á landi í fjölda ára og voru fyrstu keppnirnar haldnar í kringum árin 79-80. 

Þó hefur ekki verið keppt til íslandsmeistara í enduro nema sl. 3 ár og er þetta því fjórða árið sem íslandsmeistarakeppni fer fram. Í fyrstu keppninni, sem gilti til íslandsmeistara árið 1998 og haldin var við Litlu kaffistofuna, voru 30 keppendur. Síðan hefur keppendumfjölgað jafnt og þétt og voru keppendur flestir í Snæfells-enduro-keppninni, i fyrra alls 68. í ár er líklegt að fjöldi keppenda verði nálægt 100 þar sem þetta sport er i gríðarlegri uppsveiflu. Einn helsti hvatamaður að þessum keppnum hefur verið Hjörtur L. Jónsson sem kom sportinu aftur á koppinn nú seinni ár.

Eins og maraþonhlaup

 Orðið enduro er upphaflega komið  úr spænsku og þýðir úthald. Orðið visar til þess sem enduro-keppnin gengur út á enda er keppnisleið valin með því hugarfari að hún sé erfið og að meðalhraði keppenda sé lítill. Það má segja að enduro mætti líkja við maraþonhlaup, torfærukeppni, motocross og Formúlu 1, allt i sömu keppninni. Brautin sem er keyrð er oftast lögð á gömlum slóðum, línuvegum, söndum eða öðrum gróðurlausum stöðum þar sem ekki er hætta á landskemmdum. Einnig er sáð í brautir eftir keppnir þannig að að nokkru leyti er verið að græða upp landið í bókstaflegri merkingu. Keppnin krefst mikillar útsjónarsemi og þurfa menn að vera í góðu formi til þess að halda út alla keppnina.

Keyrt stanslaust í tvo tíma

Keppnisfyrirkomulag getur verið mjög breytilegt, keppnin getur verið með svipuðu fyrirkomulagi og rall með mörgum sérleiðum og eru keppendur þá ræstir inn á sérleiðir með vissu millibili. Einnig er keppt í hringjakeppnum, þá er keyrt í hringi í vissan tíma og þurfa keppendur að stoppa til að taka bensín í miðri keppni líkt og i Formúlunni. Þetta hringjafyrirkomulag hentar vel fyrir íslenskar aðstæður og hefur verið aðallega notað hér. Lengd keppna hefur verið misjöfn og hefur verið keyrt frá
einum og hálfum tíma allt upp í rúmlega fjórar klukkustundir. Stundum  hefur átt að klára ákveðinn fjölda hringja en einnig hefur verið fyrirfram ákveðinn tími keyrður. í Þorlákshöm í fyrra var t.d. keppt í tvisvar sinnum einn og hálfan tima með klukkutíma hléi á milli. Núna verður keyrt í tvo tíma stanslaust í A-flokki en í klukkutima í B-flokki en keppt er í þeim flokki í fyrsta sinn í ár. Að sjálfsögðu gengur keppnin út á það að aka brautina á sem skemmstum tíma og að ná að keyra sem flesta hringi á þessum tveimur tímum.
DV 5..5.2001

7.4.01

Lögðu 7.545 kíló­metra að baki á mótor­hjól­um 15.12.2001 MBL



Guðmund­ur Bjarna­son tækni­fræðing­ur, Guðmund­ur Björns­son lækn­ir og Ólaf­ur Gylfa­son flug­stjóri hafa lokið ferð sinni á mótor­hjól­um þvert yfir Banda­rík­in. Lögðu þeir upp frá Vancou­ver í suðvest­ur­hluta Banda­ríkj­anna og komu til Or­lando í Flórída um helg­ina. Lögðu þeir að baki 4.689 míl­ur eða 7.545 kíló­metra á leiðinni og hjóluðu um 12 ríki Banda­ríkj­anna á 19 dög­um.

Í dag­bók úr ferðinni á heimasíðu um leiðang­ur­inn segja þre­menn­ing­arn­ir að til­finn­ing­in í ferðalok sé engu lík. „Við gerðum það sem marga dreym­ir um, að fara þvert yfir Am­er­íku, heila heims­álfu á mótor­hjóli og höf­um farið yfir þrjú tíma­belti. Okk­ur tókst það sem við héld­um að við mynd­um aldrei ná og hvað þá að leggja út í. Það er þrek­virki and­lega og lík­am­lega að tak­ast á við heila heims­álfu, ekki það að við séum að miklast af því, það er ein­fald­lega staðreynd. Það er ekki hægt að lýsa því hvernig er að ferðast um á mótor­hjóli þvert yfir Banda­ríki Norður Am­er­íku, upp­lifa breyt­ing­ar á veðri, lands­lagi, gróðri, lykt, hita­stigi, raka­stigi, fólki, litar­hætti, trú­ar­brögðum, menn­ingu, arki­tekt­úr, efna­hag, viðmóti og svo mætti lengi telja. Þetta er ólýs­an­legt og menn verða bara að upp­lifa það sjálf­ir. Þetta er þolraun, sem tek­ur á lík­ama og sál. Við erum fegn­ir því að allt gekk vel og erum þakk­lát­ir þeim sem næst okk­ur standa fyr­ir að veita okk­ur tæki­færi og sýna skiln­ing á því að við urðum að tak­ast á við þenn­an æsku­draum. Við erum líka þakk­lát­ir okk­ur sjálf­um fyr­ir að leyfa okk­ur að láta hann ræt­ast. Það er heilsu­sam­legt að láta drauma sína ræt­ast. Við fyll­umst nú ein­hverri innri ró sem erfitt er að lýsa, lík­lega hafa land­könnuðir allra tíma sótt í sama brunn og við," seg­ir meðal ann­ars í ít­ar­legri dag­bók leiðang­urs­manna við ferðalok.

með mynd :
Guðmund­ur Bjarna­son, Ólaf­ur Gylfa­son og Guðmund­ur Björns­son á strönd Flórída við ferðalok en að baki eru 7.545 kíló­metr­ar yfir þver Banda­rík­in. mbl.is