12.8.00

Allt er vænt sem vel er grænt


Reynsluakstur Kawasaki ZX12-R Ninja:


Það er óhætt að segja að maður hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum með nýja Kawasaki-hjólið. Bæði 1300 Súkkan og 1200 Kawinn hafa sína kosti og galla, til dæmis er hærri áseta á Kawanum. Þótt samkvæmt upplýsingum framleiðenda eigi aðeins að vera 5 mm munur er talan frá Kawasaki líklega miðuð við neðstu stillingu á sætishæð því munurinn er nokkuð afgerandi og þarf helst meðalmann eða rúmlega það til að valda því vel. Þegar það er svo komið á ferð og sérstaklega þegar ekið er af krafti er ásetan þægilegri á Kawanum. Hnakkurinn er mun stífari og þreytir líklega óæðri endann á langkeyrslu. Þegar hjólið var prófað voru þó farnir á því tæpir 300 km á hálfum degi án þess að þreyta væri farin að gera vart við sig. En ef fólk er að leita að þægindum á það bara að kaupa sér Goldwing. Það er frekar að það reyni á hendur og þá sama hvort ekið er rólega eða hratt. Púströrið  fyrir framan risastóran hljóðkútinn er dálítið nálægt hæl ökumanns og ef maður passar sig ekki er hætta á að það komi far í hælinn eftir hitann frá pústinu. Gott hitaloftstreymi er frá vél og leikur það um fætur ökumanns.

Ekki yfir 240 í tilkeyrslu 

Aflið í tólfunni virkar nokkuð svipað og i Hayabusa. Það virðist koma meira fram á hærri snúningi og þá sérstaklega þegar „Ram-Air" kerfið kemur inn. Fyrir ofan 4000 snúninga er eins og það eigi alltaf nægt afl og ef þvi er haldið þar þarf ekki nema smáfærslu á bensíngjöf til að skjótast fram úr á örfáum sekúndum. Eins og í Hayabusa er nettur titringur í vélinni á milli 4000 og 7000 snúninga. Nokkur hvinur er frá girkassa og kúplingu svo að hljóðið í hjólinu minnir stundum meira á þotu en mótorhjól. Verksmiðjan mælir með að tilkeyra hjólið alla vega 2000 kilómetra enda er hluti vélarinnar úr keramik. Samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda má ekki fara yfir 240 km hraða á þessu tímabili. Þetta er nokkuð spaugilegt í ljósi þess að fyrir sextán árum náði hraðskreiðasta fjöldaframleidda hjólið sama hraða. Fjöðrunin er stif eins og í keppnishjóli en stillanleg á marga vegu.

Minnsta vindsog á mótorhjóli?

Þegar hjólið er komið á ferð er það mjög stöðugt enda eins og Hayabusa sérhannað í vindgöngum og er meðal annars með litla vængi neðarlega á hlífðarkúpunni. Sagt er aö þetta hjól hafi minna vindsog en nokkurt annað en því miður hef ég engar tölur til að sanna það. Tólfan er léttari í stýri en Hayabusa og betra i beygjum, allar tölur í máli á grind og slíku eru minni sem er kostur með þessi atriði í huga. Bensíngjöf er einnig mjög þægileg og auðveld viðureignar ásamt frambremsu sem er mikilvægt á hjóli eins og þessu. Frambremsan er alvöru en afturbremsan er, líkt og á Súkkunni,
stif og meira til að sýnast. Framendinn er léttari og nokkuð auðvelt að reisa það upp og í lægri gírum er hægt að gera það á inngjöfinni einni. Bensíntankurinn er í minna lagi miðað við eyðslusegg eins og þennan og vonandi kemur næsta árgerð með stærri bensíntanki fyrir þá sem huga að lengri ferðum. Eins mætti setja vatnskassahlif á hjólið því opið fyrir framan vatnskassann er stórt og ekkert þar til að hlífa honum. Hætt er við að steinkast eftir akstur á malarvegi geti skemmt hann en sem betur fer er hitamælir á hjólinu sem gerir ökumanni kleift að fylgjast vel með því. Bæði hitamælirinn og bensínmælirinn eru stafrænir og eins klukkan, sem er ekkert nýtt hjá Kawasaki, það kom fyrst með þessa mæla á ofurhjóli sinu fyrir tuttugu árum, GPz 1100.

 Kraftmeira en dýrara

 Það má því segja að Kawinn hafi fullt að gera í Súkkuna, hann er afl meiri og er skemmtilegri í beygjum. Hins vegar virkar hann hrárri en Hayabusa og er eflaust betri i lengri ferðalögum. Það er einna helst að verðið á Kawasaki-hjólinu sé ekki samkeppnishæft við Suzuki, 1.369.000 kr., en Hayabusan er nú uppseld og ómögulegt að segja hvaða verð verður á næstu sendingu. -NG
Dagblaðið 12.8.2000

29.7.00

Alls ekki fyrir óvana

Suzuki GSX1300R Hayabusa


DV-bílar hafa verið að prófa dálítið mótorhjól og fleiri tæki að undaförnu eins og glöggir lesendur hafa eflaust áttað sig á. Nýjasta viðbótin í þeim efnum er Suzuki GSX1300R Hayabusa, en það er stærsta og hraðskreiðasta kappaksturshjólið í dag. Nafnið Hayabusa kemur frá Japan og er nafn á
fálkategund, en hann steypir sér á flugi og nær þannig hátt í þrjú hundruð kílómetra hraða á klukkustund. 175 hestöfl þætti gott í hvaða sportbíl sem er en þegar við erum að tala um 215
kílóa mótorhjól er krafturinn orðinn gífurlegur enda hafa þessi hjól verið vinsæl kvartmíluhjól síðan þau komu á markað í fyrra og eru að fara kvartmíluna nánast óbreytt á vel undir tiu sekúndum.

Ekkert venjulegt hjól

Það er ekki laust við að örlítill beygur komi í mann að setjast á þetta hjól, vitandi af öllum þeim krafti sem kraumar undir niðri. Taka þarf í kúplingu til þess að hægt sé að ræsa hjólið og komið í gang  malar það eins og köttur í hægaganginum. Aðeins snúið upp á rörið og nú öskrar það á þig eins og bengaltígur. Sett í gír, kúplingin sett varlega út í tengipunktinn og haldið þar smástund til að æða ekki áfram og þú er kominn af stað. Þetta var ekkert svo rosalegt, var það nokkuð? Hjólið virkar minna og léttara þegar maður er kominn af stað. Skipt upp í annan og snúið upp í þrjú þúsund snúninga og úps, strax komið yflr lögleg hraðamörk innanbæjar. Heyrðu, vinur, þetta er ekki XJ600 eins og þú keyrir venjulega, er það? Radarvarinn lætur stöðugt frá sér heyra og greinilegt að það er nóg að gera hjá lögreglunni við að hraðamæla í dag. Best að koma sér eitthvað út fyrir borgarumferðina ef þú vilt sjá hvað þetta hjól getur

Tilbúlnn tll flugtaks?

Komið út fyrir borgina og auður vegurinn fyrir framan þig. Gefin tæplega hálf gjöf og skipt upp um nokkra gíra, og hvílíkt tog! Nokkrar afiíðandi beygjur fram undan og hjólið rennur átakalaust 1 gegnum þær án þess að lagt sé mikið á það. Langur beinn kafli, rörinu snúið upp i tvo þriðju gjöf
og flugturn látinn vita að þú ert tilbúinn til flugtaks. Hjólið togar gífurlega þótt að það sé aðeins á 5-6000 snúningum og smáhnykkur á bensíngjöfina og hjólið kippist af stað úr 120 í 180 kílómetra hraða. Fimmti gír, 9000 snúningar og þú lítur á hraðamælinn, 280 kílómetra hraði, og þú átt sjötta gírinn enn eftir!!!


Hríkalegt tog

Það er greinilegt að maður þarf að vanda sig dálítið að keyra þetta hjól og þá helst með hráan kraftinn í huga. Togið í hjólinu er alveg hrikalegt og það þarf engan botnsnúning til að rífa það áfram. Það er gott með endingu mótorsins í huga að þurfa ekki að vera alltaf á hvínandi snúning til að eitthvað gerist. Ef eitthvert hjól hefur verið smíðað sem gerir það að verkum að þú færð skósíða handleggi af akstrinum er það þetta hjól. Það er ekkert sérlega vEjugt upp á afturdekkið og viil bara taka striítið áfram og því verður þú að halda þér vel. Eins þurfti ég að passa mig þegar skipt var og krækja vel með þumlinum um leið og tekið var í kúplingu til að missa ekki tökin, og ég er svo sem enginn aumingi.


Vindkljúfur hlnn mesti

Bensíngjöfin er mjög létt og það þarf að passa að slá alveg af henni áður en bremsað er með henni. Ef það er ekki gert og hjólið enn á smágjöf, togar það sig áfram, jafnvel þótt tekið sé vel í bremsuna. Frambremsan virkar mjög vel enda nauðsynlegt með alla þessa orku i huga. Sex stimpla dælur og stórir diskar tryggja nægilega bremsukrafta. Afturbremsan er dálítið stíf og kannski ekki að ósekju því að það væri ekki gott fyrir heilsuna að læsa henni óvart. Yfirbyggingin er hönnuð í komið er upp í þriggja stafa tölu á hraðbrautinni hverfur átakið og snýst raunar við þegar gefið er í. Sætið hallar örlítið fram og það var sama hvað maður reyndi, alltaf rann maður fremst á það þótt reynt væri að færa sig aftur. Það er reyndar þægilegasta ásetan eftir allt saman. Fjöðrunin er góð þótt hún sé nokkuð stíf og kostur að geta stillt hana eftir þyngd ökumannsins. Speglar eru stórir og skaga vel út enda gott útsýni nauðsynlegt á hjóli sem þessu. Frágangur er allur hinn besti og hvergi missmíð að sjá. Stórt handfangið fyrir aftursætisfarþegann er eins í laginu og vindskeið og með því að sverfa aðeins úr aftursætisskelinni þarf ekki að taka það af eins og sumir gera til að koma henni fyrir. 

Aðeins fyrir vana ökumenn

Þetta hjól er aðeins fyrir vana ökumenn og jafnvel þá verður að setja sér mörk þangað til búið er að kynnast hjólinu. Umboðin þyrftu hreinlega að selja þessi ofurhjól með námskeiði á brautum erlendis ef tryggja ætti það að óvanir serjist ekki upp á það. Jafnvel þótt þú hafir keyrt eitthvert mótorhjól
áður skaltu ekki halda í eina mínútu að þetta sé eitthvað fyrir þig, nema þú sért eitthvert undrabarn eins og Valentino Rossi. Krafturinn togar það áfram og leitast við að rétta það í upprétta stöðu. Ef þú ætlar að gefa í hálfnaður í gegnum einhverja beygjuna er eins gott að þú vitir nákvæmlega hvað hjólið gerir. Fyrir þá sem hafa áhuga á að verða sér út um svona grip ættu að gera það strax, áður en að þau verða bönnuð, eða tjúnuð niður eins og gerðirst með V-Maxið um árið. Verðið, 1.250.000 kr., er sdls ekki mikið fyrir slikan grip sem þennan og því ekki óraunhæft að bæta hundraðþúsundkalli við og skella sér til Englands á námskeið.
Plúsar:
Tog á lægri snúningi, klýfur vel vindinn.
Mínusar:
Afturbremsa, meira til að sýnast. 

 -NG
DV
29..07.2000