1.3.00

Klessukeyrði nýuppgert vélhjól konunnar:

Nei, ekki pústkerfið!

- var það fyrsta sem eiginmanninum datt í hug þegar hann lenti í götunni

Á fjórðu hæð í blokk í Breiðholtinu búa hjónin Ögmundur Birgisson og Margrét Hanna en í svefhherberginu er bóndinn að gera upp fyrstu skellinöðruna, Hondu MB-5 árgerð 1980, sem hann eignaðist fyrir tuttuguárum.
Bæði eru þau forfallnir mótorhjólaaðdáendur og Ögmundur í mótorhjólaklúbbnum Exar sem samanstendur að mestu af AA mönnum. Margrét fékk bakteríuna 16 ára gömul en ögmundur 15 ára og þau kynntust í gegnum þetta áhugamál sitt.
„Þetta er hjól númer tvö sem við gerum upp frá grunni en ég er að byrja á því þriðja. Hins vegar er ég búinn að eiga 12 eða 14 hjól í gegnum tiðina. S„Ég átti lítið hjól þegar við kynntumst en síðan keypti ég mér stærra hjól," segir Margrét. „Við gerðum það upp og það var orðið ægilega fínt. Svo kom Ögmundur og fór á því í vinnuna en ég var þá ólétt og hann rústaði hjðlið."
Ögmundur var á leiðinni í vinnuna í Bílanausti þegar hann lenti í árekstri í Borgartúninu í maí 1998. Hann segir að læknarnir hafi ekki ætlað að trúa því en löppin á honum brotaaði ekki heldur bognaði eftir að hann hafði þeyst af hjólinu og lent í götunni. Að öðru leyti slapp hann ótrúlega vel. Þau voru nýbúin að setja á hjólið forláta sérpantaðar pústflækjur og þetta var fyrsta ferðin með þær á hjólinu
„Það fyrsta sem mér kom í hug þegar ég lenti á götunni var: „Nei, ekki púsfkerfið!" segir Ögmundur en þau hjón eru sammála um að vélhjólaökumenn eigi að hafa það fyrir reglu að líta vel í kringum sig, sýna kurteisi og treysta engum í umferðinni. 
-HKr.
DV
1. FEBRUAR 2000

23.2.00

Fleiri hjól á götuna

Innflutningur nýrra hjóla fjórfaldast á fjórum árum 

Aukning á sölu nýrra og notaðra bifhjóla hefur verið stöðug undanfarin ár og virðist ætla að halda áfram. Það sama er upp á teningnum erlendis og má þar nefha að í fyrra var mesta sala á nýjum mótorhjólum í Danmörku síðan 1977. Þá voru flutt inn 4216 hjól sem var 24,2 % aukning frá því árinu áður. Svipuð aukning á innflutningi mótorhjóla kemur í ljós þegar skoðaðar eru innflutningstölur frá Skráningarstofunni.  Árið 1999 voru flutt inn samtals 173 hjól, þar af 134 ný, sem er 21,8 % aukning. Aukningin í innflutningi nýrra hjóla er jafnvel enn meiri, úr 97 hjólum í fyrra i 134, sem gerir 31,8 % aukningu á milli ára.
 Hljóðið í umboðum mótorhjóla er líka gott þessa dagana og flest þeirra bjóða nú upp á að eiga hjól á lager. Búast menn við allt að jam góðri sölu í ár og í fyrra þegar Suzuki-umboðið seldi 50 mótorhjól og Merkúr hf, umboðsaðili Yamaha-mótorhjóla, hátt í 40.
  Það helst hins vegar oftast í hendur skráð gengi jensins og innfluttúngur á mótorhjólum, auk góðæris í þjóðfélaginu. Meðan gengið á japanska jeninu var sem hæst um miðjan þennan ára tug fór  innflutningur niður í 35 ný hjól á árinu 1996 þannig að á fjórum árum hefur influtaingur nýrra hjóla nálægt fjórfaldast. 
Árið 1991 var svo alveg sér á parti ásamt 1993, en þá voru flutt inn fleiri notuð hjól en ný. Til að mynda voru flutt inn 105 notuð á móti 97 nýjum árið 1991. Flest bessara hjóla komu frá Ameríku og varþar samverkandi hátt gengi jensins og Mgt gengi dollars. Það sem kemur helst í veg fyrir að aukningin verði meiri en orðið er eru háir tollar og óhagstæðar tryggingar á mótorhjólum. Þar gildir einu að þau eru öll sett í sama flokk, óháð vélarstærð og tvöfalda þau þvi upphaflegt innflutningsverð sitt þegar i umboðið er komið.
 -NG 

DV
19.3.2000