1.8.99

Þetta er mitt (1999)

Honda C77 sem Sigga gerði upp
 ásamt eiginmanni sínum

Sigríður Benediktsdóttir á Akureyri nýtur þess að þeysast um á mótorhjóli.


Sigríður á Hondu C77 árgerð 1967 sem hún og maðurinn hennar, Stefán Finnbogason, gerðu upp í
sameiningu. Þótt það hjól sé eingöngu fyrir Sigríði þá eiga þau hjónin fleiri mótorhjól, tíu eða
ellefu í allt, og hjálpar Sigríður stundum manni sínum úti í bílskúr

26.7.99

Æðisgengin barátta

 Ragnar Ingi Stefánsson íslandsmeistari í motokrossi: 

Síðasta keppnin í Bílanaust-motokrossi fór fram um helgina og var bæði hörð og spennandi. Greinilegt var að allt skyldi leggja í sölurnar til að vinna Ragga sem hafði unnið öll moto í keppnum til þessa. Þeir sem veittu honum einna harðasta keppni voru þeir Reynir Jónsson, Viggó Viggóson, Þorvarður og Helgi Valur en allt kom fyrir ekki. Ragnar Ingi Stefánsson vann íslandsmeistaramótið með þvi að vinna öil moto nema eitt. í fyrsta moto var það Þorvarður sem var fyrstur eftir startiö en hann missti fljótt forystuna til Reynis sem hélt henni allt þar til tveir hringir voru eftir þegar Raggi náði honum. Voru þeir nánast samsíða allt í endamark og munaði ekki nema rúmri sekúndu á þeim. í
örðu motoi var það Helgi Valur sem var fyrstur í byrjun en svo snerist dæmið við og var þá Viggó

allt í einu fyrstur og svo Þorvarður, Reynir og loks Raggi. Hann náði reyndar að vinna sig upp í þriðja sæti en þetta moto var það eina á árinu þar sem hann varð ekki í fyrsta sæti. Viggó vann annað moto en Reynir varð í öðru sæti. 

Slasaðist lítillega í keppni

 Í öðru motoi varð Karl Lillendahl fyrir því óláni að detta í síðasta hring og verða undir næsta keppanda sem ók yfir hann. Karl slasaðist litið en um tíma leist mönnum ekki á blikuna og kom sér vel að sjúkralið skyldi vera statt á keppninni eins og alltaf.  Atvikið náðist á filmu hjá kvikmyndamanni Mótoriss og geta áhorfendur Stöðvar 2 virt það fyrir sér í þættinum Mótorsport annað kvöld.
 Í síðasta motoi var svo Ragnar fyrstur mest allan timann en á lokasprettinum upphófst  æðisgengin  barátta um fyrsta sætið milli hans, Viggós og Reynis sem voru aðeins 1-2 sekúndum á eftir honum. Náði Viggó fyrsta sætinu sem hefði getað skilað honum öðru sætinu í  íslandsmeistaramótinu hefði hann haldið þvi. Hann féll þó við í siðasta hring og datt um stund niður í þriðja sæti en náði svo öðru sæti eftir að Reynir datt í síðustu beygjunni, eitthvað sem hann fer að verða bráðum þekktur fyrir. Fóru leikar því í íslandsmeistaramótinu svo:
Ragnar Ingi Stefánsson 175 stig 
Reynir Jónsson 149 stig 
Viggó Viggósson 144 stig  

Dagblaðið 26.7.1999