28.6.97

Öldungur hittir Mótorhjólagengi.

 Siggi Valli er á áttræðisaldri og býr einn. Situr og spilar djassplötur á milli þess sem hann bíður örlaga sinna. Og nú er Böðvar Bjarki búinn að gera heimildamynd um Sigga Valla á mótorhjóli...

Böðvar Bjarki Pétursson, kvikmyndagerðarmaður, er að klára 10 mínútna mótorhjóla-heimildamynd um Sigurð Valgarð Jónsson, gamlan mann sem hann hefur þekkt árum saman. „Þetta er nokkuð sérstæð heimildamynd að því leyti að hún er tekin eins og leikin mynd. Hún er lýst, það er stillt upp í hvert skot en það er enginn að leika annan en sjálfan sig og samtöl eru ekki lögð upp í menn nema að mjög litlu leyti," segir Böðvar.
Siggi Valli er gamall sjómaður, spilaði í mörgum hljómsveitum á stríðsárunum seinni og var mótorhjólagæi á sínum tíma. „En hans ævi er ekki endilega það sem skiptir máli í þessari mynd, ég nota hann meira sem fulltrúa ellinnar. Svo er hann frábært myndefni, hann er svo fótógenískur. Það er hægt að setja hann í stól, kveikja á vélinni og myndin lifir."

Siggi Valli trommari 

Böðvar gerði raunar sína fyrstu heimildamynd um Sigga Valla trommara og segist aðallega hafa verið skammaður fyrir þá mynd hér heima. „Fólki þótti hún svo skrýtin og einkennileg. Hins vegar hefur myndin vakið gríðarlega athygli alls staðar þar sem ég hef sýnt hana á hátíðum erlendis. En þetta er svolítið sérstæð nálgun. Menn eru svo vanir því að það sé verið að gera prófíla af fólki og öll skrif um myndina fóru út í að skrifa um Sigga Valla og hans bakgrunn sem er út af fyrir sig ekki málið. Siggi Valli er bara eins og hvert annað gamalmenni."

Kalkaður en sniðugur

 Trúr sínum hugmyndum um heimildamyndir býr Bóðvar sjálfur til atburðarásina þótt meginefnið, tilvera gamals manns, sé sótt til raunveruleikans. „Hann hittir óvænt mótorhjólamenn niðrá Hallærisplani sem bjóða honum í ferð. Hann fer og sú sena er, fyrir mína parta, óborganleg. Hún er alveg natúral. Það hefði ekki verið hægt að leika þetta. Siggi Valli er enginn vitleysingur - mjög skýr og sniðugur maður en svolítið kalkaður - og dettur inní það sem er að gerast hverju sinni. Þarna datt hann inní að það væri verið að bjóða honum í ferð og var tiltölulega búinn að gleyma því að hann væri að leika í mynd."

Engin hefð á íslandi 

Myndin um Sigga Valla er tekin á 35 mm filmu og verður sýnd í júlí/ágúst á undan einhverri af íslensku myndunum sem kom ast á hvíta tjaldið í sumar. Markaður fyrir stuttmyndir hér á landi er afar lítill og hefur þessi leið aðeins verið farin af Ingu Lísu Middleton og Gus Gus-hópnum, þ.e. að sýna á undan lengri myndum. „Það er gömul og gróin hefð í Noregi að sýna svona stuttmyndir á undan lengri myndum. Þeir h'ta á þetta sem krydd í sýningarhaldið hjá sór. Hér á íslandi er nánast engin hefð fyrir þessu og fátt sem kallar á að menn séu að gera svona myndir því það eru ekki miklir tekjumöguleikar í þeim."

„Íslendingar halda að heimildamyndir séu bara einhverjir fréttaskýringaþættir og það er hægt að kenna RUV um ýmislegt þar..."    

Útblásnir fréttaskýringaþættir 

„Ég held að íslendingar hafi því miður mjög litla þekkingu á heimildamyndum og þeim möguleikum sem þær bjóða upp á. Ég segi að heimildamyndin sé að mörgu leyti hið frjálsa form kvikmyndagerðarinnar þar sem menn geti leyft sér nánast allt. íslendingar halda að heimildamyndir séu bara einhverjir fréttaskýringaþættir og það er hægt að kenna RÚV um ýmislegt þar því gegnum tíðina hafa þeir dælt út myndum sem þeir kalla heimildamyndir en eru fyrst og fremst fréttaskýringaþættir. Þessar myndir fara hvergi því

„...og var tiltölulega húinn að gleymaþví að hann væri að leika í mynd."  

heimsmarkaðurinn segir þetta bara lókal myndir," segir Böðvar en hann hefur fylgt stuttmyndinni sinni Glímu á nokkrar kvikmyndahátíðir og á þeim „hef ég ennþá betur áttað mig á því hvursu aftarlega á merinni við erum í þessum flokki mynda."

Frelsisþrá vs. tilbreytingaleysi 

- Manni virðist myndin vera einskonar skáldskapur með realísku ívafi. Af hverju viltu halda þig við að kalla þetta heimildamynd? „Lykillinn á bak við heimildamyndina er að hún setur fram ákveðna fullyrðingu eða stemmningu eða upplifun. Það er eitthvað sem kvikmyndagerðarmaðurinn vill segja og út í gegnum alla myndina þarf hann að rökstyðja það, með þeim meðulum og aðferðum sem honum dettur í hug. Hann þarf ekki að fá allar hliðar á málum, hann er bara að gera persónulegan hlut. Það er sú regla sem ég er að vinna með í þessu. Þarna tek ég gamlan mann, sem er fallega fótógenískur, býr einn, er einangraður. Ég teikna upp ákveðna einangraða mynd af honum og er í raun og veru að vinna með einhvers konar frelsisþrá gamla mannsins vs. tilbreytingaleysi tilveru hans." Heimildamyndir þar sem dregin eru saman ólík sjónarhorn til að gefa ákveðna heildarmynd er bara ein tegundin segir Böðvar, en tegund sem nær því yfirleitt ekki að kallast heimildamynd. „Oftast nær eru slíkar myndir svokallaðar reportage. Þær fjalla um málefni líðandi stundar og eru bundnar ákveðnum tíma. Ef hins vegar tekst að gera svona heimildamynd (þar sem kvikmyndagerðarmaðurinn ætlar að fá einhvern endanlegan sannleik fyrir alla) þá verður hann að gæta þess að sá sannleikur sé tímalaus. Sá sannleikur verður eiginlega að vera dálítið svipaður eftir 10 ár. Það er afstaðan til tímans sem er kannski stóri munurinn milli fréttaskýringaþátts og heimildamyndar."
lóaDagur-Tíminn
Laugardagur 28. júní 1997

17.5.97

Breytingar á Mótorhjólamenningu


Á vorin fer mótorhjólafólk að sjást á götunum eftir langa hvíld um veturinn. 


í ár er fyrsta árið í langantíma sem ekkert götumótorhjól kemur nýtt á götuna af árgerð 1997. Þetta er ekki vegna þess að verðið sé of hátt eða tryggingar séu of dýrar, því verð á mótorhjólum hefur ekki verið betra í langan tíma og svo hafa Sniglarnir náð góðum árangri í samningum við Tryggingamiðstöðina hvað varðar tryggingar á mótorhjólum.
Það er eins og mótorhjólamenningin sé að breytast og eru mótorhjólamenn æ meir að fara út í svokölluð torfæruhjól eða „endurohjól". Á undanförnum árum hefur nokkuð verið flutt til landsins af slíkum hjólum. Á árunum 1980 til 1990 voru nær eingöngu flutt inn hjól frá Japan en upp úr 1990 var fariö að flytja inn ítölsk hjól og á síðustu árum hjól frá Austurriki sem heita KTM og hafa þau verið nokkuð vinsæl. Það nýjasta í torfænihjólum hér á landi eru hjól frá Svíþjóð sem heita Husaberg og eru þegar komin þrjú til landsins. Við litum inn hjá tveimur hjólamönnum sem voru að setja saman hjólin sín fyrir nokkru og fórum með öðrum þeirra í fyrstu feröina og fengum að reyna fákinn.
Vélin malaði létt og virtist jrinna jafnt á lág- ~um snúningi sem háum. Gírkassi var sérlega skemmtilegur. Fyrsti gír sérstaklega hægur sem hentar vel fyrir mikið brölt, aðrir girar voru eins og á öðrum hjólum, enda er gírkassinn 6 gíra. Hjólið er mjög létt, eða aöeins 108 kíló. Bremsur eru hreint frábærar og fjöörun einnig. Einn er þó galli, ef svo skyldi kalla,  því bensíntankurinn tekur aðeins 8,5
lítra. Frágangur mætti vera betri á ýmsum hlutum, limmiðar með lausum brúnum, boltar mættu
vera meira rúnnaðir ásamt öðru smávægilegu. í það minnsta eru 16 torfæruhjól (endurohjól) komin eða á leiðinni tfl landsins í ár og eru flest þeirra seld. Verðið er frá kr. 650.000 en þetta eru allt hjól með vélarstærð frá 300 cc upp í 500 cc, 3 Husaberg, 2 KTM, 4 Honda, 3 Kawasaki og 4 Suzuki. Auk þess er alltaf eitthvað um að menn flytji sjálfir inn notuð hjól og ný. Ástæðan fyrir auknum áhuga á
þessum hjólum er kannski sá að farið er að keppa á þessum hjólum í endurokeppnum á svipaðan-hátt  og í bflaralli. Á síðasta ári voru haldnar tvær enduro-keppnir, önnur á Akureyri og hin við Litlu  kaffistofuna á síðasta hausti. Alls voru keppendur í þessum keppnum 43. í ár er ætiunin að halda tvær enduro-keppmr og verður sú fyrri á Akureyri um verslunarmannahelgina og hin síðari við Litlu kaffistofuna þann 27. september.
Þó svo að enginn formlegur klúbbur tflheyri þeim flokki mótorhjólamanna sem stundar enduro þá hittast þeir reglulega og er ætlunin að hittast næst næstkomandi laugardagskvöld, 24. maí, í Kaffistofunni Lóuhreiðri á Laugavegi 59 kl. 20.00.

-H
Dagblaðið 17.05.1997