28.5.95

Í öðru sæti í þolakstri á vélhjóli í Pembrey

Búið að fylla tankinn og Unnar Már tekinn við.
Þorsteinn Marel tekur af sér hanskana lúinn eftir átökin

  ÍSLENDINGAR lentu í öðru sæti í þolkeppni í vélhjólaakstri á helsta móti áhugamanna í greininni eftir að hafa leitt keppnina mestalla. 


Keppnin fór fram á Pembrey brautinni í Wales 8. maí sl. Ekið var stanslaust í sex klukkustundir og stefndi í íslenskan sigur þar til bilun varð í vélhjóli þeirra. Þorsteinn Marel var einn íslensku keppendanna og segir hann að nú sé stefnan sett á keppnina í Snetterton brautinni í Englandi, þar sem íslenska liðið hafnaði í fímmta sæti í fyrra.
Þetta er í annað sinn sem þeir félagar, Þorsteinn Marel, sem er betur þekktur sem Steini Tótu, Karl Gunnarsson og Unnar Már Magnússon, taka þátt í móti af þessu tagi. Þorsteinn Marel sagði að undirbúningur hefði staðið yfír í tæpt eitt ár, eða allt frá mótinu í Snetterton í fyrra. Mikil vinna fór í að fá styrktaraðila því þáttakan á mótinu kostaði um hálfa milljón kr. og á endanum tók Pepsi þá félaga upp á armana. Æfíngar fóru fram á götuhjólum á götum  borgarinnar en mest var æft á torfæruhjólum og gerði keppnisliðið sér ferð til Landmannalauga,
Öðru sæti fagnað í þolaksturkeppninni í Pembray F.v.: Unnar Már Magnússon,
 Beverly Simms eiginkona Rob Simms, Rob Simms eigandi hjólsins,
Þorsteinn Marel. Á myndina vantar Karl Gunnlaugsson.
Veiðivatna og fleiri staða. Þorsteinn Marel sagði að æfíngar á torfæruhjólunum hefðu skilað sér vel því þar reynir mikið á líkamlegt atgerfi og hliðarskrið á hjólunum.

110 hestafla hjól

Keppnisliðið keppir á einu vélhjóli og leigðu þeir félagar hjól af Bretanum Rob Simms, sem gerir út hjól í kappakstur. Hjólið var af gerðinni Honda CBR 600 cc og kostaði 200 þúsund kr. að leigja það fyrir sex klukkustunda keppni. A milli 600-700 þúsund kr. kostar að útbúa hjól af þessari gerð fyrir þolaksturskeppni því það þarf að þola illa meðferð og að vera ekið á útopnu í sex tíma. Vélinni er breytt en í upprunalegri gerð skilar hún 87 hestöflum en eftir breytingu 110 hestöflum. Einnig er skipt. um fjöðrunar- og hemlabúnað í hjólinu en samkvæmt reglunum má ekki skipta um grind.
Álagið er mikið á hjólið og allir hlutar þess sjóðhitna.
Þorsteinn Marel sagði að brautin í Pembrey væri með mun brattari beygjum en brautin í Snetterton og þar væri mun minni meðalhraði. Meðalhraði í Pembrey er á milli 120-130 km á klst.  Aðeins einn stuttur kafli er beinn en annars er hjólið alltaf á hliðinni í beygjum og gefst því lítill tími til að hvíla sig á milli átaka.
Keppt er í fjórum flokkum eftir stærð hjóls. Stærstu hjólin voru með 900 cc vél og sagði Þorsteinn Marel að þau hefðu ekki hentað vel í þessa keppni þar sem þau hefðu verið of þung. „Við keyrðum hraðar en þau þótt þau hafi verið mun kraftmeiri. Mesti meðalhraðinn var í okkar flokki, 120-130 km á klst," sagði Þorsteinn Marel, en á beina kaflanum var meðalhraðinn nálægt 220 km á klst. Skipt var um ókumann á klukkutíma fresti, fyllt á bensíntankinn og farið yfir hemla og annan útbúnað.

Í fyrsta sætl fyrstu 150 hringina 

Þorsteinn Marel byrjaði keppnina og ákváðu þeir félagar að keyra hratt fyrsta klukkutímann meðan allt væri nýtt og ferskt á hjólinu. Hann varð fjórði upp úr startinu og eftir sautján hringi var hann í þriðja sæti og í öðru sæti eftir 23 hringi. Á 41. hring náði Þorsteinn Marel fyrsta sætinu og skipti hann við Unnar Má eftir 50 hringi, þá í 1. sæti og með tveggja mínútna forskot á næstu keppendur. í þann mund féll einn keppenda af hjóli sínu á brautinni og var hann fluttur brákaður á fæti á slysadeild.
Íslenska liðið ákvað að halda þessu tveggja mínútna forskoti og miða sinn hraða við hraða keppendanna í öðru sæti til þess að hlífa hjólinu og dekkjunum. Liðið hélt 1. sæti og gekk allt eins og í sögu næstu 40 hringi, eða fram að 95. hring, en þá féll Unnar Már af hjólinu. Marðist hann á höndum og olnboga en gat haldið áfram keppni. Var þá skipt um ökumann Karl tók við. Þegar hann var á 140. hring komu í ljós afleiðingarnar af falli Unnars Más. Sprungur höfðu komið í hljóðkútinn
sem er úr trefjaefni og sprakk hann. Samkvæmt reglum keppninnar má ekki aka með ónýtan hljóðkút og urðu þeir því að gera við kútinn. Þorsteinn Marel tók þá við og var íslenska liðið þá ennþá í 1. sæti. Hann keyrði eina átta hringi, eða þar til hljóðkúturinn sprakk aftur. Þá hafði tekist að hafa upp á nýjum hljóðkút á hjólið og var skipt um í snatri. Við þessar ófarir tapaði liðið niður átta mínútum og missti enska liðið fímm mínútum fram úr sér.
  Á síðustu hringjunum tókst íslendingunum að vinna til baka tvær mínútur þrátt fyrir að hjólið væri farið að daprast, dekkin slitin og hemlarnir. Hafnaði liðið í 2. sæti, ók 269 hringi á sex  lukkustundum þremur hringjum minna en enski sigurvegararnir. Að meðaltali tók 1,10 mínutur að keyra keyra hringinn en brautarmetið í Pembrey er 1,05 mínúta, en það var sett á hjóli sem var ekki með fullan
bensíntank og ekki á þolakstursdekkjum. Besti hringurinn hjá íslendingunum var 1,07 mínúta með
fullan tank og náðu þeir þessum tíma á nokkrum hringjum í upphafi keppninnar sem varð til þess að þeir náðu forskoti sínu. Þorsteinn Marel segir að rökrétt sé að keyra hringinn á 1,10 mínútu upp á þreytu og slit á hjóli að gera.
Morgunblaðið/Guðmundur Þórarinsson

28.5.1995

1.5.95

Ég er ekkert háð því (1995)

Snigill #917 heitir Guðrún Kristín Magnúsdóttir - Guja-  myndlistakona og rithöfundur.

Hún er búin að vera með mótorhjóladellu frá því hún var sautján ára. Amma Lína, sem var þerna á Fossunum, flutti inn mótorhjól handa pabba hennar því hann var mótorhjólagaur.
Guja hætti ung í skóla, þó ekki til að helga sig mótorhjólinu heldur eignaðist hún barn og tók stúdentinn utanskóla.
Var svo heima og gerði upp gömul húsgögn fyrir sjálfa sig og