15.10.94

Team Brainstorm

Team Brainstorm  Unnar , Steini, og Karl.

Hvers vegna getum við íslendingar stundað kappakstur á mótorhjólum löglega eins og aðrar siðaðar  þjóðir?

Fram að þessu hefur aðalega verið um að kenna afspyrnu heimskulegum umferðalögum sem gilda jafnt í óbyggðum sem í umferðinni, undantekningarlaust og svo að misblindum embættismönnum sem trúa því að mótorhjól séu hættuleg en ekki ökumenn þeirra og hafa þessi vondu lög til að skýla sér  á bakvið. Lífið er jú einu sinn þannig að það þýðir ekkert að banna mönnum að keppa hvor við annan í hverju sem er , ekkert frekar en að banna fiskum að synda.

ÓLÖGLEGUR KAPPAKSTUR

Fram að þessu hefur allur kappakstur verið ólöglegur ( motocross og kvartmíla geta ekki flokkast sem kappakstur) en það hefur náttúrulega ekki komið í veg fyrir að hann sé stundaður.  Eini kappaksturinn sem við höfum fengið að hafa í friði er endúro, sem líkist ralli hjá bílamönnum, en götuhjólakappakstur hefur aðalega miðast við hver hefur minnstar áhyggjur af ökuskyrteinum og samferðafólki í umferðinni. Þeir sem vilja bera sig saman við aðra í malbiksakstri hafa orðið að fara til útlanda og er það greinilegt að það er ekki hægt að halda góðum mönnum niðri.

Pílagrímsferðir

Allt frá því að Sverrir Þóroddson var atvinnuökumaður á hippatímanum hafa menn farið í pílagrímsferðir með hjól og bíla yfir hafið og síðustu ár hafa alltaf verið einhverjir á hverju sumri sem fórnað hafa aleigunni í kappakstur erlendis.
   Staðreyndin er sú að samanburður milli ökumanna á malbiki er ekki marktækur nema á lokuðum til þess gerðum brautum þar sem hægt er að einbeita sér að akstrinum sjálfum við réttar aðstæður.

Hafa keppt úti

Þeir hjólamenn sem undanfarið hafa gefist upp á lögguharkinu hér heima hafa náð fínum árangri og hafa t.d. Karl Gunnlaugsson og Unnar Már Magnusson sem kepptu á Englandi, og Kjartan Björgvins í Kanada sýnt að þeir eiga fullt erindi í kappakstur hvar sem er.
      Þeir sem einu sinni hafa prófað kappakstur á braut vita það verður ekki aftur snúið og við fáum braut á íslandi fyrr en seinna eða þegar við látum ekki lengur bjóða okkur að keyra alla daga í lögregluumsátri.

Team Brainstorm

Fram að því leitum við til útlanda og eimitt í sumar stendur mikið til en fyrirbæri sem kallast "Team Brainstorm" hyggur á landvinninga.
    Team Brainstorm er fyrsta keppnislið Íslendinga í Endurance Race á götuhjólum og er skráðí 12 tíma keppni á Snetterton í Englandi 26 júní í sumar þ.e. á Hjóladegi Snigla. Í Endurance liði eru þrír ökumenn sem skiptast á ökutörnum og er Team Brainstorm skipað þeim Karli Gunnlaussyni (Tá G. Racing) Unnari má Magnússyni og Steina Tótu sem allir hafa reynslu af ýmsu keppnisbrölti og vonandi sem flestum aðstoðarmönnum sem nauðsynlegir eru til að ná árangri. Nokkrir hafa boðist til að koma með til Englands í sumar sem er æðislegt en keppnin sjálf verður endapunktur á miklum undirbúningi hér heima sem er þegar hafinn og eru allir sem telja sig geta aðstoðað á einhvern hátt boðnir að vera með og láta ljós sitt skína.

Keppnishjólið

Keppnishjólið verður mikið breytt Honda CBR 600 og stefnan sett á verðlaunasæti í opnum 60cc flokki þar sem keppnin verður hvað hörðust. Kostnaðurinn við Endurance keppnir er Töluverður og skipulag mikilvægt og má til gamans nefna að við reikna má með nýjum dekkjum áþriggja tíma fresti, 12-15 lítrum af bensíni á klst að ógleymdu því að skipta um ökumann oft og reglulega, því undir hámarks álagi í langan tíma tapast einbeiting og brautartímimeð aukinni hættu á mistökum.  Þreytumistökin eru auðvitað ekkert sniðug innan um 50 manns sem allir eru á mörkunum líka.
Hluti undirbúnings er að finna samstarfaðila sem gætu nýtt sér og hagnast á kynningar- og auglýsingagildi svona liðs og stefnum við á að ná upp sterku liði og koma íslenskum kappakstri á blað hér heima og erlendis.
Steini Tótu #161
Snigillinn 1994


7.7.94

Norskir mótorhjólamenn


 Ánægðir á Íslandi,  Vantar útigrill á tjaldstæðum!


Tveir Norðmenn, Aksel Stand og Björn Wennberg litu við hjá blaðinu á dögunum en þeir voru þá nýbúnir að aka hringveginn á tveimur nýjum stórum mótorhjólum. Þeir sögðust hafa komið með Norrönu þegar hún kom hingað í fyrstu ferð sumarsins og ætluðu með henni til baka í næstu ferð út, en þeir kæmu frá bænum Hokksund. Þá langaði að segja í stuttu máli frá því markverðasta sem þeir upplifðu í þessu stutta ferðalagi. Bjöm Wennberg sagðist hafa séð grein í norsku mótorhjólablaði, eftir norskan mann til heimilis á Akureyri, sem hafði skrifað um ferðalög um ísland á mótorhjóli. Þar hefði hann hælt landi og þjóð svo mikið að þeir félagar hefðu ákveðið að drífa sig hingað strax og færi gæfist. Ekki sögðust þeir hafa séð eftir því. Þeir væm búnir að ferðast til tíu ólíkra landa í heiminum og ísland væri það land sem hefði komið þeim allra mest á óvart. En ekki voru þeir mjög hrifnir af malarvegunum, en kannski var þa ð vegna þess að þeir hefðu keypt ný mótorhjól sem vega yfir 250 kg. og því verið með hugann við hjólin þegar þeir óku malarvegina.

Er þeir komu til landsins óku þeir beinustu leið frá Seyðisfirði til Akureyrar. Því næst var ekið suður til Reykjavíkur og gist þar í tvær nætur. Á meðan þeir dvöldu í Reykjavík var farið í Bláa lónið en Aksel sagðist vera soriasimi sjúklingur og hefði öðrum deginum verið eytt í lóninu, og það hefði verið meiri háttar. Hann sagðist vera búinn að fara til færustu sérfræðinga sem hann vissi um, til lækninga en Bláa lónið hefði slegið þessu öllu við, þó svo að aðeins hefði verið um að einn dag að ræða. Því næst var ekið til Hafnar í Hornafirði þar sem þeir fengu að skoða fiskvinnslusal Borgeyjar hf., en máttu samt ekki taka myndir þar inni. Þeim leist vel á fiskvinnsluna og sögðu hana vera langt á undan fiskvinnslu í Noregi . Þeim fannst verðlagning hér á landi yfirleitt vera há. Þeim fannst tilbúinn matur vera dýr og því aðallega borðað brauð og súrmjólk, ennfremur fannst þeim bensín vera dýrt hér miðað við í Noregi. Eitt fannst þeim merkilegt; á allri leiðinni fundu þeir ekki neinn útigrillstað þar sem ferðamenn geta sest niður og eldað sér mat á eldstæði og þeim fannst vanta svoleiðis. Þeir fullyrtu að svoleiðis eldstæði myndi minnka álagið á viðkvæmum gróðri landsins og þetta myndi ábyggilega mælast vel fyrir hjá ferðamönnum þá sérstaklega erlendum. I lokin sögðu þeir að ferðin hefði verið frábær og þeir ættu eftir að koma aftur. MM

Austri   7.7.1994