15.10.94

Team Brainstorm

Team Brainstorm  Unnar , Steini, og Karl.

Hvers vegna getum við íslendingar stundað kappakstur á mótorhjólum löglega eins og aðrar siðaðar  þjóðir?

Fram að þessu hefur aðalega verið um að kenna afspyrnu heimskulegum umferðalögum sem gilda jafnt í óbyggðum sem í umferðinni, undantekningarlaust og svo að misblindum embættismönnum sem trúa því að mótorhjól séu hættuleg en ekki ökumenn þeirra og hafa þessi vondu lög til að skýla sér  á bakvið. Lífið er jú einu sinn þannig að það þýðir ekkert að banna mönnum að keppa hvor við annan í hverju sem er , ekkert frekar en að banna fiskum að synda.

ÓLÖGLEGUR KAPPAKSTUR

Fram að þessu hefur allur kappakstur verið ólöglegur ( motocross og kvartmíla geta ekki flokkast sem kappakstur) en það hefur náttúrulega ekki komið í veg fyrir að hann sé stundaður.  Eini kappaksturinn sem við höfum fengið að hafa í friði er endúro, sem líkist ralli hjá bílamönnum, en götuhjólakappakstur hefur aðalega miðast við hver hefur minnstar áhyggjur af ökuskyrteinum og samferðafólki í umferðinni. Þeir sem vilja bera sig saman við aðra í malbiksakstri hafa orðið að fara til útlanda og er það greinilegt að það er ekki hægt að halda góðum mönnum niðri.

Pílagrímsferðir

Allt frá því að Sverrir Þóroddson var atvinnuökumaður á hippatímanum hafa menn farið í pílagrímsferðir með hjól og bíla yfir hafið og síðustu ár hafa alltaf verið einhverjir á hverju sumri sem fórnað hafa aleigunni í kappakstur erlendis.
   Staðreyndin er sú að samanburður milli ökumanna á malbiki er ekki marktækur nema á lokuðum til þess gerðum brautum þar sem hægt er að einbeita sér að akstrinum sjálfum við réttar aðstæður.

Hafa keppt úti

Þeir hjólamenn sem undanfarið hafa gefist upp á lögguharkinu hér heima hafa náð fínum árangri og hafa t.d. Karl Gunnlaugsson og Unnar Már Magnusson sem kepptu á Englandi, og Kjartan Björgvins í Kanada sýnt að þeir eiga fullt erindi í kappakstur hvar sem er.
      Þeir sem einu sinni hafa prófað kappakstur á braut vita það verður ekki aftur snúið og við fáum braut á íslandi fyrr en seinna eða þegar við látum ekki lengur bjóða okkur að keyra alla daga í lögregluumsátri.

Team Brainstorm

Fram að því leitum við til útlanda og eimitt í sumar stendur mikið til en fyrirbæri sem kallast "Team Brainstorm" hyggur á landvinninga.
    Team Brainstorm er fyrsta keppnislið Íslendinga í Endurance Race á götuhjólum og er skráðí 12 tíma keppni á Snetterton í Englandi 26 júní í sumar þ.e. á Hjóladegi Snigla. Í Endurance liði eru þrír ökumenn sem skiptast á ökutörnum og er Team Brainstorm skipað þeim Karli Gunnlaussyni (Tá G. Racing) Unnari má Magnússyni og Steina Tótu sem allir hafa reynslu af ýmsu keppnisbrölti og vonandi sem flestum aðstoðarmönnum sem nauðsynlegir eru til að ná árangri. Nokkrir hafa boðist til að koma með til Englands í sumar sem er æðislegt en keppnin sjálf verður endapunktur á miklum undirbúningi hér heima sem er þegar hafinn og eru allir sem telja sig geta aðstoðað á einhvern hátt boðnir að vera með og láta ljós sitt skína.

Keppnishjólið

Keppnishjólið verður mikið breytt Honda CBR 600 og stefnan sett á verðlaunasæti í opnum 60cc flokki þar sem keppnin verður hvað hörðust. Kostnaðurinn við Endurance keppnir er Töluverður og skipulag mikilvægt og má til gamans nefna að við reikna má með nýjum dekkjum áþriggja tíma fresti, 12-15 lítrum af bensíni á klst að ógleymdu því að skipta um ökumann oft og reglulega, því undir hámarks álagi í langan tíma tapast einbeiting og brautartímimeð aukinni hættu á mistökum.  Þreytumistökin eru auðvitað ekkert sniðug innan um 50 manns sem allir eru á mörkunum líka.
Hluti undirbúnings er að finna samstarfaðila sem gætu nýtt sér og hagnast á kynningar- og auglýsingagildi svona liðs og stefnum við á að ná upp sterku liði og koma íslenskum kappakstri á blað hér heima og erlendis.
Steini Tótu #161
Snigillinn 1994


2.7.94

Íslendingar í þriðja sæti í Snetterton


Íslenskt landslið í mótorhjólaakstri keppti í fyrsta sinn á erlendri grund er þrír íslendingar tóku þátt í þolkeppni (endurance) á mótorhjólum í Snetterton í Bretlandi á laugardaginn fyrir viku.
 Árangurinn varð góður: íslenska liðið lenti í þriðja sæti. 
Keppnismennirnir voru þeir Unnar Már Magnússon, Karl Gunnlaugsson og Þorsteinn Marel - sem líklega er þekktari sem Steini Tótu. Hjólið var Honda CBR 600, mikið breytt, sem þeir leigðu af Ron Grant sem áður keppti fyrir Suzuki, tók síðan að sér keppnislið Honda en hefur síðustu árin starfað sjálfstætt að hjólasmíð og breytingum. Hann hjálpaði íslendingunum allan tímann, gaf þeim góð ráð og stóð með þeim á þjónustustöðinni - sem á keppnisslangri kallast pitt.

Óku klukkutíma í einu hver

Þolkeppnin í Snetterton er 500 mílna keppni (804 km) og þannig uppbyggö að þegar fyrsti keppandinn hefur lokið fullri vegalengd, 255 hringjum, um 3,2 km á lengd, er keppninni lokið. Þegar þar aö kom á laugardaginn var voru Islendingarnir rétt um tveim hringjum á eftir liðinu í öðru sæti. Bæði fyrstu sætin voru skipuð þaulvönum keppnismönnum með fullkomna „pittaðstóðu" þannig aö óvaningarnir okkar hafa staðið sig afbragðs vel. Keppendur óku til skiptis og var hver um sig svo sem klukkutíma á ferðinni í einu, eða sem svaraði því að tæma einn geymi af bensíni. Keppnin hófst í grenjandi rigningu og íslendingarnir fóru hægt af stað til að átta sig á brautinni og halda sig á henni. Samt voru þeir fljótlega komnir í tíunda sæti eða ofar en alls voru um 20 lið í keppninni. Strax
eftir fyrstu skipti varð einn ökumannanna fyrir því óhappi aö detta. Hann meiddi sig þó ekki né skemmdist hjólið en við þetta féllu íslendingarnir niður um tvö sæti. Þeir unnu það þó upp aftur og síðustu hringina voru þeir komnir með bestu brautartímana og enduðu sem fyrr segir í þriðja sæti. Þeir hlutu einnig aukaverðlaun fyrir það hve langt að þeir voru komnir og fyrir góða samvinnu.

Sviðalykt af Visakortunum

 Að sögn íslendinganna var þetta  sérstök upplifun og gaman að taka þátt í þessu. Kostnaðinn hafa þeir mest reitt upp úr eigin vösum, fyrir utan lítils háttar styrki sem þeir fengu eftir tombólu á árshátíð hjá Sniglunum og þvíumlíkt, og óttast að nú sé komin sviðalykt af Visakortunum sínum. Æfingaaðstaða er heldur engin fyrir hendi á íslandi og þeir hafa fengið afsvar við því að loka tímabundiö ákveðnum svæðum til að æfa sig á - þó að þeir hafi fengið jákvæðar undirtektir hjá öllum þeim sem eiga hlut að þessum tilteknu svæöum. Mótorhjólasport á enn undir högg að sækja á íslandi.
S.H.H.
DV 2 7. 1994
https://timarit.is