26.3.94

Bifhjólasamtök lýðveldisins - Sniglarnir 10 ára


Stórsýning á mótorhjólum um páskana


- afmælishátíð á Hótel íslandi í kvöld


Bifhjólasamtök lýöveldisins - Sniglarnir verða tíu ára 1. apríl næstkomandi. Vegna þess aö 1. apríl ber
í ár upp á föstudaginn langa ætla Sniglarnir að halda tíu ára afmælishátíð sína á Hótelíslandií dag, laugardaginn 26. mars, og eru allir áhugamenn um biíhjól velkomnir. f tilefni af tíu ára afmælinu er ýmislegt á dagskrá hjá Sniglunum, svo sem stórsýning á mótorhjólum í Laugardalshöll um páskana þar sem sýna á um 200 mótorhjól. Sérstök áhersla verður lögð á gömul mótorhjó, 20 ára og eldri. Elsta hjólið á sýningunni mun vera frá árinu 1918. Á sýningunni munu einnig verða ýmis fyrirtæki sem kynna vörur sem tengjast mótorhjólum. í tilefni þessara tímamóta sendu Sniglarnir öllum mótorhjólaáhugamönnum á landinu 10 ára afmælisrit sitt, Snigilinn, og er blaðið 32 síður og litprentað. Einnig eru Sniglarnir að gefa út geislaplötu með 14 mótorhjólalögum og eru þau flest  frumsamin af félögum í Sniglunum.

Stofnun Sniglanna

Ýmsir klúbbar hafa verið stofnaðir á liðnum árum í kringum mótorhjól en þeir hafa flestir lognast út af þegar stofnendurnir hættu að vera með.
Þar á meðal má nefna skellinöðruklúbbinn Eldinguna í Reykjavík á árunum um 1960 og nokkra  bifhjólaklúbba, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Sniglarnir eiga upphaf sitt að rekja tilsmáauglýsingar í DV snemma árs 1984 þar sem auglýst var eftir áhugamönnum sem vildu stofha bifhjólasamtök.
Laugardaginn 31. mars kom svohljóðandi fréttatilkynhing í DV: „Sunnudaginn 1. apríl kl. 16 er fyrirhugaður í Þróttheimum við Holtaveg stofhfundur samtaka bifhjólaeigenda. Á tveimur undirbúningsfundum sem haldnir hafa verið hafa um 50 manns skráð sig í félagið en á sunnudaginn á að gera lokaátakið. Inntökuskilyrði eru eingöngu þau að viðkomandi verður að vera orðinn
17 ára og skiptir þá eign á bifhjóli engu máh." Þarna var á ferðinni upphafið að stofhun Sniglanna sem samkvæmt þessu eiga nú tíu ára afmæli.
-JR
Dagblaðið Vísir 1994

14.11.93

Alvöru aksturseiginleikar og fullorðins-vélarafI.


Honda CBR 600F 1993
ÁRIÐ 1987 komu á markaðinn 600 cc mótorhjól sem áttu eftir að afsanna það endanlega, að nauðsynlegt væri að vera á dýrustu gerð af hjóli með stærstu gerð af vél til að vera ekki stunginn af og skilinn eftir í rykmekki. Það hafði svo sem verið tekið eftir því áður að ekki væri allt fengið með vélarstærðinni einni þegar mönnum mistókst aftur og aftur að hrista af sér gömlu Yamaha RD 350-hjólin. Að minnsta kosti var það ekki hægt á þeirra tíma 750 cc járnmótorhjólum.

Bylting í smíði mótorhjóla

 Sú bylting, sem varð í  smíði mótorhjóla á síðasta áratug, var vel á veg komin  árið 1987. Dæmi um hjól sem  breyttu öllum viðmiðunarmörkum og áður voru komin á markað eru Honda VF IntTB erceptor 500 og 750, Kawaj saki GPz 900R Ninja, og  ekki síst Suzuki GSXR 750, sem var líkara keppnishjóli en nokkuð sem áður þekktist. Markaðsaðstæður hafa sennilega verið með besta móti til að taka við „ódýrum" hjólum með alvöru aksturseiginleikum og fullorðinsvélarafli enda gekk dæmið upp hjá Honda þegar þeir buðu CBR 600 F.   í Bandaríkjunum fengu þau nafnið Hurricane og var það vel til fundið. 55.000 eintök hafa stormað yfir Bandaríkin ein frá því þau komu á markað. Auðvitað hafa „allir hinir", þ.e. japönsku framleiðendurnir, sett á markað hjól í sama flokki, en mælistikan hefur alltaf verið á Hondunni. Árin '91 og '92 voru þessi hjól nánast ráðandi í Supersport 600-keppnum, en á síðastliðnu ári hefur oft verið bitið í hælana á þeim af Kawasaki- og Suzuki-hjólum. Þrátt fyrir það verður Hondan, lítið breytt '94, í framvarðasveitinni í sínum flokki.

Fjölnotahjól 

Sennilega er stærsti kosturinn við þessi hjól sá, að þau eru nothæf í fleira en keppni. Bæjarsnattið og landshornarúntar eru innan markanna. Tveir geta jafnvel ferðast á þeim við þolanlega heilsu. Þó finnst lappalöngum nokkuð þröngt á þeim til lengdar og þeir sem eru vanir stórum vélum með mikla seiglu hafa á tilfinningunni að þessar litlu vélar séu eins og „sjúklingur í astmakasti" fyrir neðan 7.000 snúninga. En frá 7.000 og upp í 13.000 snúninga gerast hlutirnir nokkuð valdsmannslega.



 ■ Haraldur Ingþórsson
Morgunblaðið

14.11.1993


Heimildir: Cycle World og Motorcyclist, okt. '93