1.2.92

Sniglarnir sameinuðust um að segja upp Tryggingum sínum:


Iðgjöld bifhjólatrygginga hækkuðu um allt að 300% 

„Tryggingarnar hjá stóru félögunum fyrir mótorhjól hækkuðu um 300% hjá Sjóvá-Almennum og um tæp 150% hjá VÍS. Á rúmlega 100 manna fundi á miðvikudagskvöldið var ákveðið einróma að segja upp öllum tryggingum fyrir þessa helgi. 

Það gildir fyrir alla í Bifhjólasamtökum lýðveldisins, 350 manns, sem er rösklega 1/3 allra mótornjólaeigenda í landinu," sagði Þorsteinn Marel Júlíusson, talsmaður hjá Sniglunum, Bifhjólasamtökum lýðveldisins, í samtali við DV. „Viö eru búnir að ná sambandi við alla félagsmenn með tölu, og það eru allir sammála um úrsögnina. Við erum ekki bara að segja upp tryggingum á mótorhjólum heldur öllum tryggingum okkar hjá félögunum.
Þetta eru allt saman skyldutryggingar og við höfum næsta mánuð til viðræðna við tryggingafélögin. Þeir þurfa að bjóða okkur til sín í viðræður en það hefur ekki verið neinn tími, hvorki hjá okkur né þeim, vegna anna." 

40 milljóna hækkun 

„Þessar hækkanir, sem eru nú í gangi, koma út sem um 40 milljón; króna hækkun. Það er hræðilega vont dæmi að þessar tryggingar skuli allar vera sendar undir sama hatt, burtséð frá stærð, hestóflum, aldri eða reynslu. Það er engin tryggingastærðfræði notuð. Það sem við viljum gera og okkar tilboð miðar að er að tengja aldur og reynslu við hestöfl í trygginguhum. Yngstu mennirnir og stærstu hjólin borga mest. Bara þetta atriði myndi stuðla að því að ungir merin fengju sér frekar minni hjól sem stuðlar að , minni tjónum og minni. slysum. Hingað til hefur ekki verið hlustað á þessar röksemdir okkar. ": Því -Meöalaldur Sniglanna er tæpp 30 ár og margir eiga meira en eitt mótorhjól eða bifreið. Það sér það hver maður að það er nánast útilokað fyrir menn að borga iðgjóld af fleiri en einu hjóli eða hjólum og bifreið. Menn sem hafa hjól tryggð hjá til dæmis Sjóvá-Almennum, sem hækkuðu gjöldin mest og hafa engan bónus, þurfa að borga um 150 þúsund á ári. Með 55% bónus er þetta gjald 83.000 krónur." . Viðræður eftir helgi Þessar tölur komu ekki út fyrr en um síðustu helgi og því er þetta svo nýtt fyrir okkur enn. Við erum á fullu innan Sniglanna að vinna í þessum málum en við reiknum með að hefja viðræður við tryggingafélögin í næstu viku. Þegar tryggingar eru svona háar fara menn að keyra tryggingarlausir, taka hjólin sín út af skrá. Það býður þeirri hættu heim og er bara mannlegt eðli. Við höfum stuðning lögreglunnar því að hún gerir sér grein fyrir því að þegar iðgjöldin eru komin upp fyrir allt sem raunhæft er fara menn að keyra tryggingarlausir.
Þar með er búið að velta hluta vandamáls tryggingafélaganna yfir á lógregluna. -IS

14.12.91

Harla nýstárleg vél


Í útliti er NR 750 litt frábrugðið öðrum nýtísku mótorhjólum
sem við þekkjum úr umferðinni.
Nýtt mótorhjól frá Honda

Honda hefur sett á markað heldur óvenjulegt mótorhjól. Hjólið sjálft er ósköp svipað og önnur nýtískuhjól af svipaðri stærð. Það heitir Honda NR 750 og er frábrugðið öðrum hjólum að því leyti að vélin er engum vélum lík, fjögurra strokka með 32 ventla (16 inn og 16 út), 8 stimpilstangir en samt aðeins fjóra stimpla sem eru sporöskjulaga. 8 kerti eru í vélinni.
  Vélin er sem. sagt nánast V-8 strokka vél en samt bara V-4 strokka. Þetta er til komið vegna þess að bannað er að vera með stærri vélar en 4 strokka í mótorhjólakappakstri. Þeir hjá Honda sáu við þessu og má segja að þeir hafi tekið V-8 strokka Chevy-vél og breytt í fjögurra strokka V-vél.
     
    Vélfræðingurinn Yamanaka, sem hannaði vélina fyrir Honda, segir að hægt sé að ná um 200 hestöflum út úr vélinni með góðu móti en hann setti hana á markað með 130 hestöfl miðað við 14.000 snúninga. Hámarkssnúningur vélarinnar er 16.000 snúningar á mínútu. Til samanburðar eru stærstu yélar í 750 rúmsentímetra mótorhjólum með orku á bilinu 110-115 hestöfl á almennum markaði.

   Honda hefur verið lengi að smíða og hanna þetta hjól, eða allt frá árinu 1979, og varla er til það mótorhjóla blað sem ekki hefur velt vöngum yfir þessari vél.
Hér er teikning af vélinni og sést vel
hvernig sporöskjulága stimplinum og
 ventlunum er komið fyrir í vélinni.
   Hugmyndin að vera með sporöskjulaga stimpla til að koma fleiri ventlum fyrir á hvern strokk er eldgömul. Það var vélfræðingur hjá Triumph í Englandi að nafni Colin Ridley sem smíðaði fyrstur vél með sporöskjulaga strokk og það var árið 1922. Vél hans fór samt aldrei í fjöldaframleiðslu.
 
  Vélin er eins og áður segir V-4 strokka og er aðalvinnslusvið hennar frá 8.000-14.000 snúningar. Þó að vélin snúist hratt togar hún vel, eða 7,0 kg við 11.500 snúninga. Hún er þó ótrúlega slagstutt því slaglengdin er 4,2 sentímetrar. Helstu mál mótorhjólsins: Breidd: 70,8 sm. Lengd: 214 sm. Þyngd: 222,5 kg. Vél: V-4, 90 gráður, vatnskæld, með 32 ventla, tvö kerti á hverjum strokki. 747,7 rúmsentímetrar. Slaglengd 42 mm. Þjöppun: 11,7:1. Bein innspýting eldsneytis. Hámarkstog 7,0 kgvið 11.500 snúninga á mínútu. Kveikja og gírkassi eru tannhjóladrifin.

Verð: (Áætlað verð hér á landi um það bil 5-7 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá Hondaumboðinu á íslandi er hjólið uppselt næstu 2 árin, enda ekki framleidd nema um 800 hjól á ári.)
-HJ
Dagblaðið 14.12.1991