1.4.84

Sniglarnir Stofnaðir

Bifhjólasamtök Lýðveldisins Sniglar voru stofnaðir vorið 1984 og urðu strax öflugur málsvari mótorhjólafólks, ört fjölgaði í hópnum og þegar haldið var upp á ársafmælið voru meðlimir um hundrað talsins,.

Fjölbreytileiki mótorhjóla



Jón S. Halldórsson
Það gera allir sér ljóst að bílar flokkast undir ýmsa notkunarhópa og tegundirnar eru næstum óteljandi. En hér á íslandi gætir meiri þröngsýni í garð mótorhjólanna sem eiga reyndar miklu betra skilið. Hjólið var jú framleitt á undan bílnum og má segja að bíllinn sé hannaður upp úr hjólinu. Hjólið sjálft hefur gengið í gegnum mörg breytingaskeið og má líkja þróuninni við ættartré  mannkynsins. Fyrst kom þetta einfalda, tveggja hjóla, fótstigna apparat með gríðarstórt framhjól sem síðan hefur getið af sér: götuhjól, enduro hjól, móto-cross hjól, þríhjól, kvartmíluhjól, stríðsframleiðsluhjól og svo framvegis, en þessar megingerðir flokkast svo enn betur í tegundir og gerðir frá hinum ýmsu framleiðsluþjóðum.

SKELLINAÐRA
Þetta eru létt og meðfærileg hjól með 50 cc vél sem skilar ekki miklu afli, komast yfirleitt í um 60 km hraða. Það eru hins vegar margargerðir til af hjólum sem flokkast undir skellinöðru en það er sameiginlegt þeim öllum að vélin er ekki stærri en 50 rúmcentimetrar. Slík stærð getur þó skilað hestöflum alveg frá 1 og upp í ca. 15 sem þó er mjög sjaldgæft. Skellinaðra er til í götuhjóla, torfæru, búðarsnatt og keppnishjóla útgáfu. Kemur sem sagt inn á öll svið mótorhjóla en er bara minnkuð útgáfa.   Hérlendis hafa notkunarmöguleikar hjóla ekki verið eins miklir og erlendis aðallega vegna veðursins, en upp á síðkastið hefur nokkrum gerðum fjölgað verulega og mætt mikilli andspyrnu fólks sem takmarkaða þekkingu hefur á hjólum og dæmt þau öll „stórhættuleg farartæki sem helst ætti að banna". Þetta er ekki réttlátt og er meiningin með þessari grein að skyggnast örlítið inn í frumskóg mótorhjóla og sýna fram á réttileika þeirra.
En fyrst verður fólk að gera sér ljóst. 
„Það er ekkert farartæki hættulegt, heldur hegðun einstaklingsins."
 Á þetta við um flugvélar, bíla, báta,
hjól og alla aðra dauða hluti. Mótorhjól gæta hins vegar örlítillar sérstöðu vegna þess að þeim stýra  yngstu einstaklingarnir sem oft hafa hvorki þroska né kunnáttu til þess. En þeirra er ekki sökin.
Fullorðnir hafa séð um þessa lélegu kennslu og þeir hinir sömu sýna vítavert gáleysi gagnvart hjólunum í umferðinni. Og það merkilegasta við þetta allt saman er að það ber meira á þessu hér
á íslandi heldur en erlendis einfaldlega vegna þess að hér ríkja alltof mörg boð og bönn. Það er bannað að snerta skellinöðru fyrr en 15 ára aldri er náð. Það er hvergi til æfingasvæði fyrir hjól né
annað nema ef vera skyldi að einhver kallaði göturnar æfingasvæði. Það eru framleidd mótorhjól og vélsleðar fyrir krakka niður í um það bil 8 ára aldur. Þannig tæki er ekki hægt að flytja inn til Íslands með góðu móti og sá sem það myndi gera væri eflaust álitinn snargeggjaður. Reyndin er hins vegar sú að hjól og bílar eru nauðsynleg farartæki og því fyrr sem barnið fær að kynnast þeim, því betra. Erlendis eru barnamótorhjólin mjög vinsæl og er keppt á þeim í nokkrum aldurshópum. Það er stórfurðulegt að hjá annarri eins bílaþjóð skuli nöldurhóparnir hafa náð að drepa niður þessa byrjunarkennslu en afleiðing þess er einmitt það sem allir kvarta yfir, slysin. Farartæki eru nauðsynleg bæði sem hlutur til að koma fólki frá stað A til B og einnig til þess að njóta þeirra sem leikfangs eða jafnvel hálfgerðrar mublu.

TORFÆRUHJÓL
Undir þennan flokk teljast enduro, trial og móto-cross hjól. Þau síðasttöldu eru fyrir hinar frægu móto-cross keppnir sem fara fram á lokuðum erfiðum brautum. Hjólin eru létt, spræk og með geysilanga fjöðrun. Keppt er í fjórum stærðarflokkum: 50-125-250 og 500 cc. Trial hjól eru mestu torfæruhjólin. Gerð til að klöngrast hægt yfir hinar ótrúlegustu torfærur. Góður lágsnúningskraftur, hátt undir lægsta punkt og mjög létt. Hvorug þessara hjólgerða eru notuð óbreytt til götuaksturs. Enduro hjólin eru milligerð þessara tveggja keppnishjóla og eru hugsuð fyrir þá sem vilja bæði hjóla á götunni og utan vega.

ÞRÍHJÓL
Undir þennan hóp má telja mótorhjól með hliðarvagn svo og hina nýju gerð þríhjóla sem hafa mjög breið kubbadekk og komast léttilega yfir mýrlendi, snjó og aðrar torfærur. Fara inn á svið vélsleða en koma einnig að gagni á auðu landi. Auðveld í notkun og er vaxandi eftirspurn eftir þeim sem  vinnuþjarki fyrir bændur, fjölskylduleikfangi eða bara sem farartæki í öllum veðrum.

KVARTMÍLUHJÓL
Eru sérbyggð venjulega upp úr stærri götuhjólum. Vonandi verður þessi grein til þess að opna augu einhverra gagnvart mótorhjólinu og notkunarmöguleikum þeirra. Þau eru ekki eingöngu fyrir  kolvitlausa krakkaglanna. Og að endingu lesandi góður, næst þegar þú ekur fram á mótorhjól í umferðinni, hugsaðu hlýlega til ökumanns hjólsins.

BFÖ blaðið 12 árg. 1.4.1984