Jón S. Halldórsson |
SKELLINAÐRA
Þetta eru létt og meðfærileg hjól með 50 cc vél sem skilar ekki miklu afli, komast yfirleitt í um 60 km hraða. Það eru hins vegar margargerðir til af hjólum sem flokkast undir skellinöðru en það er sameiginlegt þeim öllum að vélin er ekki stærri en 50 rúmcentimetrar. Slík stærð getur þó skilað hestöflum alveg frá 1 og upp í ca. 15 sem þó er mjög sjaldgæft. Skellinaðra er til í götuhjóla, torfæru, búðarsnatt og keppnishjóla útgáfu. Kemur sem sagt inn á öll svið mótorhjóla en er bara minnkuð útgáfa. Hérlendis hafa notkunarmöguleikar hjóla ekki verið eins miklir og erlendis aðallega vegna veðursins, en upp á síðkastið hefur nokkrum gerðum fjölgað verulega og mætt mikilli andspyrnu fólks sem takmarkaða þekkingu hefur á hjólum og dæmt þau öll „stórhættuleg farartæki sem helst ætti að banna". Þetta er ekki réttlátt og er meiningin með þessari grein að skyggnast örlítið inn í frumskóg mótorhjóla og sýna fram á réttileika þeirra.
„Það er ekkert farartæki hættulegt, heldur hegðun einstaklingsins."
Á þetta við um flugvélar, bíla, báta,
hjól og alla aðra dauða hluti. Mótorhjól gæta hins vegar örlítillar sérstöðu vegna þess að þeim stýra yngstu einstaklingarnir sem oft hafa hvorki þroska né kunnáttu til þess. En þeirra er ekki sökin.
Fullorðnir hafa séð um þessa lélegu kennslu og þeir hinir sömu sýna vítavert gáleysi gagnvart hjólunum í umferðinni. Og það merkilegasta við þetta allt saman er að það ber meira á þessu hér
á íslandi heldur en erlendis einfaldlega vegna þess að hér ríkja alltof mörg boð og bönn. Það er bannað að snerta skellinöðru fyrr en 15 ára aldri er náð. Það er hvergi til æfingasvæði fyrir hjól né
TORFÆRUHJÓL
Undir þennan hóp má telja mótorhjól með hliðarvagn svo og hina nýju gerð þríhjóla sem hafa mjög breið kubbadekk og komast léttilega yfir mýrlendi, snjó og aðrar torfærur. Fara inn á svið vélsleða en koma einnig að gagni á auðu landi. Auðveld í notkun og er vaxandi eftirspurn eftir þeim sem vinnuþjarki fyrir bændur, fjölskylduleikfangi eða bara sem farartæki í öllum veðrum.
Eru sérbyggð venjulega upp úr stærri götuhjólum. Vonandi verður þessi grein til þess að opna augu einhverra gagnvart mótorhjólinu og notkunarmöguleikum þeirra. Þau eru ekki eingöngu fyrir kolvitlausa krakkaglanna. Og að endingu lesandi góður, næst þegar þú ekur fram á mótorhjól í umferðinni, hugsaðu hlýlega til ökumanns hjólsins.
BFÖ blaðið 12 árg. 1.4.1984