22.6.76

Þeir lágu yfir hjólinu í viku



„Við rifum alla aukahluti af hjólinu til þess að létta það, áður en við héldum i keppnina. Við vorum búnir að liggja yfir þvi í viku til þess að undirbúa okkur", sögðu þeir Haraldur Ingþórsson og Ásmundur Gunnlaugsson sem eiga mótorhjólið er sigraði í keppni mótorhjóla í sandspyrnukeppninni í fyrradag.


Þetta mótorhjól hafði yfirburði í sandspyrnukeppninni. Þrátt fyrir bilanir og örðugleika í viðbragðinu þeyttist hjólið framúr keppinautum sínum
Þetta hjól líktist engu þeirra hjóla sem þarna voru. Það var rétt eins og beinagrind við hliðina á hinum.
„Við fórum yfir allt hjólið og tókum burt alla þá hluti sem ekki þurftu nauðsynlega að vera á því til að komast brautina.
Við skiptum um stýri, kúplingu, stimpil, blöndung, kút og „hedd". Svo tókum við líka dekkin undan og settum gróf dekk sem gripa vel í sandinum. Núna er hjólið ekki nema 95 kiló en þegar það kom úr kassanum nýtt var það 119 kiló"
Áttuð þið von á að sigra? „Okkar hjól er ekki nema 350 cubic. Af því við vissum að Kawasaki 900 og önnur stór hjól myndu taka þátt áttum við von á að þau hirtu verðlaunin. Stóru hjólin hafa okkur alveg á malbiki. En okkar hafði betra grip í sandinum, gíraskiptingin er hagstæðari og svo vorum við líka búnir að undirbúa okkar hjól fyrir þessa keppni". EDG


14.7.75

Aftur í Tímann,,, Hringferð á Mótorhjólum 1975

Frændur á hringferð um landið 1975!

 Athugið að hringvegurinn var opnaður 14 júlí 1974 með opnun brúnna yfir Skeiðarársand !
Sennilega er þetta með fyrstu "hringferðum" um landið á mótorhjólum.
Mynd Sigmundur Einarsson
 af facebook