10.8.74

Sá stóran eldblossa úti á götunni'


Kviknaði í mótorhjóli og bíl við hörkuárekstur á Skúlagötu


Mér varð litið út um gluggann frá fangageymslunum á lögreglustöðinni, þegar ég sá allt í stóran eldblossa úti á Skúlagötu. Ég gerði strax aðvart, og við fórum í skyndi á staðinn á lögreglubilum."

Þetta sagði lögregluþjónn. sem blaðamenn Vísis hittu á Skúlagötu í gærdag, þegar lögreglan var að gera skýrslu um óhugnanlegan árekstur, sem varð á horni Vitastigs og Skúlagötu. Mótorhjól með ökumanni og farþega hafði ekið inn i hlið fólksbils, sem kom niður Vitastiginn og út á Skúlagötu. Mennirnir á hjólinu köstuðust 15 til 20 metra fram fyrir bílinn við áreksturinn, og slasaðist ökumaðurinn allmikið, en farþeginn eitthvað minna. 

Við áreksturinn kviknaði í mótorhjólinu, og brann það algjörlega. Einnig kviknaði í bílnum, en slökkviliðinu tókst að slökkva eldinn fljótlega eftir að það kom á staðinn. 

Eldblossinn, sem lögregluþjónninn sá, myndaðist þegar mótorhjólið rann aftur með fólksbílnum, eftir að hafa ekið í hlið hans framan til. Hjólið festist við bílinn aftast, og kviknaði um leið í því með miklum blossa. 

Eldurinn læsti sig einnig í bílinn, og unnu lögregluþjónar að þvi að bjarga farangri úr honum, sem var allmikill. Bíllinn er utan af landi. Hann brann allmikið aftan til.
Billinn kom akandi niður Vitastig og beygði til hægri út á Skúlagötu. Mótorhjólið kom þá aðvifandi og skall á bilnum. Framgjörðin lagðist alveg saman við áreksturinn, en djúp dæld myndaðist í bilinn.

Við þennan árekstur hefur fólksbíllinn farið yfir á vinstri vegarhelming Skúlagötunnar, því að hann rakst þar á bíl, sem kom á móti. Litlar skemmdir urðu hins vegar af þeim árekstri. 

Ökumaður fólksbilsins slasaðist litillega, hlaut nokkra skurði og skrámur.
 Farþeginn á mótorhjólinu var 12 ára gamall drengur. Hann slasaðist eitthvað minna en ökumaður hjólsins. Báðir voru fluttir á slysadeild, þar sem gert var að meiðslum þeirra.
Mótorhjólið brann gjörsamlega, og lágu plastbrettin á þeim í klessu utan á hjólinu, bráðin vegna hitans. 

Í viðtali við varðstjóra slysarannsóknadeildar lögreglunnar í gærdag, sagði hann, að slys af þessu tagi virtust því miður fullalgeng. Bílstjórar bera oft fyrir sig, að þeir hafi ekki séð vélhjól, þegar þeir aka í veg fyrir þau. 

Vélhjólamönnum hefur oft verið bent á það að aka með fullum ljósum, jafnt daga sem nætur, til að tryggja, að betur sé eftir þeim tekið í umferðinni. -

Ó H
Vísir 10.8.1974    

3.7.73

„Menn elska mótorhjólið sitt meira en bílinn sinn

Mótorhjólaeigendum fjölgar þessa daga


Enn þann dag i dag glenna menn upp augun, þegar þeir birtast á götunni á farartækjum sinum. Það er ekki oft, sem maður sér þá, en ekki er hægt annað en dást að þessum farartækjum, sem sum hver mætti kalla með réttu „mótor með tveimur hjólum".

Hverjir eru þeir menn, sem geta þeyst um á mótorhjólum í öllum þessum rigningum og kuldum, sem yfir okkur íslendinga ganga allan ársins hring.   Er ekki nógu kalt aðsetjast upp í óupphitaðan bilinn og sitja skjálfandi, þar til miðstöðin fer að hitna? 
    Á sunnudaginn var gáfu „mótorhjólagæjarnir" okkur tækifæri til þess að kynnast sjálfum sér örlítið, þvi þá fór fram keppni i torfæruakstri á mótorhjólum i sandgryfjunum i Kópavogi. 
   Yfir eitt þúsund manns komu til að fylgjast með aðförum þeirra, og sannast að segja voru menn hrifnir yfir þvi, hversu margar listir er hægt að leika ,á mótorhjólum. Að vísu voru ekki mörg hjól skráð til keppninnar, en þau gáfu býsna gott sýnishorn af hæfileikum hjólanna, og þeirra, sem þeim óku.
  Það var Mótorhjólaklúbbur Reykjavikur, sem stóð fyrir þessari keppni, en það er klúbbur um 50 mótorhjólaeigenda, sem allir eiga það sameignlegt að vera með algjöra mótorhjóladellu. Að vísu var ekki fullkomið skipulag á keppninni, enda ekki stofnað til hennar með miklum fyrirvara. 
   Þrautirnar i keppninni voru fólgnar i þvi að fara hring, þar sem ýmislegt þurfti að leysa af hendi, eins og að aka yfir djúpan og langan drullupoll, keyra upp sandbrekkur, stökkva fram af börðum og svo aka eftir holóttum troðningum, en á þeim veit aldrei neinn hvað kemur næst. Hver keppandi fékk að fara hringinn þrisvar sinnum, og sigraði sá,  sem hafði beztan tima, en það var Ómar Sveinbjörnsson, sem ók á Susuki 400 TS, en það er ný tegund af torfæruhjóli. Hann fór hringinn á minnst 2 minútum og 10 sekúndum, en þess má geta, að lengsti tími, sem fékkst, var tæplega 5 mlnútur.

„Allir sem stiga á mótorhjól, fá „delluna". 

„Menn sem komast einu sinni á svona farartæki fá svo að segja undantekningarlaust algjöra dellu", sagði Ómar, er við spjölluðum við hann og tvo aðra mótorhjólamenn eftir keppnina. 
„Torfæruhjólin eru langvinsælust af þeim mótorhjólum, sem hér fást, og núna í sumar hefur sala á mótorhjólum aukizt alveg ótrúlega, svo að það hefur aldrei verið eins mikið af þeim. Þessi hjól eru alls ekki ódýr, t.d. kostar meðalstórt hjól ekki minna en svona 150 þúsund krónur, en það hefur gert það að verkum að í mótorhjólaklúbbnum eru flestir yfir tvítugsaldri, þar sem yngri menn hafa ekki efni á þessu. Svo eiga margir mótorhjólaeigendur einnig bíla, og taka mótorhjólin oft ekki fram nema spari"
Þeir félagarnir sögðu að þvi færi fjarri, að þeir mótorhjólamenn, sem hér ækju, væru einskonar útgáfa af „Hells Angels", þ.e.a.s. flokka ribbalda, sem aka um vegina og misþyrma fólki. 

    „Þvert á móti eru svo að segja allir hinir mestu friðsemdarmenn og það er varla að þeir sem eru taugaóstyrkir taki upp á þvi að stríða löggunni. Það er ekki nema eitt tilfelli, sem við vitum um, þar sem hópur stóð i þvi að striða henni. En fyrst við erum að tala um lögreglu þá máttu láta þess getið, að við erum henni þakklátir fyrir að sjá um umferðarstjórnina meðan torfærukeppnin fór fram". 

Ökumenn svína á mótorhjólum

Við ræddum einnig lítillega um hvernig væri að hafa mótorhjól í umferðinni. Þeir félagar voru allir sammála um það, að ökumenn væru yfirleitt lítt tillitssamir við þá í umferðinni, þar sem þeir gera ekki mun á mótorhjólum og skellinöðrum, en auðvitað er mikill munur á hraða þessara farartækja og svo bremsuhæfni. 
„Það sem reynzt hefur okkur haldbezt er að hafa loftflautur, en við fáum ekki að nota þær. Hjólin eru ekki það mikil umfangs, að ökumenn taki almennt eftir þeim. Þetta hefur oftar en einu sinni næstum því valdið stórslysum. 
Þeir félagarnir vildu láta þess getið,. að sérhver mótorhjólseigandi væri velkominn í klúbbinn til þeirra, en hann hefur aðsetur við Nauthólsvíkurveg, og fundir eru á fimmtudagskvöldum. Að lokum voru þeir félagar spurðir að þvi, á hve mikinn hraða þeir hefðu komizt mest. Einn þeirra hafði komizt hraðast. 
„Ég komst einu sinni í akkúrat 200 kilómetra hraða á þeim margfræga Keflavíkurvegi, en slík hraðakeyrsla krefst mikillar einbeitingar, og þegar komið er svona hratt, þá dugar helzt ekkert nema kappakstursmótorhjól. 
En mundu að þú mátt alls ekki láta þessa getið". — ÓH  

Vísir 3.7.1973