13.8.72

Esja sigruð á mótorhjólum


Við sögðum fyrir skemmstu hér i þættinum, að hér á landi stunduðu menn ekki kappakstur sem íþróttagrein, eins og gert er i nágrannalöndum okkar i miklum mæli. 


Þetta var raunar ekki allur sannleikurinn, þvi hér hefur verið keppt i torfæruakstri, bæði á jeppum og mótorhjólum. Mótorhjólakeppni var i fyrsta sinn haldin hér á landi sl.l vor Hún var haldin i Krýsuvik, og það var Mótorhjólaklúbbur Reykjavikur sem stóð fyrir henni. Klúbburinn var stofnaður fyrir um tveimur árum, og er bundinn við, að vélarstærð hjólanna sé yfir 50 cc, en hjól með minni vél teljast „skellinöðrur". Það var formaður klúbbsins, Jón Sigurðsson, sem sigraði i keppninni, en samt er varla hægt að kalla hann Íslandsmeistara i vélhjólaakstri, þvi keppnin var eingöngu á milli innanfélagsmanna, og þar að auki var hún ekki auglýst með löglegum fyrirvara.
 Í klúbbnum eru 40 félagar, sem koma saman á fundi á vetrum til að ræða áhugamál sitt og skoða kvikmyndir um iþróttina. Þeir skipuleggja lika á þessum fundum sumarstarfið, sem var i sumar fyrrnefnd torfærukeppni, og mótorhjólaferðir um byggðir og óbyggðir.
 Um verzlunarmannahelgina fóru nokkrir félagar m.a. i Landmannalaugar, og i þeirri ferð hikuðu þeir ekki við að sundriða fararskjótunum i ánum. Efri myndirnar hér á siðunni tók Þórður Valdimarsson, sem varð þriðji á torfærukeppninni, þegar hann sigraði ásamt félaga sinum Ólafi Stefánssyni sjálfa Esjuna.
Þeir réðust til uppgöngu á tveimur torfæruhjólum af gerðinni Honda 350 Trail, búnum gaddakeðjum. Neðri myndina tók Þórður af sigurvegaranum i torfærukeppninni. Hann er þarna að fljúga af stökkpalli, sem settur var upp i brautinni.

Alþýðublaðið 13.08.1972
UMSJON: ÞORGRlMUR GESTSSON 

26.5.72

Lögreglan herðir vegaeftirlitið enn

Lögreglan á nú tiu vélhjól, en fjögur  eru
á leið til landsins. Þau nýju  eru eins og sum
 hin eldri af gerðinni  Harley-Davidson,
 og kostar hvert þeirra fullbiiið. kringum
430.000 krónu
r
.

- fékk fjögur ný vélhjól til viðbótar til að fylgjast með Vesturlandsveginum 


Lögreglan býr sig nú af kappi undir þjóðvegaakstur — jafnt almennings sem eigin manna. Í sumar mun lögreglan hafa sex bíla við eftirlitsstörf á þjóðvegum, en auk þeirra slangur af vél hjólum.

Dómsmálaráðherra beitti sér fyrir þvi nýlega, að lögreglan fékk fjögur ný vélhjól til sinna nota. Eru þau af gerðinni HarleyDavidson, eins og raunar flest vélhjól lögreglunnar. Hafa þessi hjól enda dugað vel, þau elztu sem nú eru i notkun hjá lögreglunni eru frá árinu 1958 og láta engan bilbug á sér finna.
„Þessi nýju vélhjól okkar verða i notkun mest á steypta vegarspottanum frá Elliðaám og upp að úlfarsá (Korpu)", sagði Óskar Ólason yfirlögregluþjónn i samtali við Vísi, „það er nefnilega hætt við að menn kunni sér ekki læti og spretti um of úr spori við að koma á svo góðan veg — sem ranglega hefur verið kallaður hraðbraut. Þetta hraðbrautarnafn er mjög villandi — menn halda að takmarkaður hraði sé þarna leyfilegur, en þvi fer fjarri, enda vegurinn mjór og umferð um hann þung."
Og væntanlega þora menn ekki að aka svo mjög hratt, vitandi af leðurbúnum lögreglukappa, þeysandi fram og aftur um veginn á nýju hjóli frá Ólafi Jóhannessyni.
- GG
Vísir 26.05.1972