26.5.72

Lögreglan herðir vegaeftirlitið enn

Lögreglan á nú tiu vélhjól, en fjögur  eru
á leið til landsins. Þau nýju  eru eins og sum
 hin eldri af gerðinni  Harley-Davidson,
 og kostar hvert þeirra fullbiiið. kringum
430.000 krónu
r
.

- fékk fjögur ný vélhjól til viðbótar til að fylgjast með Vesturlandsveginum 


Lögreglan býr sig nú af kappi undir þjóðvegaakstur — jafnt almennings sem eigin manna. Í sumar mun lögreglan hafa sex bíla við eftirlitsstörf á þjóðvegum, en auk þeirra slangur af vél hjólum.

Dómsmálaráðherra beitti sér fyrir þvi nýlega, að lögreglan fékk fjögur ný vélhjól til sinna nota. Eru þau af gerðinni HarleyDavidson, eins og raunar flest vélhjól lögreglunnar. Hafa þessi hjól enda dugað vel, þau elztu sem nú eru i notkun hjá lögreglunni eru frá árinu 1958 og láta engan bilbug á sér finna.
„Þessi nýju vélhjól okkar verða i notkun mest á steypta vegarspottanum frá Elliðaám og upp að úlfarsá (Korpu)", sagði Óskar Ólason yfirlögregluþjónn i samtali við Vísi, „það er nefnilega hætt við að menn kunni sér ekki læti og spretti um of úr spori við að koma á svo góðan veg — sem ranglega hefur verið kallaður hraðbraut. Þetta hraðbrautarnafn er mjög villandi — menn halda að takmarkaður hraði sé þarna leyfilegur, en þvi fer fjarri, enda vegurinn mjór og umferð um hann þung."
Og væntanlega þora menn ekki að aka svo mjög hratt, vitandi af leðurbúnum lögreglukappa, þeysandi fram og aftur um veginn á nýju hjóli frá Ólafi Jóhannessyni.
- GG
Vísir 26.05.1972

9.12.70

Elding 5 ára (1965)


Hér sýnir einn piltana listir sýnar

 Vélhjólaklúbburinn Elding 5 áraÍ GAMLA Golfskálanum á Öskjuhlíðinni er margskonar starfsemi til húsa. Þar hafa t.d. tveir klúbbar aðsetur sitt, Bílaklúbburinn og Vélhjólaklúbburinn Elding, sem um þessar mundir heldur hátíðlegt 5 ára starfsafmæli sitt. 

  Í Golfskálanum hafa piltarnir í Eldingunni ágæta aðstöðu og þar  halda þeir sína vikulegu klúbbfundi og hafa þar eigið verkstæði, sem opið er fjórum sinnum í viku fyrir klúbbmeðlimi.
   Fyrir réttri viku hélt klúbburinn hátíðlegt 5 ára afmæli sitt með fundi og veizluhaldi í gamla Golfskálanum. Þar rakti Jón Pálsson tildrögin að stofnun þessa klúbbar, og Sigurður E. Ágústsson varðstjóri rifjaði upp ýmis atriði í sögu klúbbsins. Síðan var sýnd kvikmynd um vélhjólaakstur á reynslubrautum. 55 unglingar mættu á þessum klúbbfundi og fór hann hið prýðilegasta fram.
Nokkrir piltar úr Eldingunni
  Tildrögin að stofnun klúbbsins voru þau, samkvæmt frásögun Jóns Pálssonar, að fyrir um það bil fimm árum varð unglingur hér í borg fyrir bifreið, en unglingur þessi var á vélhjóli. Í tilefni af því barst Jóni Pálssyni fyrirspurn í tómstundaþáttinn varðandi þetta slys. Urðu málalok þau að Vélhjólaklúbburinn Elding var stofnaður og hefur frá upphafi átt miklu fylgi að fagna meðal pilta á aldrinum 15—17 ára.
  Á þessum sama fundi færði framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs, Reynir Karlsson, klúbbnum peningagjöf, 3000 krónur og innflytjandi Hondu-vélhjólanna Gunnar Bernhard færði þeim verkfærasett, sem vafalaust hefur komið í góðar þarfir.
Fréttamaður blaðsins gerði sér ferð upp að Golfskálanum gamla fyrir nokkrum dögum og forvitnaðist um starfsemi klúbbsins. Þar voru staddir nokkrir vaskir drengir með hjálma og íklæddir leðurjökkum, en það mun vera einkennisbúningur þeirra. Þarna var einnig staddur formaður þessa klúbbs, Jón Snorrason, 16 ára gamall, og svarði hann nokkrum spurningum varðandi starfsemina.
Hjólin lagfærð og smurð

— Farið þið ekki oft í ferðalög út fyrir borgina? 
— Jú, við höfum farið út á Reykjanes nokkrum sinnum og eitt sinn brugðum við okkur til Hvitárvatns. Einnig förum við oft í Rauðhólana. Það er líklega vinsælasti staðurinn.
 — Hvaða vélhjólategund er vinsælust meðal piltanna hér? 
— Ætli það sé ekki Honda. Hún nær mestum hraða, þótt það sé enganveginn stærsti kosturinn, en þau hjól, sem nú eru flutt inn ná ekki miklum hraða og eru til tafar í umferðinni. Auk. þess hefur Honda þann stóra kost, að hún verður ekki hálfónýt á einu ári, eins og þau hjól, sem inn eru flutt, en ég vil gjarnan taka það fram, að allskonar höft eru á innflutningi vélhjóla. Við höfum gert okkar bezta með aðstoð ýmissa manna til að fá úr þessu bætt, en því er ekki sinnt. Það litla, sem inn er flutt af vélhjólum er yfirleitt mjög lélegt.

Morgunblaðið
 9.12.1965

5.10.70

VÉLHJOLAKLUBBURINN ELDING 7 ára (1967)

VÉHJÓLAKLÚBBURINN Elding, verður 7 ára í nóv. Nk. 

Á laugardaginn kemur kl, 2, efnir .klúubburinn í fyrsta sinn til góðaksturskeppni. Verður keppt um farandbilkar, sem Hagtrygging gaf klúbbnun og er öllum vélhjólaeigendum heimil þátttaka.
Á fundi Eldingar í kvöld verður kort af keppnissvæðinu og
veittar nánari upplýsingar. í fundarlok er fræðslukvikmynd um.
vélhjól og. fL
5. OKT. 1967 morgunblaðið

7.9.70

Lögregluþjónn slasaðist lífshættulega í gær (1967)

ALVARLEGT umferðarslys varð um kl. 9.30 í gærkveldi, er árekstur varð milli lögreglu þjóns á vélhjóli og jeppabíls á Hringbrautinni. 

 Slysið varð með þeim hætti að lögreglumaðurinn á vélhjólinu var á leið vestur Hringbraut og beygði yfir gatnamótin við Njarðargötu og ætlaði upp hana. I sömu svifum bar að Austin Gipsy jeppa suður Njarðarigötu og beygir til hægri, yfir á syðri akbraut Hringbrautar í veg fyrir vélhjólið. Lenti það á vinstri hlið jeppans og varð mjög har'ur árekstur. Kastaðist lögreglumaðurinn af hjólinu og slasaðist lífshættulega. Var hann fluttur strax í Landakotsspítala. Lögreglan vildi ekki gefa nafn 1ögregluþjónsins upp. Rannsókn málsins var á byrjunarstigi.


Morgunblaðið 
7.sept 1967

12.8.70

Japanir fara fram úr! (1961)

Sigurvegarinn í mótorhjólakeppninni
Mike Hailwood á Honda

Bretar ekki lengur samkeppnisfærir.

Japanir voru alræmdir fyrir það fyrr á árum, að þeir stældu ýmiskonar iðnaðarframleiðslu annarra landa og seldu hana síðan á undirverði á heimsmarkaðnum. Fyrir slíka hugmyndaþjófnaði urðu þeir óvinsælir á Vesturlöndum og eimir enn eftir af því að japanskar vörur eru taldar slæm eftirlíking á framleiðslu annarra þjóða. Á síðustu árum hefur þó orðið veruleg breyting á þessu. Samtök hins japanska iðnaðar beittu sér fyrir því að mannorð iðnaðarins yrði hreinsað. Síðan hafa Japanir varið meiru fé en flestar aðrar þjóðir til inðaðarrannsókna. Afleiðingin hefur orðið sú, að þeir þurfa nú ekki lengur að stæla framleiðslu annarra, eru sjálfir komnir fram úr vestrænum þjóðum á ýmsum sviðum.

Þessi staðreynd kom m. a. í ljós nýlega í hinni alþjóðlegu mótorhjólakeppni sem fram fer árlega á eynni Mön í írlandshafi. Í þessari keppni urðu japönsk mótorhjól af svonefndri Honda gerð í fyrstu fimm sætunum,  bæði 125 og 250 cc flokkunum. Þetta er í þriðja skiptið sem Japanir taka þátt í
mótorhjólakeppninni á Mön og vakti þessi fimmfaldi sigur þeirra því hina mestu furðu.
    Brezku mótorhjólaframleiðendurnir urðu sem þrumu lostnir yfir þessu. Fram til þessa höfðu þeir
ímyndað sér, að japönsk mótorhjól væru lítið annað en léleg eftirlíking á Harley Davidson og öðrum  brezkum mótorhjólum. En nú keyptu brezku fyrirtækin nokkur japönsk mótorhjól, fóru með þau í verksmiðjur sínar, og skrúfuðu þau sundur til að athuga byggingu þeirra.
Þeir urðu enn meira undrandi er þeir sáu byggingu mótorhjólsins. Hún var ekki eftirlíking af neinu vestrænu, heldur. byggð á algerlega nýjum hugmyndum og það mjög góðum hugmyndum. Og nú eru menn farnir að velta því fyrir sér, hvort brezku mótorhjóla-framleiðendurnir neyðist ekki til að fara að stæla hina japönsku framleiðslu.
     En þá kemur upp annað vandamál.
— Hvers vegna eru Japanir farnir að taka þátt í keppnismóti í Bretlandi? — Skýringin er augljós, það er vegna þess, að þeir hugsa sér að komast inn á brezka markaðinn og Evrópu-markaðinn með mótorhjól sín.
   Bretum mun koma það spænskt fyrir sjónir, ef Japanir ætla að fara að keppa á markaðnum heima í Englandi, því að þeir hafa jafnan litið svo á, að þeir sjálfir stæðu allra þjóða fremst í framleiðslu mótorhjóla.
   En tölurnar tala öðru máli. Japanir hafa farið langt fram úr Bretum í framleiðslu mótorhjóla. Árið 1960 framleiddu Bretar 160 þúsund mótorhjól. En á þessu sama ári framleiddu Japanir 1,3 milljónir mótorhjóla.
Eitt einasta fyrirtæki í Japan, Honda, sem smíðaði mótorhjólin er urðu svo sigursæl á Mön, framleiðir fjórum sinnum fleiri mótorhjól en öll framleiðsla Breta er.
   Og nú er svo komið, að mótorhjólamarkaðurinn í Japan er að fyllast, enda þótt íbúatalan sé 96 milljónir. En verksmiðjurnar vilja halda áfram að auka framleiðsluna og bezta leiðin til þess er að flytja út. Árið 1959 fluttu þeir út 25 þúsund mótorhjól og á s.l. ári 75 þúsund. Nú leitast þeir við að margfalda útflutninginn. Þeir eru sem óðast að þrýsta sérinn á markaðina í öllum Asíulöndum, í Afríku og Evrópu. Og nú stefnir óðum að því að brezka mótorhjólaframleiðslan er algerlega ósamkeppnishæf. Japanir eru að taka allan markað frá henni með fullkomnari og ódýrari mótorhjólum.

Vísir
12.08.1961 

30.6.70

(Úrdráttur úr grein um m.a Bifhjólaklúbbinn Elding árið 1966

Vélhjólaklúbburinn Elding
í ferðalagi á Krísuvíkurbjargi
Við höfum líka til umráða Golfskálann á Öskjuhlíð, og þar hafa t.d. aðalbækistöð sína vélhjólaklúbburinn Elding og Bifreiðaklúbbur Reykjavíkur. Vélhjólaklúbbur inn Elding var stofnaður 1960 og hann kemur saman á miðvikudagskvöldum og heldur þá fræðslu- og skemmtifundi, en á verkstæði klúbbsins geta félagar unnið að viðgerðum hjóla sinna flest kvöld vikunnar. Það er rétt að geta þess, að nýlega hefur orðið að samkomulagi við lögreglustjórann í Reykjavík, að það verði skilyrði fyrir ökuprófi á vélhjóli, að hafa sótt námskeið í umferðarreglum og meðferð vélhjóla hjá vélhjólaklúbbnum Eldingu. Innritun á þau námskeið fer fram daglega kl. 2—8 síðdegis hér og á fundum klúbbsins. Áður var þetta mjög laust, strákar gátu farið niður eftir og fengið skírteini sem hjóleigendur og aikendur, en vitaskuld er þeim ekfci slður nauðsyn en bfls^örura aB kunna að aka eftir "dllum umferðarreglum.
Tíminn 
30.6.1966

20.6.70

Bjargar „fíber"- hjálmurínn lífí hans (1962)


Í morgun um klukkan 9 varð alvarlegt bifreiðaslys á Suðurlandsbraut móts við skrifstofubyggíngu   H. Ben. & Co., en þar varð hörkuárekstur milil bifreiðar og vespu-bifhjóls, og er talið næsta líklegt að bifhjólamaðurinn hefði látið Iífið á stundinni ef hann hefði ekki yeríð með hjálm á höfði. 
Eftir því sem lögreglan tjáði Vísi í morgun ar þetta þannig að, að maður að nafni Kristinn Helgason til  heimilis að Básenda 14 var á leið vestur Suðurlandsbraut á vespu-bifhjóli. Þegar hann var um
það bil að komast að mörkum Suðurlandsbrautar og Laugavegar, eða móts við hús nr. 4 við fyrrnefnda götu er Willys-Station bíll ekið þar þvert út á götuna og beint í veg fyrir manninn á bifhjólinu. Skipti það engum togum að bifhjólið lenti á vélarhúsi bílsins með þeim afleiðingum að sá sem á hjólinu var kastaðist í loft upp, yfir vélarhúsið án þess að koma við það og mun hafa flogið í loftinu um 10 metra unz hann skall niður á götuna. Sjúkrabíll og lögregla komu strax á vettvang og var Kristinn fluttur fyrst á slysavarðstofuna og að því búnu í Landakotsspítala, þar eð grunur leikur á að um höfuðkúpubrot kunni að vera að ræða. Var höggið svo mikið að stór dæld kom í hjálminn sem bifhjólsmaðurinn hafði á höfðinu og telur lögreglan nær óhugsandi, að Kristinn væri í tölu lifanda  manna nú ef hann hefði ekki haft hjálminn á höfðinu. Ekki varð þess vart við athugun á slysavarðstofunni að Kristinn væri brotinn, nema — og eins og að framan segir -  að grunur leikur á höfuðkúpubroti vegna einkenna sem komu fram á blæðingu. Var hann því strax fluttur í Landa  kotsspítala þar sem nánari rannsökn fer fram á meiðslum hans. Ökumaður bifreiðarinnar sem ók
í veg fyrir Kristin, kvaðst hafa séð til ferða hans áður en hann fór út á götuna. Telur hann að Kristinn hafi þá verið í það mikilli fjarlægð að sér hafi verið óhætt að fara út á götuna áður en hann bæri að, Kristinn hljóti því að hafa verið á mikilli ferð. Vespa Kristins er mikið skemmd eftir áreksturinn, en bíllinn lítið sem ekki.
Vísir 20.06.1962