15.1.21

Ættfræði gamalla mótorhjóla

 

Harley-Davidson á Íslandi í rúm 100 ár:

– Njáll Gunnlaugsson blaðamaður kallar eftir aðstoð lesenda vegna bókarskrifa

Njáll Gunnlaugsson, blaðamaður og ökukennari, er um þessar mundir að skrifa um sögu Harley-Davidson mótorhjóla á Íslandi. Hann hefur áður skrifað bókina „Þá riðu hetjur um héröð – 100 ára saga mótorhjólsins á Íslandi“ sem kom út árið 2005 og er þessi bók annað bindi í þeirri ritröð.

Saga Harley-Davidson á Íslandi hófst snemma en fyrstu hjólin sem hingað komu voru af 1917 árgerð. „Mér líður dálítið eins og ættfræðingi í þessu verkefni því að oft þarf að finna út úr því hver átti hjólið á hvaða tíma og bera saman við myndir sem til eru af hjólunum,“ segir Njáll um bókarsmíðina

ókarsmíðina. „Tökum til dæmis myndina með greininni, sem sýnir fjóra menn á Harley-Davidson 1929- 31 árgerð. Elsta mótorhjólið má þekkja af tvöföldu framljósunum en myndina tók Gissur Erasmusson rafvirki sem átti tvö HarleyDavidson mótorhjól fyrir stríð. Gissur lést 1941 og átti R-93 hjólið þegar það var með númerið RE-93. Það hjól seldi hann í ágúst 1937. RE-472 er einnig á myndinni en það númer var á hjólinu meðan Guðni Sigurbjarnason járnsmiður átti það, en hann seldi það 1938,“ segir Njáll um eigendur hjólanna á myndinni.

Nánast ekkert eftir

„Ég ákvað að setjast niður og skoða hversu mikið efni ég ætti til um Harley-Davidson þegar COVID-19 skall á okkur og ég neyddist til að fara í kennsluhlé frá ökukennslunni. Ég byrjaði á að taka saman hvað ég ætti til um hjól frá því fyrir seinni heimsstyrjöldina og þá kom í ljós að ég var með skráningar um flest þeirra og myndir af meira en helmingi þeirra.“

Leitin að heimildum um hjólin hefur leitt Njál víða og í sumar kom í ljós að skráning á fyrsta Harley-Davidson lögregluhjóli Íslands leyndist í Danmörku. Hjólið fannst að lokum en reyndist þá svo mikið breytt að nánast ekkert var eftir af upprunalega hjólinu. „Við komumst þó að því að mótorinn var í hjólinu fyrir um það bil þremur árum síðan og höfum ekki gefið upp alla von um að hann muni finnast. Eins er verið að rekja slóð annars Harley-Davidson lögregluhjóls sem var af 1955 árgerð, en það var selt til Danmerkur kringum 1970. Það hjól er af 1955 árgerð og er upprunalegt en það var nýlega selt til Þýskalands.“

Óskar eftir upplýsingum

Það er nú einu sinni þannig með söguna að alltaf er að bætast við hana og til þess að bókin verði betri vill Njáll auglýsa eftir öllu því sem tengst getur sögu Harley-Davidson mótorhjóla á Íslandi. 

„Það er alveg sama hvað það er, myndir, sögur, þess vegna hlutir úr gömlum Harley-Davidson mótorhjólum. Eflaust hafa mörg þeirra verið seld úr landi og þá mörg hver til Danmerkur. Um 40 hjól komu hér fyrir stríð svo vitað sé og ég hef aðeins náð að finna leifar af fimm þeirra. Sum þeirra voru á skrá þar til á sjötta eða sjöunda áratugnum og gætu leynst hér enn þá.“ 

Þeir sem vilja hafa samband við Njál með upplýsingar um sögu Harley-Davidson er bent á að skrifa honum tölvupóst á njall@adalbraut. is eða að hringja í síma 898-3223. Áætlað er að bókin komi út haustið 2021 ef allt gengur eftir. /VH 

Bændablaðið  jan 2020

13.1.21

Hurð komin í Tíuherbergið á Safninu

 Mótorhjólasafn Íslands er glæsilegt hús án því er enginn vafi.  En húsið er langt því frá að vera fullklárað. Einn fjórði af húsnæðinu hefur ekki verið fullkárað enda er ekki ókeypis að byggja.


Safnið fékk notaða hurð að gjöf frá Háskólanum á Akureyri með hurðakarmi og gluggum og fékk hurðin því nýjan tilgang.
Hurðin leysir af hólmi ljótri bráðabirgða harmonikku
 hurð sem sést einnig á myndunum.     (Sigurður Smiður.)
 
Hurðin passaði auðvitað ekki nákvæmlega í hurðagatið á Tíuherberginu, en með talsvert miklum breytingum þar sem áður var efri gluggi var efnið nýtt til að breikka hliðarglugga og láta hurðarstykkið passa í gatið.

Verkið var gert af  Sigurður Halmann Egilsson smið og Tómasi Jóhannsyni  og er ekki hægt að segja annað en að vel hafi tekist til.
En nú þarf bara að setja snyrtileg gler í nýju hurðina. 

Stefnt er á að setja parkett á gólfið og ætlar Tían og safnið í sameiningu að leggja það og eftir það verður Tíuherbergið orðið glæsilegur fundarsalur. 

Frábært verk strákar..



Ævintýraferð til Ekvador (3.Kafli)

Ferðasaga á mótorhjóli
Þriðji kafli.
Eftir Ragnar Hólm Gunnarsson 

Silfureyja

9. júní

Þegar ég leit út um gluggann á herberginu um morguninn sá ég bát í flæðarmálinu og fullt af fuglum í kring, stórum kvikindum, og fólk að bjástra við eitthvað. Það var sem sagt löndun í gangi. Þetta var svolítið öðruvísi en maður á að venjast, því báturinn var opinn, þó með mótor, og fisknum var mokað upp í kassa sem þeir báru svo á öxlunum inn í flutningabíl sem var á ströndinni. Tveir héldu bátnum og tveir báru sjó í bala upp í bílinn. Svo var þarna lítil ísframleiðsla í gám við hliðina á hostelinu. Gaman að sjá þetta svona í aksjón.


En ég skellti mér svo í skoðunarferð á silfureyju (Isla de la plata). Á leiðinni út í eyjuna, sem er 42 km frá landi og því góð klukkutíma bátsferð, rákumst við á höfrunga sem voru svo vinsamegir að stilla sér upp fyrir myndatöku 😁🐬. Á þessari eyju er hægt að komast í návígi við sérstaka bláfætta fugla og eyjan er líklega frægust fyrir þá. Þeir kölluðu þá "Blue footed boobies"😆👣. Við fórum í tveggja og hálfs tíma göngutúr um eyjuna með leiðsögn og fengum ýmsan fróðleik, eins og þann að ávextirnir af kaktus um inniheldur metamfetamín í litlu magni, en

Agndofa yfir Íslendingum



 „ Geggjað að sjá hversu margir hjálpa einhverjum sem þeir þekkja ekki“

Þýskur ferðamaður eyddi drjúgum hluta af sumarfríi sínu á síðasta ári að ferðast um Ísland á eigin mótorhjóli sem hann flutti til landsins. Hann varð þó fyrir því óláni undir lok ferðarinnar að hjólinu var stolið úr bílakjallara hótels sem hann dvaldi á og voru þó góð ráð dýr.

Þjófnaðurinn barst þá til eyrna Hjólhestahvíslarans, Bjartmars Leóssonar, sem hefur vakið þjóðarathygli fyrir baráttu sína við að endurheimta stolinn hjól. Bjartmar auglýsti stuldinn þegar í stað á Facebook og setti af stað átak til þess að finna hjól þýska ferðamannsins.

Viðtökurnar voru miklar. Alls var auglýsingu Bjartmars eftir hjólinu deilt 1.700 sinnum á nokkrum dögum og hvíslaranum fóru að berast ábendingar um stuldinn. Að lokum fannst hjólið, degi áður en hans átti bókað far af landi brott, og urðu fagnaðarfundir þegar Bjartmar og Þjóðverjinn hittust loks á lögreglustöðinni.

Flaug sá þýski síðan af landi brott daginn áður en þá hafði Bjartmar boðist til þess að skila hjólinu til Samskipa sama dag þar sem Þjóðverjinn hafði bókað flutning á hjólinu til heimalandsins.

Allur þessi rússíbani átti sér stað í ágúst síðastliðnum. Greinilegt er að hjálpsemi Bjartmars og Íslendinga er Þjóðverjanum enn hugleikinn. Hann birti færslu á þýsku á Facebook, undir notendanafninu Haus Nummernschild, á-síðunni „Hjóladót Tapað, fundið eða stolið“ þar sem hann þakkaði Bjartmari sérstaklega fyrir hjálpina og birti mynd af þeim félögum með hjólið forláta. Þá þakkaði hann einnig öllum þeim sem að lögðu það á sig að deila færslunni um hjólið og stuðla þannig að fundi þess.

„Það var geggjað að sjá hversu margir hjálpa einhverjum sem þeir þekkja ekki einu sinni,“ skrifaði Þjóðverinn hrærður. Hjólhestahvíslarinn tók undir kveðjuna og sagðist ennfá gæsahúð við að hugsa til þessara daga.

12.01.2021

12.1.21

BMW mótorhjól ekki ábyrgt fyrir 20 mánaða standpínu

BMW mótorhjólaframleiðandinn hefur aftur unnið í máli sem áfrýjað var vegna mótorhjóls sem átti að hafa valdið því að eigandi þess fékk standpínu sem entist í næstum tvö ár. 

Henry Wolf hélt því fram að BMW K 100 RS hjól hans sem útbúið var með Corbin sæti, hafi valdið þessari sannkölluðu standpínu eftir fjögurra klukkustunda mótorhjólaferð í september árið 2010.

Málið var fyrst höfðað fyrir hæstarétti Kaliforníufylkis í apríl árið 2012 og í málshöfðuninni var því haldið fram að hrukkótt sætið hefði valdið langtíma holdrisi. Wolf vildi bætur vegna vinnumissis, lækniskostnaðar og andlegs álags sem ástandið skapaði.

Málinu var vísað frá í fyrra af dómaranum James J. McBride vegna ónógra sönnunargagna en Wolf áfrýjaði eins og áður sagði. Núna voru það hins vegar þrír dómarar sem að höfnuðu málinu eftir nánari skoðun á sönnunargögnum, meðal annars Doppler gegnumlýsingarskoðun.

Rétturinn samþykkti vitnisburð þvagfæralæknisins Jack McAninch um að Wolf þjáðist af krónískri standpínu en hafnaði vitnisburði taugalæknisins Jonathan Rutchik að titringur í mótorhjólinu hefði getað orðið þess valdandi. Wolf þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað sem hleypur á tugum þúsunda dollara.

Þessi skemmtilega frétt var fengin af vefnum bifhjol.is






Ævintýraferð til Ekvador (2 Kafli)

 Ferðasaga á mótorhjóli.

Annar kafli

Eftir Ragnar Hólm Gunnarsson

2. júní

Fruithaven og nágrenni

Fruithaven er félagsskapur fólks sem er hrávegan eða aðhyllist skylt mataræði. Matti er t.d. frutarian og borðar nánast eingöngu ávexti. Félagsskapurinn skipuleggur uppkaup á landi sem hefur verið rutt til akruyrkju og ræktar upp ávaxtaskóga. Landinu er skipt upp í svæði sem fá númer, t.d. erum við staddir á Fruithaven I en verið fleiri samsvarandi svæði eru í uppbyggingu. Hverju svæði er svo skipt upp í skika þar sem er samfélagssvæði og skikar fyrir einstaklinga. Á samfélagssvæðinu er aðstaða er fyrir ræktun græðlinga og þessháttar auk svæðis til ræktunar í þágu samfélagsins. Þar er einnig samfélagshús þar sem sjálfboðaliðar geta fengið herbergi til að búa í.


Ég hóf daginn á göngutúr um svæðið á meðan Matti fór í gegn um morgunrútínuna sína og hér koma nokkrar myndir af svæðinu. Samfélagshúsið er á myndinni fyrir neðan.

Í dag var stefnan tekin á ávaxtamarkaðina í Gualaquiza og El Pangui. Fyrsta mál á dagskrá var að koma hjólinu aftur yfir hengibrúnna. Það er ekki heiglum hent að keyra svona tryllitæki á þessum blautu og hálu moldarstígum og svo var að koma græjunni upp á brúna. Ég hélt að það yrði ekkert mál, en bleytan var til vandræða.

11.1.21

Ævintýraferð til Ekvador

 Ferðasaga á mótorhjóli.

Fyrsti kafli

Eftir Ragnar Hólm Gunnarsson

Ég ákvað á vormánuðum 2019 að heimsækja frumburðinn sem býr í Ekvador og nota tækifærið og skoða þessar framandi slóðir í leiðinni. Þegar sú ákvörðun hafði verið tekin hófst undirbúningur. Margt var skoðað og pælt en á endanum varð sá ferðamáti ofan á, sem ég hef alltaf verið spenntur fyrir, að vera á mótorhjóli.

______________________________________________________________

Undirbúningurinn

Mars, apríl og maí.

Það er að mörgu að huga þegar ferðast er til framandi landa. Það þarf að verja sig fyrir landlægum sjúkdómum og slíku og ég fór því í viðeigandi sprautur. Svo er að skipuleggja ferðalagið og ákveða ferðamáta. Ég skoðaði ótal youtube myndbönd um ferðalög í landinu og mér varð fljótlega ljóst hvaða ferðamáti höfðaði mest til mín. Það var bara himinn og haf á milli þess að horfa á þessar ferðalýsingar í rútum og bílum annarsvegar og á mótorhjólum hins vegar. Ég ákvað því að setja mig í samband við mótorhjólaleigur sem sjá um að skipuleggja mótorhjólaferðir í landinu. Ég endaði á að velja aðra af tveimur sem voru geinilega með mikla reynslu af svona ferðum og bjóða upp á bæði ferðir með leiðsögumanni og einnig ferðir þar sem ökumenn fá fyrirfram ákveðna leiðarlýsingu í GPS og öll gisting pöntuð fyrirfram. Hjólinu fylgdi sérstakur neyðarsími þar sem hægt var að hafa samband við einhvern hjá leigunni allan sólarhringinn ef á þyrfti að halda. Ég vildi þó ekki binda mig við fast ferðaplan allan tímann þannig að ég samdi við þá að þeir skipulegðu ferðina fyrstu þrjá dagana og ég sæi svo um restina sjálfur.


Ég hafði sem ákveðið að ferðamátinn í Ekvador yrði mótorhjól, en það var aðeins einn galli á þeirri ákvörðun. Ég var ekki með mótorhjólapróf. Ég setti mig því í samband við kennara í mars og fékk þær upplýsingar að verkleg kennsla á mótorhjól hæfist ekki fyrr en í maí. Ég gæti hins vegar tekið bóklega námið og námskeið væru aðgengileg á netinu. Þegar ég sagði kennaranum frá áformum mínum sagði hann að við yrðum þá að drífa þetta af sem fyrst eftir að kennsla hæfist því það tæki allt að þrjár vikur að fá ökuskírteini!


Ökunámið gekk hratt og vel. Strax eftir prófið dreif ég mig og sótti um skírteini til að þurfa nú ekki að vera með bráðabirgðaskírteini á ferðalaginu. Ég var eitthvað að spyrjast fyrir um afgreiðslutímann þegar sú sem afgreiddi mig upplýsti mig um að