9.7.19

Hjóladagar Tíunnar (Dagskrá)

Tían Bifhjólaklúbbur
Norðuramts kynnir

Dagskrá Hjóladaga 19-20 júlí

Við byrjum Hjóladaga að þessu sinni á Keppnissvæði Bílaklúbbs Akureyrar.
Þar ætlum við að hafa leikdag í því formi að allir gera láti reyna á getu sína í að spyrna hjólinu sínu á keppnisljósum.
Allir að skrá sig þetta er aðalega til gamans gert og samt pínu alvara því þetta er roslega góð æfing á getu þína og um leið góð æfing í að kynnast hjólinu þínu og getu þess.
Margir flokkar hvort sem þú er á hippa eða racer nú eða alger byrjandi þá eru flokkur fyrir byrjendur..

Á eftir þá grillum við og og tjúttum eitthvað á staðnum kannski með lifandi tónlist fram á nótt í klúbbhúsnæði B.A.
Skráið ykkur í ljósaæfinguna hér í tenglinum að neðan , um að gera að prófa og vera með. ( Athugið Dagskráin er hér fyrir neðan í sjá nánar)

Á Laugardeginum byrjum við kl 12:00 Á Ráðhústorgi. Þar safnast hjólafólk saman á mótorhjólunum sínum og fer svo í hópkeyrslu um bæinn sem endar á Mótorhjólasafninu sem að sjálfsögðu verður opið.
Við verðum þar með Hoppukastala fyrir börnin.
Hjólaleikar og þrautir.
og sitthvað meira....


Dagskrá Hjóladaga :

FÖSTUDAGUR 19 Júlí...

KL 20:00
LEIKDAGUR.....
HJÓLASPYRNA “ATH MÆTING KEPPENDA ER KL 18:00
TÍMATAKA KL 19:00

Skráning í æfingarspyrnuna er hér

kl 21-23 Grillað og með því
23:00-02:00 lifandi tónlist ,,, og fjör í BA húsnæðinu þar til farið verður á pöbbarölt

Laugardagur 20 júlí

Safnið verður opið 10-17
12:00 Söfnumst saman á Ráðhústorgi og förum í Hópkeyrslu 12:30 sem endar á Mótorhjólasafninu

13:00  Dagskrá Tíunnar hefst við Mótorhjólasafn
Hoppukastali fyrir börnin.
Hjóladagaleikar
Hjólaþrautir...
Vörukynningar..
Vöfflur sem Tían sér um.

17:00-20 Steikhúsferð á T-bone Steikhouse fyrir þá sem vilja...
Tilboð fyrir hjólafólk  Pantanir hjá Siggu Formanni 6611060

Val um 200gr nautalund eða Rib eye 350gr með grilluðu grænmeti, smælki og bernaise sosu a 3990kr .
Svo 150gr bbq hamborgara með karmeluðum lauk, beikoni, salati og frönskum  2790kr .
Einnig bjor a dælu á 750kr og vínglas a 1000kr. 
Svo annars 10% afslátt af öllu öðru.

20:30 Hljómsveitin “Magnús og með því” stígur á stokk við Mótorhjólasafnið.

Krakkarnir munu elska þennann á svæðinu 




1.7.19

Veður, gengi og efna­hags­ástand hafa áhrif

Karl Gunn­laugs­son seg­ir sölu tor­færu­hjóla ekki virðast
 eins viðkvæma fyr­ir leiðin­legu veðurfari.
 mbl.is/​​Hari


Sal­an hef­ur gengið ágæt­lega hjá KTM Íslandi ehf., umboðsaðila bæði KTM og Husqvarna. Virðist hjálpa að fyr­ir­tækið sel­ur lang­sam­lega mest af motocross- og enduro-mótor­hjól­um og eins og fólkið sem hef­ur gam­an af þannig sporti setji það síður fyr­ir sig ef að sum­arið er blautt.

„Síðasta sum­ar byrjaði að rigna 10. maí og rigndi nán­ast sleitu­laust fram til 10 ág­ust, og það hafði greini­leg áhrif á sölu á götu­hjól­um og svk. advent­ure-hjól­um,“ seg­ir Karl Gunn­laugs­son eig­andi og fram­kvæmda­stjóri versl­un­ar­inn­ar. „Á enduró-hjóli þá þykir það aft­ur á móti ákjós­an­legra, ef eitt­hvað er, að hafa smá rign­ingu því þá er minna ryk og hægt að ná betra gripi. Smá skúr­ir koma ekki að sök þegar fólk skýst eft­ir vinnu til að skemmta sér í Bol­öldu í tvo eða þrjá tíma, og bara frísk­andi að finna úðann. Hins veg­ar er lítið gam­an af því að fara t.d. í tveggja daga hring­ferð um Vest­f­irði á veg­legu ferðahjóli og vera blaut­ur all­an tím­ann.“

Óhætt er að segja að Karl hafi veðjað á rétt­an hest þegar hann stofnaði KTM á Íslandi fyr­ir ald­ar­fjórðungi. „Um það leyti var verið að reisa KTM í Aust­ur­ríki úr gjaldþroti, með um 200 starfs­menn og 6.000 mótor­hjól fram­leidd ár­lega. Í dag starfa aft­ur á móti 4.000 manns hjá KTM og smíða meira en 300.000 mótor­hjól ár hvert. Núna er KTM orðið fjórði stærsti mótor­hjóla­fram­leiðandi heims á eft­ir Honda, Yamaha, og Kawasaki.“

Láta eft­ir sér mótor­hjól þegar fjár­hag­ur­inn leyf­ir
Sal­an á bif­hjól­um virðist fylgja sölu á bíl­um, nema hvað mótor­hjóla­markaður­inn er ögn leng­ur að taka við sér eft­ir niður­sveiflu. Virðist þumalputta­regl­an að mótor­hjóla­sala taki að glæðast um tveim­ur árum seinna en sal­an á bíl­um. „Við sáum þetta ger­ast eft­ir banka­hrun, að fólk sló því á frest að end­ur­nýja heim­il­is­bíl­inn og byrjaði sala nýrra bíla ekki að fara af stað fyrr en um 2012, og mótor­hjóla­sal­an 2014 og 2015. Að kaupa mótor­hjól er lúx­us sem fólk ýtir til hliðar þangað til það er búið að koma fjár­hag heim­il­is­ins í gott horf,“ út­skýr­ir Karl og bæt­ir við að síðasta ár hafi verið það besta í versl­un­inni síðan 2008. „En rétt eins og á bíla­markaði fund­um við fyr­ir sam­drætti í ág­úst og hef­ur sal­an í hverj­um mánuði síðan þá verið minni en í sama mánuði árið á und­an.“

Mótor­hjóla­markaður­inn virðist því kólna nokkuð hratt þegar óvissa rík­ir efna­hags­líf­inu og bend­ir Karl jafn­framt á að í ljósi þess hve mótor­hjóla­markaður­inn sé smár þá komi breyt­ing­ar á gengi hratt fram í verði. „Við eig­um sára­lít­inn lag­er og flest þau mótor­hjól sem við pönt­um inn eru þegar seld. Velt­an er ekki svo mik­il að ráðlegt væri að koma upp ein­hvers kon­ar geng­is­vörn­um.“

Raf­mögnuð framtíð

Gam­an hef­ur verið að fylgj­ast með þró­un­inni í mótor­hjóla­smíði und­an­far­in ár. Fram­leiðend­ur eru dug­leg­ir við að kynna áhuga­verðar ný­ung­ar og t.d. að KTM svipti árið 2018 hul­unni af full­komn­um tví­g­eng­is­mótor með beinni inn­spýt­ingu og betri út­blást­urstöl­um. Þá virðist að í mánuði hverj­um megi lesa um ný raf­magns-bif­hjól sem ým­ist eru þegar kom­in á markaðinn eða vænt­an­leg inn­an skamms. Þóttu það t.d. stór­merki­leg tíðindi að Harley-Dav­idson, sem þekkt er fyr­ir há­vær og víga­leg motor­hjól sem anga bæði af testó­steróni og bens­íni, tefldi fram raf­magns-mótor­hjól­inu Li­veWire.

Karl seg­ir það í sjálfu sér ekk­ert nýtt að fram­leiðend­ur geri til­raun­ir með raf­magns-bif­hjól, en það hafi háð þró­un­inni bæði að raf­hlöðurn­ar hafa verið dýr­ar og þró­un­in í raf­hlöðutækni svo ör að áður en hægt var að gera hug­mynda­hjól að veru­leika var ný og betri tækni kom­in.

Karl ját­ar að hann sé svo­lítið íhalds­sam­ur, og hafi sín­ar efa­semd­ir um raf­drif­in mótor­hjól, rétt eins og hann hafði efa­semd­ir um ágæti raf­magns­bíla – allt þar til hann fékk að reynsluaka Teslu. „Næstu fimm til tíu árum eig­um við vafa­laust eft­ir að sjá tölu­verðar breyt­ing­ar á fram­boði og sölu raf­magns-mótorjóla og grun­ar mig að raf­magns-hjól­in muni stækka markaðinn með því að laða að kaup­end­ur sem hefðu ann­ars ekki fjár­fest í mótor­hjóli.“

Er margt sem ger­ir raf­magns-bif­jól að áhug­verðum val­kosti, s.s. lág­ur þyngd­
arpunkt­ur og mikið tog. „Þá þarf ekki grí­skipt­ingu svo að auðveld­ara ætti að vera að læra á þessi hjól, og smíði þeirra er ein­fald­ari þannig að reikna má með minna sliti og lægri viðgerðar- og viðhaldskostnaði,“ seg­ir Karl en bæt­ir við að enn sem komið er virðist raf­magns-bif­hjól hafa nokkuð tak­markað drægi sem myndi gera þau óhent­ug til lang­ferða. „En sem sam­göngu­tæki inn­an­bæjar, hvað þá í góða veðrinu á meg­in­landi Evr­ópu, ættu raf­magns-bif­hjól að vera al­veg til­val­in.“
1.7.2019

25.6.19

Tíufundur og ferð á Samgönguminjasafnið á Fimmtudag. 27.júní kl19:30

Já Leikdagur hjá Hjólafólki


Já Leikdagur hjá Hjólafólki verður á Keppnisvæði B.A. á Akureyri á Hjóladögum Tíunnar.


Hvað er Leikdagur,,,, jú við ætlum að æfa okkur á Ljósunum og keyra 100 metra.
Allir geta verið með og eru því margir flokkar til að gera öllum þetta að skemmtilegri og til að sjá hvað við getum...og um leið lærum á hjólin okkar.

Verðlaun fyrir alla flokka.

Flokkarnir eru eftirtaldir
F hjólaflokkur Ferðahjól eða svokölluð F hjól
G- flokkur 800cc og minna
G+ flokkur 800cc og meira og Ofurhjól
Hippar að 1100cc
Hippar yfir 1100cc
Hjól eldri en árg 1985
Og Nýliðaflokkur...

Nú auðvitað er hægt að æfa í öðrum flokkum ef hjólið uppfyllir skilyrði flokksins. þá er bara að skrá sig oftar.

https://docs.google.com/…/1FAIpQLSd_up9oatJ4K9gw2w…/viewform

Árskirteinin kominn

17.6.19

Þjóðhátiðarhelgin ,Bíladagar og Startupday á Safninu


Það var enginn hjólamaður svikin af því að heimsækja Akureyri um helgina .


Æðislegt veður og Mótorsportviðburðir út um allan bæ og meira segja hægt að fá Bæjarins bestu ef einhverjir fengu heimþrá.
Skemmtunin er þó ekki enn búin því Bíla og hjólasýning er í Boganum frá 10-18 og Græjukeppnin verður á samastað kl 13-15

Frábærhjóla og Bílahelgi...
Takk allir og Gleðiega þjóðhátíð og velkomin aftur.

Við Mótorhjólasafnið í gær var Startupdagur þar sem gömul og staðin mótorhjól voru sett í gang eftir langa hvíld og viðruð með smá hjólahring um bæinn.

Myndband frá Safninu þegarhjólin fóru á rúntinn

Á eftir var afmæliskaffi og kökur þar sem haldið var upp 50 ára afmæli Honda CB 750 og 40 ára afmæli Honda CBX 1000 og Kawasaki Z1300

Endilega sendið mér myndir af viðburðunum sem ég get sett í möppur hér á síðunni... tian@tian.is