16.5.18

Viltu ganga í Bifhjólaklúbb Norðuramts Tían ? eða endurnýja kynnin við gamla klúbbinn


Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts 

Til að borga félagsgjaldið er einfaldast að leggja 4000kr (fjögur þúsund krónur-) inn á reikning Tíunnar og send kvittun í Tölvupósti í tian@tian.is   (skráið af hverju í skýringu)



1000 kr af félagsgjaldinu renna beint til Mótorhjólasafns Íslands.

Bankaupplýsingar Tíunnar eru:
Banki: 565-26-100010
Kennitala: 591006-1850

15.5.18

Heiddi hefði orðið 64 ára í dag 15 maí.


Og í tilefni af því lagði formaður Tíunnar blóm á leiði Heiðars frá klúbbnum sem var stofnaður í hans nafni.
Mótorhjólasafn Íslands er til minningar um Heiðar Þ. Jóhannsson sem lést sumarið 2006 í hörmulegu bifhjólaslysi í Öræfasveit, á leið heim af landsmóti Sniglanna. Safnið var opnað á afmælisdegi Heiðars, sem hefði orðið 64 ára ef hann hefði lifað.
Húsið var sérstaklega byggt undir safnið og stendur við Krókeyri inn undir flugvelli.

í Janúar árið 2007 var Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts stofnað til minningar um Heiðar ,Snigils nr 10
Tilgangur klúbbsins * Efla samstarf bifhjólaáhugafólks á Norðurlandi. * Vera öðrum bifhjólaökumönnum fyrirmynd. * Vera í forsvari fyrir bifhjólafólk á Norðurlandi. * Að stuðla að tilurð og framgangi bifhjólasafns í minningu Heiðars nr #10 * Sjá til þess að bifhjólafólk skemmti sér saman annað slagið.

Sem við ætlum aldeilis að gera því Við ætlum að halda LANDSMÓT og HJÓLADAGA og svo Haustógleði....

12.5.18

Heiðarlegur Dagur velheppnaður

Krítarlistaverk í Planinu
Í dag hélt Tían upp á Heiðarlegan dag í fyrsta sinn, en ástæða þess var að koma með viðburð í stað aðalfundar Tíunnar sem var alltaf haldin í kringum afmælisdag Heidda. 15 maí

Grillinu var hent fram á plan ásamt sófasettinu, og stólum...
Grillmeistari var settur á grillið og sá hann um að pyslurnar væru mátulega grillaðar.
Milli 35 ogl 40 manns létu sjá sig og nutu dagsins og skoðuðu safnið.
Veðrið var gott þó sólin kíkti bara annað slagið á okkur ...

Já það er fátt sem er Landsmótslega en Landsmótspotturinn


 En frá því í febrúar hefur Landsmótsnefndin verið að reyna að fá pottinn góða til heimahagana Akureyrar eftir talsvert brölt umhverfis landið. 

En potturinn var enn á Núpi í Dýrafirði í geymslu eftir síðasta Landsmót, og honum varð náttúrulega að koma til byggða.

 Og þar kom að því  Snillingur úr Skagafirði Ragnar að nafni náði í pottinn í vinnuferð sem hann var í vestur á firði og hann kom honum til Akureyrar þar sem Landsmótsnefnd ákvað að láta Lagfæra greyjið..

10.5.18

Heiðarlegur Dagur 12 maí



Heiðarlegur dagur


Er nýr viðburður hjá Bifhjólaklúbbi Norðuramts Tían, en viðburðurinn varð til við það að aðalfundur klúbbsins var færður frá miðjum maí til október, en lögum um það var breytt á síðasta aðalfundi klúbbsins.


Við munum halda þetta við Mótorhjólasafnið á Akureyri

Laugardaginn 12 maí kl
14:00-17:00

Safnið verður opið Gestum og gangandi.


Hittingur og Samvera.


Kaffi á könnunni


Forsala á Landsmót Bifhjólamanna á Staðnum ásamt
Landsmótsmerkjum


Lifandi Tónlist... (og dauð) :)


Lítil Þrautabraut fyrir hjól.


Landsmótsnefnd opinberar glænýtt Landsmótsplaggat 2018


Grillveisla. Pylsupartí--- ekki Pulsu þetta er norðlenskt


Tökum krakkana smá hring á Hjólunum.


Og ljúkum deginum með smá rúnti Eyjafjarðarhringinn og endum á torginu.

6.5.18

Skoðunardagurinn

Grillað með stæl.
Þvílík veisla.

Á Laugardag fór fram skoðunardagur Tíunnar og Bílaklúbbs Akureyrar fyrir fornbíla í Frumherja.
Fínasta mæting var og veðrið bara ágætt sól og svolítið svalt.
Bílaklúbburinn bauð svo upp á Grill og gos um hádegið og færum við hér með kærar þakkir til Bílaklúbbsins fyrir skemmtilegan viðburð.

5.5.18

Skutlur hjóla saman

Íris Sigurðardóttir Formaður Skutla

Kvenhjólaklúbburinn Skutlur samanstendur af fríðum flokki kvenna með ástríðu fyrir mótorhjólum
og ferðalögum. Þær hvetja allar hjólakonur til að taka þátt í alþjóðlega kvenhjóladeginum 5. maí.

Ég hef haft áhuga á mótorhjólum frá því ég man eftir mér og sem krakki heima í Eyjum horfði ég öfundaraugum á strákana á skellinöðrunum,“ segir mótorhjólaskutlan Íris Sigurðardóttir sem er formaður kvenhjólaklúbbsins Skutlur. Íris eignaðist sitt fyrsta hjól síðla árs 2005.
„Það var Honda Rebel 250 cc. Þá var ég ekkert að spá í þessi cc og vissi ekki hversu lítill mótorinn
var, en þetta þótti víst fínt byrjendahjól. Ég hjólaði einn rúnt um Hafnarfjörð en næsti rúntur var í Hondu-umboðið þar sem ég keypti mér nýja Hondu Shadow 750 cc og hjólaði á henni í eitt ár.  Sumarið 2007 keypti ég svo hjólið sem ég er enn á en það er Yamaha Roadstar Warrior, 1700 cc.“

Eins og adrenalínsprauta