31.12.18
26.12.18
Rækju-jóla-hvað
Joi Rækja |
Það er nú misjafnt hvernig hver og einn vill eyða jólunum. Flestir halda í hefðirnar og eyða jólunum heima hjá fjölskyldu og vinum, aðrir fara til dæmis til Tenereef og eyða jólunum í hitanum jafnvel með öðrum íslenskum fjölskyldum.
Svo eru það þeir sem eyða jólunum á Suðurpólnum eins og barst okkur í fréttunum á jóladag að íslendingar hefðu eytt jólunum þar.
En allavega einn þe. stjórnarmaður í Tíunni ( Jói Rækja) eyðir jólafríinu á því að keyra Harley Davidson frá Florida til New Orleans og eyða jólunum þar. og svo áramót einhverstaðar í Florida.
Hægt er að fylgjast með kallinum á Facebook ...
25.12.18
24.12.18
Afreksjóður Akureyrar styrkir Motocross ökumann
Einar Sigurðsson á móti í Ameríku |
Á síðasta keppnistímabili varð Einar Íslandsmeistari í MX2 flokki með afgerandi hætti. Vann allar keppnir ársins og var með fullt hús stiga.
Einar Sig. |
Afreksjóður Akureyrar Styrkir Einar Sigurðsson
Ánægjulegt er frá því að segja að afrek Einars Sigurðssonar hafa ekki farið framhjá Afrekssjóði Akureyrarbæjar. Stjórn stjóðsins samþykkti á fundi sínum 17. desember s.l. að styrkja Einar með fjárframlagi vegna ársins 2018. Styrkurinn verður afhentur formlega á athöfninni Íþróttamaður Akureyrar í Hofi þann 16. janúar 2019.
Flottur árangur Einar og til hamingju.
Hér fyrir neðan má sjá byltu sem Einar lenti í á móti í bandaríkjunum og má teljast mjög heppina að hafa gengið óskaddaður frá henni.
Hér fyrir neðan má sjá byltu sem Einar lenti í á móti í bandaríkjunum og má teljast mjög heppina að hafa gengið óskaddaður frá henni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)