25.8.21

Vel heppnað tímaat hjá mótorhjólahópi KK



Það var góð mæt­ing á tíma­at mótor­hjóla­hóps Kvart­mílu­klúbbs­ins, en tíu hjól tóku þátt á hringakst­urs­braut­inni við Kvart­mílu­braut­ina í gær.




Keppendur í tímaati stilla sér upp fyrir myndatöku.
Ljósmynd/B&B Kristinsson




Tíma­atið fer þannig fram að braut­in er opin fyr­ir akst­ur í ákveðinn tíma og er kepp­end­um frjálst að taka eins marga hringi og þeir vilja inn­an þeirra tíma­marka, en tím­inn sem farið var eft­ir var ein klukku­stund.

Tölu­verðar breyt­ing­ar hafa verið gerðar á braut­inni frá því í fyrra, beygj­um bætt við og mal­bikaður nýr veg­hluti, og var því tölu­verð eft­ir­vænt­ing eft­ir niður­stöðunni um besta tíma í braut­inni við nú­ver­andi aðstæður.

Ármann Guðmunds­son kem­ur út úr beygju. Ljós­mynd/​B&B Krist­ins­son




Íslands­meist­ar­inn fljót­ast­ur


Það var reynslu­bolt­inn Ármann Guðmunds­son sem átti besta ár­ang­ur kvölds­ins á tím­an­um 1:26,195 en Ármann átti einnig braut­ar­metið á braut­inni fyr­ir breyt­ing­ar er hann tryggði sér Íslands­meist­ara­titil­inn í fyrra.
Mikið líf á braut­inni í sum­ar

Það hef­ur verið tölu­vert líf í hringakstri Kvart­mílu­klúbbs­ins í sum­ar, bæði hjá bíla­hóp og mótor­hóla­hóp.

Fé­lag­arn­ir Jó­hann Sig­ur­jóns­son og Árni Þór Jónas­son í braut­inni í gær.
Ljós­mynd/​B&B Krist­ins­son








Ein­hver nýliðun er alltaf ár frá ári, en kjarn­inn hef­ur hald­ist nokkuð stöðugur og margt um skemmti­leg tæki á braut­inni, bæði sér­út­bú­in mótor­hjól og bíla, ásamt götu­skráðum öku­tækj­um. Braut­in er liðlega 2,5 km löng.

mbl | 25.8.2021

https://www.mbl.is/sport/akstur/2021/08/25/vel_heppnad_timaat_hja_motorhjolahopi_kk/

18.8.21

Íslandsmeistarar í kvartmílu 2021


Guðmundur Alfreð Hjartarson
 sigraði í mótorhjólaflokki G+.
 Ljósmynd/B&B Kristinsson


   Íslands­mót­inu í kvart­mílu lauk á laug­ar­dag­inn en hér má sjá helstu úr­slit í öll­um flokk­um.



   Fjórða og síðasta um­ferð Íslands­móts­ins í kvart­mílu var hald­in á Kvart­mílu­braut­inni á laug­ar­dag. Enn sem áður var margt um mann­inn á braut­inni; fjöl­marg­ir þátt­tak­end­ur og glæsi­leg tilþrif.

   Fyr­ir keppn­ina var staðan opin í nokkr­um flokk­um og réðust úr­slit því ekki fyrr en í síðustu spyrn­um dags­ins í all­nokkr­um til­fell­um.
Hilm­ar með stöðugan ár­ang­ur í allt sum­ar


   Það var spenn­andi að fylgj­ast með bar­átt­unni í TS-flokkn­um í sum­ar á milli þeirra Hilm­ars Jac­ob­sen, Harry Her­luf­sen og Haf­steins Val­g­arðsson­ar, en kepp­end­ur mega ekki fara niður fyr­ir 9,99 sek­únd­ur og kepp­ast við að vera sem næst þeim tíma. ft­ir fjór­ar um­ferðir Íslands­móts­ins þá stóð Hilm­ar uppi sem sig­ur­veg­ari í öll­um um­ferðum og lauk keppni með 441 stig. Harry Her­luf­sen kom næst­ur með 360 stig og Haf­steinn var skammt und­an með 354 stig.
Hilm­ar Jac­ob­sen og
Harry Her­lufs­sen tak­ast á
í TS flokkn­um.
Ljós­mynd/​B&B Krist­ins­son













Flott tilþrif í flokki G+ mótor­hjóla

Það var Guðmund­ur Al­freð Hjart­ar­son sem kláraði Íslands­mótið með glæsi­brag á laug­ar­dag­inn og tryggði sér þannig Íslands­meist­ara­titil­inn með 338 stig.

Þeir fé­lag­ar, Guðmund­ur og Davíð Þór Ein­ars­son, hafa háð harða bar­áttu í sum­ar og því var það ekki fyrr en í fjórðu um­ferðinni sem úr­slit­in réðust, en Davíð endaði Íslanda­mótið með 289 stig.

Loka­úr­slit tíma­bils­ins:

DS flokk­ur:

1. sæti Stefán Kristjáns­son

2. sæti Rud­olf Johanns­son

3. sæti Guðmund­ur Þór Jó­hanns­son

HS flokk­ur:

1. Friðrik Daní­els­son

2. Guðmund­ur Þór Jó­hanns­son

3. Elm­ar Þór Hauks­son

OF flokk­ur:

1. Ingólf­ur Örn Arn­ar­son

2. Leif­ur Rós­in­bergs­son

3. Stefán Hjalti Helga­son

SS flokk­ur:

1. Bjarki Hlyns­son

2. Hall­dór Helgi Ing­ólfs­son

3. Sir­in Kongs­an­an

TS flokk­ur:

1. Hilm­ar Jac­ob­sen

2. Harry Samú­el Her­lufs­sen

3. Haf­steinn Val­g­arðsson

ST flokk­ur:

1. Árni Már Kjart­ans­son

2. Kjart­an Guðvarðar­son

Mótor­hjól G+ :

1. Guðmund­ur Al­freð Hjart­ar­son

2. Davíð Þór Ein­ars­son

3. Há­kon Heiðar Ragn­ars­son

Mótor­hjól G- :

1. Ingi Björn Sig­urðsson

2. Erla Sig­ríður Sig­urðardótt­ir

Mótor­hjól B:

1. Björn Sig­ur­björns­son

2. Jón H. Eyþórs­son

3. Ingi Björn Sig­urðsson

mbl | 18.8.2021