24.1.21

Fyrsti kvenn keppandinn lurkum laminn (Íslenskt Mótokross 1979)




 Þó svo að motó-cross keppnir sumarsins hafi ekki dregið eins marga áhorfendur og til stóð, þá má geta þess að almennt mótorsport á Íslandi hefur verið í algjöru lágmarki og miðað við ekki minni greinar en kvartmílu og Rallý-cross þá geta móto-cross menn vel við unað.
   Þá er einnig mikil gróska hjá strákunum í hjólamálum, og eru flestir að færast yfir í stærri hjólin.  Það stærsta í flotanum er Maico 490 í eigu Heimis Barðasonar, en heyrst hefur að KTM og fleiri frábær hjól séu á leiðinni.
   Og ekki má gleyma að minnast á brautarmálin.  Endanlegt svæði hefur fengist, alveg frábært að sögn kunnugra og er það í nágrenni Njarðvíkur.
Hér á eftir verður sagt frá tveimur keppnum sem haldnar voru í sumar, sú fyrri var lokuð en hin opin.

Motocross (Lokuð)

Laugardaginn  13.júní hélt Vélhólaíþróttaklúbburinn sína fyrstu mótocrosskeppni á þessu sumri, Keppnin var lokuð og var haldin að Sandfelli kl 15:00.

 Í beljandi rigningu og slagviðri mættu þrettán eitilharðir motocrossara upp á Sandfell um hádegisbilið á laugardaginn, staðráðnir í því að láta veðrið ekki hafa áhrif á sig. Þarna voru mættir bæði reyndir og kunnir crossar eins og Heimir, Varði, Keli, og Einar, ásamt nokkrum nýgræðingum í íþróttinni, t.d. þeim Kristjáni, Helga, Októ, og Ragnari.
    Stundvíslega kl 15:00 voru keppendur ræstir af stað , strax í byrjun var ljóst að þeir Keli, Varði og Heimir myndu verða í algerum sérflokki. 
Heimir náði besta startinu en Keli og Varði fylgdu fast á eftir. Rétt á eftir þeim var

22.1.21

Ísland í augum ferðamanna á mótorhjólum.

Það var gríðalega sérstök tilfinning að standa á brún Dettifoss
 og finna kraftinn. Og reyndar átti það við um alla
fossana sem við skoðuðum

Á ári hverju í júlímánuði fer ég og vinir mínir í mótorhjólaferð, bara svona út í buskann.  Góður og sterkur vinahópur sem hjólar mikið saman og höfum heimsótt m.a. Indland, Nýja Sjáland, Ástralíu, Ameríku, Írland, og England.


Síðustu fimm árin höfum við passað upp á hvern annan og keyrt í gegnum Víetnam, Chile, Argentína, Perú og Tyrkland og Ladakh hérað.  Frelsið á vegum úti og gleðin og ánægjan við þessi ferðalög í gegnum ókunn lönd er ólýsanleg lífsreynsla og hvetur okkur til að halda áfram þessum ferðamáta ár eftir ár og skilja hversdagleikann og okkar heittelskuðu eftir heima.

Að þessu sinni eftir miklar umræður ákvað hópurinn að fara í norðurátt alla leið að heimskautsbaug, til Íslands!


Þessi strjálbýla og fallega eldfjallaeyja er á miðjum Atlantshafshryggnum milli Evrópu og Ameríku og er landslagið þar einstakt og hrikalelega fjölbreytt með hraunbreiðum snævi þöktum fjöllum, heitum laugum, jöklum og ströndum með svörtum sandi.