26.7.06

Vélhjólakappi féll af hjólinu vegna grjóthruns af vörubíl:

Grjóthrun af vörubíl slasaði vélhjólamann

■ Vélhjólamaðurinn viðbeinsbrotinn ■ Vörubílstjóri eftirlýstur 
■ Hjólið mikið skemmt

Vélhjólakappinn Stefán Björnsson missti
stjórn á hjóli sínu og datt þegar hann rann á jarðvegi sem féll á götuna af vörubílspalli. Atvikið
varð á hringtorgi í Keflavík. Formaður Ernis, Bifhjólaklúbbs Suðurnesja, segir óbirgðan farm geta
valdið lífshættu fyrir vélhjólamenn.
„Þetta var grjót, sandur og möl," segir Stefán, en
hann var að aka að hringtorginu við Víkurbraut
og Faxabraut í Keflavík á sunnudagskvöld þegar
hjólið rann undan honum. Við fallið viðbeinsbrotnaði hann og vélhjólið stórskemmdist. Stefán
var vel búinn og þakkar hann sínu sæla fyrir að
ekki fór verr.
„Það er heldur súrt að þurfa að borga fyrir
annarra manna klúður," segir Stefán en honum
verður gert að borga 180 þúsund krónur í sjálfsábyrgð. Ekki er vitað hver bílstjórinn er og því
ekki hægt að draga hann til ábyrgðar. Samkvæmt
lögum á farmur að vera birgður með segldúk.
„Þetta getur skapað lífshættu," segir Hannes H. Gilbert, formaður Ernis, ómyrkur í máli. Hann
segir það skelfilegt efóreyndarimenn lenda ísvona
aðstæðum, þá getur verið mikil hætta á ferð.Hannes vill ítreka fyrir vörubílstjórum að
birgja farminn enda sé annað lögbrot.
Hannes segist ekki þekkja til þess að vélhjólamenn fái á sig lausamöl þegar þeir aka á eftir
vörubílum. Hann segir að ekki séu nema örfáir
dagar síðan að steinn sem féll af vörubíl braut
rúðu í bílnum hans.
Stefán mun ekki vera eini vélhjólamaðurinn
sem hefur orðið fyrir grjóthruni af vörubílum.
Lögreglan í Keflavík hefur auglýst eftir grænbláum vörubíl, en bílstjóri hans varð valdur að
talsverðu tjóni á Reykjanesbrautinni í byrjun
mánaðarins. Hluti af malarfarmi sem var á pallinum hrundi á götuna með þeim afleiðingum að
mölin dreifðist um allt og olli töluverðum lakkskemmdum á þremur bílum. Telur lögreglan að
tjónið nemi hundruðum þúsunda. Frá og með
áramótum hefur tryggingafélagið Sjóvá greitt
alls 31 milljón vegna sambærilegra tjóna.
valur@bladid.net



http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=358560&pageId=5740468&lang=is&q=v%E9lhj%F3lama%F0ur

24.7.06

Meira en að tálga spýtu

Tréskurðarmeistarinn Jón Adólf Steinólfsson býr til mótorhjól úr tré




Jón Adólf Steinólfsson fékk fyrir mörgum árum
tréskurðarnámskeið í jólagjöf frá móður sinni.
Síðan þá hefur margur spónninn svifið til jarðar.


„Hjólið er gert fyrir handverkssýningu sem haldin verður að Hrafnagili þann ío. ágúst. Við erum sex strákar sem erum í þessu og köllumst Einstakir, enda erum við það allir, hver á sinn hátt,“ segir Jón en hópurinn kom einnig að álíka verkefni fyrir ári. „Þetta byrjaði allt á því að ég hafði verið að kenna tréskurð og sankað að mér einum og einum úr hverjum hópi sem ég kynntist betur en öðrum. Saman hittumst við síðan i eins konar kjaftaklúbbi sem við skýrðum Einstakir. Síðan hafði Dóróthea samband við okkur, en þá var hún nýtekin við Hrafnagili fyrir norðan og vildi fá eitthvað sniðugt frá okkur. Eftir að hafa velt upp alls kyns hugmyndum kom upp úrkrafsinu að gera ío metra háan gítar úr tré. Að vísu þurftum við að minnka hann aðeins, eða niðurí um 4 metra, þar sem verkstæðið mitt rúmaði ekki meira!

Upphaflega átti þetta að vera mótorhjól með hliðarvagni. Við komumst hins vegar að því að það væri bara djöfuls vesen enda gerðum við okkur ekki alveg grein fyrir umfangi verkefnisins. En við erum þó langt komnir og verðum tilbúnir með þetta fyrir þann tíunda." 


Handlaginn með viðinn


„Það var 1986 sem mamma gaf mér námskeið í tréskurði í jólagjöf. Ég hafði áður verið á sjó og í hinu og þessu, fálmandi eins og aðrir ungir menn. Ég hafði þó alltaf stefnt á það að verða smiður, enda viðurinn alltaf leikið í höndunum á mér.
Ég var einnig með eigin rekstur sem gekk ágætlega, en eftir að ég fór á námskeið í Austurríki 1995 þá breyttist allt. Það má segja að ég hafi séð ljósið. Það er rosalega góð tilfinning að uppgötva hvað maður vill gera það sem eftir er; eitthvað sem margir uppgötva aldrei á lifsleiðinni. Sama ár fór ég til Englands til að læra hjá einum þeim alfærasta í heiminum, Ian Norbury, sem ég vann nokkrar stórar sýningar með. Ég tók hann einnig með til Íslands þar sem hann hélt námskeið. Það hefur löngum verið metnaður hjá mér að efla þessa listgrein hér á landi, því hún hefur setið svolítið eftir. Að mínu mati eru aðeins örfáir, fimm eða sex,sem eru virkilega góðir í þessu. Annars lít ég miklu frekar á tréskurðinn sem listgrein frekar en iðngrein.“ 


Sýning í Seattle „Ég og Tryggvi Larum, verðum með sýningu í Nordic Heritage Museum. Þemað er Ísland fortíðar og framtíðar í tréskurði. 

Tryggvi sér um fortíðina, víkingamynstrin og það allt, en ég verð með framtíðina; Tölvur, tækni og þess háttar dót,“ segir Jón en hann segist einmitt nýta tæknina við iðju sína. „Maður notar allt sem flýtir fyrir manni auðvitað. Það eru nokkrir af eldri kynslóðinni sem fussa og sveia yfir þessu og skammast yfir því að maður noti vélarnar við þetta, en þetta er bara lenskan í þessu í dag. Ég held að ef víkingarnir hefðu haft vélbyssur í gamla daga, þá hefðu þeir nú notað þær!“ Hægt er að sjá verk Jóns á slóðinni: jonadolf.com