26.1.21

Ný vefsíða Tíunnar www.tian.is



 Þá er það að gerast að nýja vefsíða Tíunnar fer að fara í loftið.    Hingað til hefur vefurinn verið framvísað hingað á þessa bloggspot síðu en nú mun nýja síðan vera vistuð á Íslandi og vera með lénið www.tian.is 
Vefverslun verður á nýju síðunni,og fréttir áfram.


Blogsport síðan
Þessi gamla síða verður áfram uppi á þessari slóð enda geymir hún um 1100 greinar um mótorhjól og tengda viðburði. https://tianbifhjolaklubbur.blogspot.com/

24.1.21

Fyrsti kvenn keppandinn lurkum laminn (Íslenskt Mótokross 1979)




 Þó svo að motó-cross keppnir sumarsins hafi ekki dregið eins marga áhorfendur og til stóð, þá má geta þess að almennt mótorsport á Íslandi hefur verið í algjöru lágmarki og miðað við ekki minni greinar en kvartmílu og Rallý-cross þá geta móto-cross menn vel við unað.
   Þá er einnig mikil gróska hjá strákunum í hjólamálum, og eru flestir að færast yfir í stærri hjólin.  Það stærsta í flotanum er Maico 490 í eigu Heimis Barðasonar, en heyrst hefur að KTM og fleiri frábær hjól séu á leiðinni.
   Og ekki má gleyma að minnast á brautarmálin.  Endanlegt svæði hefur fengist, alveg frábært að sögn kunnugra og er það í nágrenni Njarðvíkur.
Hér á eftir verður sagt frá tveimur keppnum sem haldnar voru í sumar, sú fyrri var lokuð en hin opin.

Motocross (Lokuð)

Laugardaginn  13.júní hélt Vélhólaíþróttaklúbburinn sína fyrstu mótocrosskeppni á þessu sumri, Keppnin var lokuð og var haldin að Sandfelli kl 15:00.

 Í beljandi rigningu og slagviðri mættu þrettán eitilharðir motocrossara upp á Sandfell um hádegisbilið á laugardaginn, staðráðnir í því að láta veðrið ekki hafa áhrif á sig. Þarna voru mættir bæði reyndir og kunnir crossar eins og Heimir, Varði, Keli, og Einar, ásamt nokkrum nýgræðingum í íþróttinni, t.d. þeim Kristjáni, Helga, Októ, og Ragnari.
    Stundvíslega kl 15:00 voru keppendur ræstir af stað , strax í byrjun var ljóst að þeir Keli, Varði og Heimir myndu verða í algerum sérflokki. 
Heimir náði besta startinu en Keli og Varði fylgdu fast á eftir. Rétt á eftir þeim var