11.1.21

Ævintýraferð til Ekvador

 Ferðasaga á mótorhjóli.

Fyrsti kafli

Eftir Ragnar Hólm Gunnarsson

Ég ákvað á vormánuðum 2019 að heimsækja frumburðinn sem býr í Ekvador og nota tækifærið og skoða þessar framandi slóðir í leiðinni. Þegar sú ákvörðun hafði verið tekin hófst undirbúningur. Margt var skoðað og pælt en á endanum varð sá ferðamáti ofan á, sem ég hef alltaf verið spenntur fyrir, að vera á mótorhjóli.

______________________________________________________________

Undirbúningurinn

Mars, apríl og maí.

Það er að mörgu að huga þegar ferðast er til framandi landa. Það þarf að verja sig fyrir landlægum sjúkdómum og slíku og ég fór því í viðeigandi sprautur. Svo er að skipuleggja ferðalagið og ákveða ferðamáta. Ég skoðaði ótal youtube myndbönd um ferðalög í landinu og mér varð fljótlega ljóst hvaða ferðamáti höfðaði mest til mín. Það var bara himinn og haf á milli þess að horfa á þessar ferðalýsingar í rútum og bílum annarsvegar og á mótorhjólum hins vegar. Ég ákvað því að setja mig í samband við mótorhjólaleigur sem sjá um að skipuleggja mótorhjólaferðir í landinu. Ég endaði á að velja aðra af tveimur sem voru geinilega með mikla reynslu af svona ferðum og bjóða upp á bæði ferðir með leiðsögumanni og einnig ferðir þar sem ökumenn fá fyrirfram ákveðna leiðarlýsingu í GPS og öll gisting pöntuð fyrirfram. Hjólinu fylgdi sérstakur neyðarsími þar sem hægt var að hafa samband við einhvern hjá leigunni allan sólarhringinn ef á þyrfti að halda. Ég vildi þó ekki binda mig við fast ferðaplan allan tímann þannig að ég samdi við þá að þeir skipulegðu ferðina fyrstu þrjá dagana og ég sæi svo um restina sjálfur.


Ég hafði sem ákveðið að ferðamátinn í Ekvador yrði mótorhjól, en það var aðeins einn galli á þeirri ákvörðun. Ég var ekki með mótorhjólapróf. Ég setti mig því í samband við kennara í mars og fékk þær upplýsingar að verkleg kennsla á mótorhjól hæfist ekki fyrr en í maí. Ég gæti hins vegar tekið bóklega námið og námskeið væru aðgengileg á netinu. Þegar ég sagði kennaranum frá áformum mínum sagði hann að við yrðum þá að drífa þetta af sem fyrst eftir að kennsla hæfist því það tæki allt að þrjár vikur að fá ökuskírteini!


Ökunámið gekk hratt og vel. Strax eftir prófið dreif ég mig og sótti um skírteini til að þurfa nú ekki að vera með bráðabirgðaskírteini á ferðalaginu. Ég var eitthvað að spyrjast fyrir um afgreiðslutímann þegar sú sem afgreiddi mig upplýsti mig um að

8.1.21

Vetrargeymslan

 Hvað veldur því að fólk taki þá Ákvörðun að geyma hjólin sín úti á veturna? Er það virkilega svo að ekki sé möguleiki að finna 4-5 fermetra til að stinga greyjunum inn í c.a. 6 mánuði?  Er Harleyinn ekki lengur þetta sérstaka verðmæta mótorhjól  sem þarf að varðveita?

Maður hefur jú í gegnum árin séð ýmis faratæki og þar á meðal mótorhjól liggja hingað og þangað um bæina grotnandi niður í öllum veðrum og vindum. Kannski er maður svona samasaumaður að manni finnst að það þurfi að varðveita hvert og eitt mótorhjól á landinu, allt sé gull og ekkert megi leggjast til hvílu. Ófá hjólin eru því miður að fara í partamat eftir að þau hafa lent í miklu tjóni svo manni finnst það vera nógu mikil afföll. Það er nú bara einhvernveginn þannig að með árunum hefur áhuginn hjá manni á mótorhjólum sem betur fer vaxið og ekki ósjaldan að maður ræði gamla tíma við hjólafólk og það hvernig hjólamennskan var hér áður fyrr og hvernig hún verði í framtíðinni. Tala ég nú ekki um þegar það á að fara opna jafnvel tvö mótorhjólasöfn hér á landi, eitt fyrir norðan í minningu Heidda heitins og annað í þykkvabæ þar sem Dagrún #1 ræður ríkjum. Fyrir næstum 2 árum var 100 ára afmæli mótorhjólsins fagnað á íslandi, og nú oftar í tengslum við söfnin talar fólk um að varðveita þurfi hvert mótorhjól til að geyma söguna.

Fyrir nokkrum árum var ég dálkahöfundur á Sniglavefnum og skrifaði þá grein um geymslu á mótorhjóla á veturna. Þá hafði ég séð tvö hjól standa úti í snjónum í höfuðborginni (gamlann Yamaha Virago og gamla Hondu CMX að mig minnir). Var ég temmilega pirraður yfir að þessir eigendur skyldu gera þetta.

Og svo í þessu öllu saman hélt maður einhvernveginn að Harley Davidson væru bæði svo sérstök og verðmæt hjól, og að eigendur þessara hjóla væru orðnir það meðvitaðir mótorhjólaaðdáendur að maður myndi aldrei þurfa að horfa uppá eitt slíkt liggja undir skemmdum. 

Svo varð hinsvegar raunin þegar einn meðlimur H-Dc Ice hringdi í mig og sagði mér frá því að hann hefði séð eitt Harley úti í snjó við götu eina utan höfuðborgarinnar og væri allt að ryðga.  Ég trúði ekki mínum eigin eyrum og hélt kannski að hann væri að grínast í mér eða hefði kannski ruglast á Harley og einhverju  Jap....:o). Þetta varð ég bara að sjá. jú viti menn þarna stóð það, orðið mjög ílla farið og ofan á allt saman stóð það fyrir utan bílskúr!! Fjandinn hafi það, það má vera mjög vermætt það sem tekur  allt plássið í þessum skúr. Ég gat ekki setið á mér og smellti nokkrum myndum af því.

Já lesendur góðir, ég þekki eigandann af þessu hjóli en hann ætti klárlega að hugsa sig um hvort hann ætti yfir höfuð að eiga mótorhjól, hvað þá Haræey Davidson, það er allavega mín skoðun.

Varðveitum íslensku hjólin og söguna.
Sævar Bjarki Einarsson #2
Úr fréttabréfinu Hallinn 2007