Ferðasaga á mótorhjóli.
Fyrsti kafli
Eftir Ragnar Hólm Gunnarsson
Ég ákvað á vormánuðum 2019 að heimsækja frumburðinn sem býr í Ekvador og nota tækifærið og skoða þessar framandi slóðir í leiðinni. Þegar sú ákvörðun hafði verið tekin hófst undirbúningur. Margt var skoðað og pælt en á endanum varð sá ferðamáti ofan á, sem ég hef alltaf verið spenntur fyrir, að vera á mótorhjóli.
______________________________________________________________
Undirbúningurinn
Mars, apríl og maí.
Það er að mörgu að huga þegar ferðast er til framandi landa. Það þarf að verja sig fyrir landlægum sjúkdómum og slíku og ég fór því í viðeigandi sprautur. Svo er að skipuleggja ferðalagið og ákveða ferðamáta. Ég skoðaði ótal youtube myndbönd um ferðalög í landinu og mér varð fljótlega ljóst hvaða ferðamáti höfðaði mest til mín. Það var bara himinn og haf á milli þess að horfa á þessar ferðalýsingar í rútum og bílum annarsvegar og á mótorhjólum hins vegar. Ég ákvað því að setja mig í samband við mótorhjólaleigur sem sjá um að skipuleggja mótorhjólaferðir í landinu. Ég endaði á að velja aðra af tveimur sem voru geinilega með mikla reynslu af svona ferðum og bjóða upp á bæði ferðir með leiðsögumanni og einnig ferðir þar sem ökumenn fá fyrirfram ákveðna leiðarlýsingu í GPS og öll gisting pöntuð fyrirfram. Hjólinu fylgdi sérstakur neyðarsími þar sem hægt var að hafa samband við einhvern hjá leigunni allan sólarhringinn ef á þyrfti að halda. Ég vildi þó ekki binda mig við fast ferðaplan allan tímann þannig að ég samdi við þá að þeir skipulegðu ferðina fyrstu þrjá dagana og ég sæi svo um restina sjálfur.Ég hafði sem ákveðið að ferðamátinn í Ekvador yrði mótorhjól, en það var aðeins einn galli á þeirri ákvörðun. Ég var ekki með mótorhjólapróf. Ég setti mig því í samband við kennara í mars og fékk þær upplýsingar að verkleg kennsla á mótorhjól hæfist ekki fyrr en í maí. Ég gæti hins vegar tekið bóklega námið og námskeið væru aðgengileg á netinu. Þegar ég sagði kennaranum frá áformum mínum sagði hann að við yrðum þá að drífa þetta af sem fyrst eftir að kennsla hæfist því það tæki allt að þrjár vikur að fá ökuskírteini!
Ökunámið gekk hratt og vel. Strax eftir prófið dreif ég mig og sótti um skírteini til að þurfa nú ekki að vera með bráðabirgðaskírteini á ferðalaginu. Ég var eitthvað að spyrjast fyrir um afgreiðslutímann þegar sú sem afgreiddi mig upplýsti mig um að