4.1.21

Bif­hjóla­fólk þarf að hugsa fyr­ir tvo

Verk­leg mótor­hjóla­kennsla fer yf­ir­leitt ekki af stað fyrr en í byrj­un sum­ars enda þarf að vera til­tölu­lega hlýtt úti ef nem­end­um á ekki að verða kalt við kennsl­una. Þetta seg­ir Grét­ar Viðars­son, öku­kenn­ari hjá Ekli.


„Hinn dæmi­gerði nem­andi sem kem­ur til mín til að læra á mótor­hjól er karl­kyns og í kring­um þrítugt en hóp­ur­inn er samt mjög fjöl­breytt­ur, nem­end­ur á öll­um aldri og tölu­vert af kon­um en elsti mótor­hjóla­nem­andi minn var orðinn hálf­sjö­tug­ur.“

Bók­lega og verk­lega námið er ekki svo dýrt og áætl­ar Grét­ar að hjá þeim öku­skól­um sem bjóða upp á bif­hjóla­kennslu sé heild­ar­kostnaður nem­enda í kring­um 150.000 kr. Námið er mis­langt eft­ir því hvers kon­ar öku­rétt­indi nem­end­ur hafa þegar öðlast og geta t.d. þeir sem hafa bíl­próf sleppt hluta af bók­lega nám­inu.

Bif­hjóla­rétt­ind­um er skipt í nokkra flokka: „Til að aka létt­um bif­hjól­um í flokki 1 þarf ekki að ljúka sér­stöku öku­námi og aðeins gerð krafa um að ökumaður sé orðinn 13 ára,“ seg­ir Grét­ar en í flokk 1 falla vél­knú­in öku­tæki á tveim­ur eða þrem­ur hjól­um sem ná að há­marki 25 km/​klst. hraða.

Næst kem­ur flokk­ur AM sem leyf­ir akst­ur mótor­hjóla með allt að 50 cc vél og há­marks­hraða allt að 45 km/​klst. „Til að fá AM-rétt­indi þarf fólk að hafa náð 15 ára aldri, taka 12 kennslu­stund­ir af bók­legu námi, 8 verk­leg­ar kennslu­stund­ir og þreyta próf,“ út­skýr­ir Grét­ar en þeir sem ljúka venju­legu bíl­prófi fá einnig AM-rétt­indi án frek­ari þjálf­un­ar eða prófa.

Rétt­indi til að aka stærri bif­hjól­um skipt­ast í þrjá flokka: A1, A2 og A. Hverj­um flokki fylgja viss ald­urs­skil­yrði og tak­mark­an­ir á því hversu afl­miklu mótor­hjóli má aka. Bók­lega námið fyr­ir flokka A2 og A er 24 stund­ir en nem­end­ur með B-öku­rétt­indi fá 12 stund­ir metn­ar. Fyr­ir A1-rétt­indi þarf að ljúka 5 klst. af verk­legri kennslu en 11 stund­um fyr­ir A2- og A-rétt­indi en hægt er að fá 5 stund­ir metn­ar ef nem­andi hef­ur þegar fengið A1-rétt­indi.

Lág­marks­ald­ur fyr­ir A1-rétt­indi er 17 ár og fyr­ir A2-skír­teinið er miðað við 19 ára ald­urslág­mark. Loks þurfa nem­end­ur að vera orðnir 24 ára til að fá A-skír­teini. „Und­an­tekn­ing frá þessu er að ökumaður sem hef­ur verið með A2-skír­teini í tvö ár get­ur tekið próf til að fá A-skír­teini þó hann hafi ekki náð 24 ára aldri,“ út­skýr­ir Grét­ar.

A1-flokk­ur nær yfir mótor­hjól með slag­rými allt að 125 cc, A2-flokk­ur miðar við afl allt að 35 kw og allt að 0,2 kw/​kg en hand­höf­um A-skír­tein­is er frjálst að aka eins kröft­ugu hjóli og þeim sýn­ist.

Sýni mikla aðgát


Það er ekki að ástæðulausu að mótor­hjóla­rétt­indi skipt­ast í ólíka flokka og að öku­menn verði að ná viss­um aldri til að fá að aka afl­mestu mótor­hjól­un­um. Kraft­mikið mótor­hjól kall­ar jú á vissa fimi og líka ákveðinn þroska enda get­ur glanni og gúmmítöffari á mótor­hjóli bæði slasað sjálf­an sig og aðra. Að því sögðu þá þykir Grét­ari það leiðin­leg mýta að mótor­hjól þyki hættu­leg far­ar­tæki. „Bif­hjól verður ekki hættu­legt fyrr en því er ekið óvar­lega og ekki í sam­ræmi við aðstæður. Það er und­ir öku­mann­in­um sjálf­um komið hversu hættu­lega eða ör­ugg­lega hann ekur.“

Bif­hjóla­menn þurfa að temja sér sér­staka aðgát og seg­ir Grét­ar oft sagt að öku­menn mótor­hjóla verði að hugsa fyr­ir tvo: bæði fyr­ir sig og fyr­ir aðra veg­far­end­ur. „Mun­ur­inn á því að aka mótor­hjóli og bíl er að ökumaður mótor­hjóls er óvar­inn í árekstri. Því miður vill það ger­ast að aðrir öku­menn sjá ekki aðvíf­andi mótor­hól eða van­meta fjar­lægð og hraða hjóls­ins og t.d. aka í veg fyr­ir mótor­hjólið á gatna­mót­um. „Á mótor­hjóli þarf fólk að temja sér að vera stöðugt á varðbergi og meðvitað um hvar vara­sam­ar aðstæður gætu skap­ast.“

Að því sögðu þá er ekki neitt sér­stak­lega erfitt að læra að aka mótor­hjóli og seg­ir Grét­ar að nem­end­ur þurfi yf­ir­leitt ekki fleiri verk­lega tíma en lög kveða á um. „Það sem helst er verið að þjálfa í verk­legu tím­un­um er að stjórn­un hjóls­ins verði ósjálfráð svo ökumaður þurfi ekki að hafa hug­ann sér­stak­lega við það að skipta um gír með fæt­in­um eða gefa inn og bremsa með hönd­un­um.“

Kennsla og próf­taka fara fram á mótor­hjóli öku­skól­ans og hægt að fá lánaðan hlífðarbúnað. „Það er samt æski­legt að nem­end­ur hafi a.m.k. fjár­fest í eig­in hjálmi og við hefj­um ekki æf­inga­tíma öðru­vísi en að nem­andinn sé klædd­ur í al­menni­leg­an hlífðarfatnað frá toppi til táar,“ seg­ir Grét­ar.


Mbl.is
1.7.2020

1.1.21

Ferðalag um landið á vélhjólum er ævintýri líkast

 

Ferða-og útivistarfélagið Slóðavinir var stofnað 2008. Stofnfélagar voru 120 talsins en á hverju ári bætist í hópinn og fjöldi greiddra félaga er nú í kringum 500 og er á öllum aldri, báðum kynjum og búa um allt land.

Slóðavinir er félag fyrir þá sem áhuga hafa á að ferðast um landið á vélhjólum eftir fáfarnari vegum og slóðum. Félagar nota til þess vélhjól sem sérstaklega eru búin fyir malarvegi og torfarna vegslóða. Slík vélhjól eru þó skráð eins og hver önnur vélhjól, lögleg á öllum vegum landsins. Margir nota svokölluð Endúro hjól (í raun sérútbúin mótorcross hjól ætluð og skráð til vagaksturs) og aðrir ferðast um á fjórhjólum.
Í seinni tíð hafa orðið vinsæl svokölluð,,ævintýrahjól" sem eru stærri hjól sem eru þægilegri til notkunar í lnegri ferðir á malbikuðum vegum, en henta einnig á jeppavegi og slóða (þó síður fyrir alla torfærustu slóðana).  Í þessum flokki finnast gjarnan eldri félagarnir, þó nokkra þeirra megi einnig sjá á léttari Endúró hjólum líka.
Aldursbil er ca. 25-30 ára til rúmlega 65 ára. Vélhjólamenning Íslendinga er í raunsvo ung að þeri sem hafa stundað þetta frá unglingsaldri, eru ekki orðnir mikið eldri en 65 ára um þessar mundir.
Árlega stendur félagið fyrir fjölda viðburða fyrir félagsmenn. Yfir sumarið er farið í lengri ferðir, en yfir vetrarmánuðina eru haldin námskeið og fundir. Haldin eru mynda og ferðasögukvöld og svo ýmiss námskeið eins og skyndihjálparnámskeið, byrjendanámskeið, rötunarnámskeið og ýmislegt fleira.
Hjá Slóðavinum er lögð áhersla á ábyrga umgengni um náttúruna. Öryggismál og ekki síst virðingu við annað ferðafólk.
Félagið hefur látið til sín taka í hagsmunagæslu fyrir ferðafólk á tví og fjórhjólum og hefur meðal annars fundað með ráðherrum, starfsmönnum stofnana og fengið erlenda sérfræðinga hingað til lands til að ræða við embættismenn stórnsýslunnar um nauðsin og aðferðir við stjórnun þeirrar auðlindar sem slóðakerfi Íslands er.

Fyrir alla aldurshópa

Sjálfur hef ég bakgrunn í vélhjólaíþróttum frá unglingsaldri og er af fyrstu kynslóð Íslendinga sem stundað hafa keppni í Motocross og Endúro. Þó ég hafi tekið þá í keppnum í motorcross og endúro fram á þennan dag þá hefur , með hækkandi aldri keppnisharkan linast ögn, og við eldri herrarnir leggjum orðið meiri áherslu á ferðalög um landið. Slóðavinir var einmitt stofnað af þeim sem minna vildu keppa og höfðu meiri áhuga á að ferðast og stunda útivistina og hreifinguna," segir Einar Sverrisson virkur félagi í Slóðavinum, sem segir að vélhjólaíþróttin henti öllum, óháð aldri, sem vilja skoða landið með öðrum augum.

úr blaði Eldri borgara.

https://www.facebook.com/slodavinir/photos/a.175591589207123/3511820222250893