7.9.20

Bara af því að þú getur smíðað það... þá þarftu ekki endilega að gera það.

Hvernig skal eyðileggja ágætis mótorhjól.....

Breyttu því í sláttuvél.



Jú auðvitað í Ameríku
Einhver tók Kawasaki 250 og breytti því í sláttuvél .
Það er vægast sagt hægt að kalla þetta ógéð og lítið að gera með alla sex gíra kassa í þessu.
Ninjan er semsagt að mestu orginal nema það er búið að setja sláttutraktor framan á hjólið.
Eigandinn segist hafa keypt hjólið svona frá dánarbúi þar sem þá verandi eigandi hafi fengið hjólið svona á Kawasaki sýningu einhverntímann.


Hjólið hefur svo verið málað og engu hlíft í þeirri aðgerð svo er ekki einu sinni víst að það sé hnífur í sláttuvélinn ,,, svo ef þú ert á craigslist,  þá gætir þú fundið svona dásemd.




1.9.20

Eitt þúsund innslög


Já þetta er færsla nr 1000 á Tíuvefinn. 
Ef það er mótorhjólatengt þá reyni ég að birta það hér.

Ef þú ert með eitthvað áhugavert sem þig langar að deila með okkur hinum. Ferðasaga, hjólasaga, fróðleikur um hjól, hvað sem er hjólatengt

Endilega sendu tíuvefnum það á tian@tian.is og það eru miklar líkur á að það rati á vefinn.

Hef einnig sett inn greinar aftur í tímann þannig að það er hægt að fara aftar í vefinn til að skoða gamalt efni.   Sjá ártöl hér neðanlega til vinstri.
kv. Vefstjóri