28.7.20

Banna há­vær mótor­hjól

Þýska rík­is­stjórn­in fjall­ar þessa dag­ana um aðgerðir sem ætlað er að brjóta há­vær mótor­hjól á bak aft­ur. Verður akst­ur þeirra meðal ann­ars al­farið bannaður á til­tekn­um dög­um.

Allt er þetta liður í til­raun­um þýskra stjórn­valda til að vinna á hljóðmeng­un. Í þessu skyni verður svo­nefnd­um hljóðmynda­vél­um beitt um land allt.

Ætl­un­in er einnig að banna akst­ur venju­legra mótor­hjóla á til­tekn­um svæðum á sunnu­dög­um og öðrum al­menn­um frí­dög­um. Verður þessa daga ein­ung­is leyfð notk­un vél­knú­inna fáka sem ganga fyr­ir raf­magni.

Þá áform­ar stjórn­in í Berlín að veita lög­reglu heim­ild til upp­töku mótor­hjóla ef um gróft brot er að ræða með hávaða þeirra. Einnig að lög­reglu­menn fái heim­ild til að sekta knapa fyr­ir óþurft­ar­mik­inn hávaða.

Bú­ist er við að þýska þingið samþykki frum­varp um þetta efni í mánuðinum.

Til viðbót­ar þessu ætla Þjóðverj­ar að breyta lög­um um fram­leiðslu mótor­hjóla á þann veg að leyft verði að há­marki að smíða hjól sem 80 desíbela eða minni hávaði staf­ar frá. Hefði það í för með sér mun hljóðlát­ari hjól en nú eru smíðuð. agas@mbl.is

 Morg­un­blaðið | 28.5.2020

Honda hefur framleitt 300 milljón mótorhjól

Það er ekki svo lítið að framleiða milljón mótorhjól, en að framleiða 300 milljón mótorhjól hlýtur að teljast þó nokkuð. Það hefur Honda einmitt gert á síðustu 65 árum, allar götur frá því að fyrirtækið hóf fjöldaframleiðslu á því mótorhjóli sem á myndinni sést.



Þetta fyrsta framleiðsluhjól Honda heitir Dream Type-D og er með mótor með 98cc sprengirými sem skilar 3 hestöflum. Þetta hjól var afar létt og meðfærilegt.



Það sama á ekki beint við hjólið sem nú telst númer 300 milljón í röðinni, en það er Goldwing risahjól sem vegur ríflega 400 kíló og er með 1.832cc sprengirými. Þetta hjól er svo vel búið að vart er hægt að finna betur búna lúxusbíla. Í því er til dæmis iPod tengimöguleiki og það er með öryggispúða og skriðstilli.



Þó lögð væri saman sala þeirra fjögurra bíla sem selst hafa mest í heiminum, þ.e. Ford Model T, Volkswagen bjalla, Toyota Corolla og AvtoVAZ-201 frá Rússlandi þá telja þeir aðeins 97 milljón bíla. Það er innan við þriðjungur magns þeirra mótorhjóla sem Honda hefur selt frá því fyrirtækið hóf framleiðslu þeirra.


Finnur Thorlacius skrifar