28.7.20

Honda hefur framleitt 300 milljón mótorhjól

Það er ekki svo lítið að framleiða milljón mótorhjól, en að framleiða 300 milljón mótorhjól hlýtur að teljast þó nokkuð. Það hefur Honda einmitt gert á síðustu 65 árum, allar götur frá því að fyrirtækið hóf fjöldaframleiðslu á því mótorhjóli sem á myndinni sést.



Þetta fyrsta framleiðsluhjól Honda heitir Dream Type-D og er með mótor með 98cc sprengirými sem skilar 3 hestöflum. Þetta hjól var afar létt og meðfærilegt.



Það sama á ekki beint við hjólið sem nú telst númer 300 milljón í röðinni, en það er Goldwing risahjól sem vegur ríflega 400 kíló og er með 1.832cc sprengirými. Þetta hjól er svo vel búið að vart er hægt að finna betur búna lúxusbíla. Í því er til dæmis iPod tengimöguleiki og það er með öryggispúða og skriðstilli.



Þó lögð væri saman sala þeirra fjögurra bíla sem selst hafa mest í heiminum, þ.e. Ford Model T, Volkswagen bjalla, Toyota Corolla og AvtoVAZ-201 frá Rússlandi þá telja þeir aðeins 97 milljón bíla. Það er innan við þriðjungur magns þeirra mótorhjóla sem Honda hefur selt frá því fyrirtækið hóf framleiðslu þeirra.


Finnur Thorlacius skrifar 

27.7.20

Á ís­lenska æv­in­týra­vegi

,,Um eld­fjöll og jökla á Honda AfricaTw­in mótor­hjól­um“ er yf­ir­skrift kynn­ing­ar á skipu­lögðum mótor­hjóla­ferða til Íslands sem aug­lýst­ar eru í nafni Honda. "

Á vef­setr­inu Rideapart seg­ir að þriðja út­gáfa af svo­nefnd­um  „æv­in­týra­veg­um“ verði far­in á næsta ári. Í þeim tveim­ur fyrri hafi leiðin legið til Nor­egs 2017 og Suður-Afr­íku 2019.

Nú sé stefnt til „lands elda og ísa“ á næsta ári, 2021, þar sem „hóp­ur æv­in­týra­fólks mun rann­saka suður­hluta lands­ins og miðhá­lendi í ell­efu daga. Þátt­taka í ferðalag­inu verður ekki fyr­ir byrj­end­ur, held­ur fyr­ir knapa með minnst fimm ára reynslu af akstri mótor­hjóla.

„Þeir verða vera fær­ir öku­menn því ís­lensk­ar auðnir eru eng­inn brand­ari við að eiga,“ seg­ir í kynn­ing­unni.  Þar kem­ur fram að þátt­taka kosti 5.000 doll­ara á mann. Þátt­taka standi aðeins eig­end­um Honda Africa Twin í Evr­ópu til boða. Þeir þurfa þó ekki að hjóla á sín­um hjól­um til Íslands, held­ur verði þeim lögð til „splunku­ný og glans­andi“ CRF1100L hjól hér á landi.  

Loks seg­ir, að til viðbót­ar akstri um Ísland fái þátt­tak­end­ur að spreyta sig í og til­sögn í ut­an­veg­arakstri. Verði sú þjálf­un í hönd­um öku­manna verk­smiðjuliða Honda. 
agas@mbl.isMbl.is24.7.2020