17.3.20

Félagsskirteinin 2020


Nú eru fyrsti skammtur af félagsskirteinunum tilbúinn hjá okkur í Tíunni, og ef þið viljið fá þau send.

Þá endilega sendið okkur póst í tölvupósti með nýjum upplýsingum um heimilisfang og póstnúmer því gagnagrunnurinn hjá okkur er orðinn gamall.

Og þið kannski búin að flytja og svoleiðis..

Kær kveðja Stjórn 
Tölvupósturinn hjá okkur er tian@tian.is

Einnig er hægt að senda upplýsingarnar á facebooksíðunni í skilaboðum.

14.3.20

Allt fullt á Bingó Tíunnar

Allt fullt á bingói Tíunnar
Í dag hélt Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts
 bingó í íþróttasal Oddeyrarskóla.


Mætingin var vonum framar og fylltist salurinn af bingóþyrstum Akureyringum sem spiluðu bingó í rúma 2 tíma og gæddu sér svo á vöfflum og rjóma í hléinu,

Vinningar í bíngóinu og voru gjafapakkarnir stórir og fjölbreyttir og  hafði fólk orð á því hversu glæsilegir vinningarnir voru.

Klúbburinn þakkar innilega fyrir þátttökuna. og þakkar um leið styrktaraðilum fyrir gjafmildina.

Mbk.
 Stjórn Tíunnar.