19.2.20

Fyrstu Lögregluhjólin

Löregluhjól no 1,2,3 og 4.

 Fyrstu lögregluhjólin. Fyrir framan Sóleyjargötu 1. Ca 1950. Ljósmyndari Sigurður Guðmundsson Norðdal. Mynd í eigu Þjóðminjassfnsins.

17.2.20

Ævintýri í Laos 2020

Vietnam og Laos ásamt
 austurhluta Thailands

Mótorhjólamenn eru oft miklir ævintýramenn og það sannaðist enn og aftur er fimm vaskir Íslendingar fóru í mikinn ævintýra - mótorhjólatúr til Laos og Vietnam.

Tíuvefurinn fékk góðfúslegt leyfi hjá þeim félögum að birta facebook-dagbók og slatta af myndum frá ferðalaginu í þessu hrjóstuga og fallega landi.




Dagbókarfærslur Páls Geirs Bjarnasonar
Vietnam - Laos  2020


Dagur eitt að kvöldi kominn.
 Gist í þessu húsi á stultum.
Dagur 1.
Þá er það byrjað. 3200km ferð frá Víetnam gegnum Laos á hinum sögufræga Ho Chi Minh-Trail. Þetta verður eitthvað.

Dagur 2.
Í gær var hjólað frá Hanoi og áleiðis að landamærum Víetnam og Laos. Í dag fórum við yfir landamærin og borðuðum picknik á teppi útá bílastæði meðan beðið var eftir að verðirnir færi vandlega yfir alla pappíra og gögn. Á leiðinni kíkjum við á litla matprjónaverksmiðju. Veðrið í dag var fínt. Ca. 30 stiga hiti og sól. Dásamlegt landslag og fólkið svo glatt og vinsamlegt. Laos talsvert frábrugðið Víetnam.