18.12.19

Skiptu á Ökutækjum

Heimsmeistarinn í Formúlu 1 Luis Hamilton er mikill áhugamaður um mótorhjól og á dögunum skipti hann og Valentino Rossi á ökutækjum.
Reyndar virðist sem myndavélakallinn og hljóðmaður hafi líka skipt á verkum því hljóðið er mjög götótt í myndbandinu ...
En það er víst vegna þess að þetta myndbrot var tekið frá Sky Sports og tónlistin klippt út vegna rétthafamála.

Lewis Hamilton rides Valentino Rossi's 2019 Yamaha, while the nine-time motorcycle champion tests Hamilton's 2017 title-winning Mercedes in a high-octane Valencia track day

17.12.19

Með mótorhjóladellu á miðjum aldri


 Ásdís Rósa Baldursdóttir, fyrrverandi stærðfræðikennari í Verslunarskóla Íslands og eiginmaður hennar Kristján Gíslason, f.v. framkvæmdastjóri Radiomiðunar, eru komin á miðjan aldur og hafa ferðast um allan heim á mótorhjóli. Það er óneitanlega óvenjulegt en saga þeirra er ekki ólík annarra þangað til miðjum aldri var náð. Þá tóku Ásdís og Kristján U beygju í lífinu.



Lítið fjölskyldufyrirtæki stækkaði……

Faðir Ásdísar, ásamt fleirum, stofnaði fyrirtækið sem Kristján tók síðan við stjórnartaumunum í. Það var alla tíð fjölskyldufyrirtæki þar sem faðir hennar var rafeindavirki, bróðir hans var á skrifstofunni og seinna fengu þeir skrifstofudömu til liðs við sig. Í 30 ár var fyrirtækið því lítið þriggja manna fyrirtæki. “Kristján, sem hafði starfað áður í tölvugeiranum, var ungur og ferskur með nýjar hugmyndir og fullur metnaðar,” segir Ásdís. “Hann tók við góðu búi og gat byrjað á að stækka og breyta og færa fyrirtækið nær nútímanum og á nokkrum árum hafði starfsmönnum fjölgaði úr þremur í nokkra tugi. Því fylgdi auðvitað aukin ábyrgð en líka áhyggjur og svefnlausar nætur. Á þessum tíma var mikið vinnuálag á Kristjáni en nú er hann að uppskera,” segir Ásdís.

Ákváðu að lifa lífinu lifandi

Þau Ásdís og Kristján hafa stýrt lífi sínu mjög markvisst allt frá því að þau gerðu sér grein fyrir því að þriðja aldursskeiðið væri hafið og tóku ákvörðun um að lifa því eins lifandi og kostur væri. Þau hafa verið heppin með heilsuna og hafa, eftir langa vinnuævi, borið gæfu til að vera fjárhagslega vel sett.

Þau eiga þrjú börn og vörðu fríum sínum eins og gengur og gerist á meðan börnin voru ung. Ferðuðust innanlands, fóru í skíðaferðir og