Ásdís Rósa Baldursdóttir, fyrrverandi stærðfræðikennari í Verslunarskóla Íslands og eiginmaður hennar Kristján Gíslason, f.v. framkvæmdastjóri Radiomiðunar, eru komin á miðjan aldur og hafa ferðast um allan heim á mótorhjóli. Það er óneitanlega óvenjulegt en saga þeirra er ekki ólík annarra þangað til miðjum aldri var náð. Þá tóku Ásdís og Kristján U beygju í lífinu.
Lítið fjölskyldufyrirtæki stækkaði……
Faðir Ásdísar, ásamt fleirum, stofnaði fyrirtækið sem Kristján tók síðan við stjórnartaumunum í. Það var alla tíð fjölskyldufyrirtæki þar sem faðir hennar var rafeindavirki, bróðir hans var á skrifstofunni og seinna fengu þeir skrifstofudömu til liðs við sig. Í 30 ár var fyrirtækið því lítið þriggja manna fyrirtæki. “Kristján, sem hafði starfað áður í tölvugeiranum, var ungur og ferskur með nýjar hugmyndir og fullur metnaðar,” segir Ásdís. “Hann tók við góðu búi og gat byrjað á að stækka og breyta og færa fyrirtækið nær nútímanum og á nokkrum árum hafði starfsmönnum fjölgaði úr þremur í nokkra tugi. Því fylgdi auðvitað aukin ábyrgð en líka áhyggjur og svefnlausar nætur. Á þessum tíma var mikið vinnuálag á Kristjáni en nú er hann að uppskera,” segir Ásdís.
Ákváðu að lifa lífinu lifandi
Þau eiga þrjú börn og vörðu fríum sínum eins og gengur og gerist á meðan börnin voru ung. Ferðuðust innanlands, fóru í skíðaferðir og