![]() |
| Heiddi og Steini Tótu að keppa í snigli 2006 |
Menn spyrja sig oft hvað það eiginlega er sem skilgreinir hinn sanna mótorhjólamann.
Margar skýringar eru til á því hugtaki en sunnudaginn 2. júlí, 2006 á leið heim af landsmóti Snigla, kvaddi þó þessa jarðvist sá maður sem helst hefði getað staðið undir því nafni. Eilífðartöffarinn Heiðar Þórarinn Jóhannsson, betur þekktur sem Heiddi #10 , var einfaldlega mótorhjólamaður Íslands númer eitt. Segja má að þú hafir ekki getað talið þig mótorhjólamann fyrr en þú vissir deili á honum.Listinn yfir það sem undirstrikar þetta er endalaus eins og margir geta vitnað um og skal hér aðeins minnst á fáein dæmi.
Sannur mótorhjólamaður er sá sem fer á hverja þá samkomu mótorhjólamanna sem haldin er, sama hvar á landinu hún er haldin og þá oftast en ekki hjólandi.
Sannur mótorhjólamaður er sá sem keppir í akstri torfærumótorhjóla kominn á sextugsaldur, ánægjunnar vegna.
Sannur mótorhjólamaður er sá sem safnar mótorhjólum og munum þeim tengdum eins og aðrirsafna listaverkum, og skreytir íverustaðs sinn með þeim.Sannur mótorhjólamaður er sá sem býður þér lyklana að húsi sínu þótt hann sé ekki á staðnum, af því einu að þú ert á mótorhjóli og vantar stað til að gista á.
Sannur mótorhjólamaður er sá sem staldrar við til að aðstoða ókunnugan mann við bilað mótorhjól og fer ekki fyrr en búið er að koma því í gang.

Sannur mótorhjólamaður er sá sem fær meira segja hundinn sinn til að hafa áhuga á mótorhjólum og akstri þeirra.
Sannur mótorhjólamaður er sá sem áratugum saman eldar svo góða súpu ofan
