24.10.18

Aðalfundur Mótorhjólasafns Íslands

Aðalfundur Mótorhjólasafnsins verður haldinn á Mótorhjólasafninu föstudaginn 26. okt 2018 kl. 20.00


  • Hefðbundin aðalfundarstörf.
  • Veitingar í boði eftir fund.
  • Rétt til setu á aðalfundi hafa allir sem áhuga hafa á bifhjólum og safnastarfi.

Hvetjum sem flesta til að mæta.

Fyrir hönd stjórnar
Haraldur Vilhjálmsson

Fundur með Ráðherra

Stjórnarmeðlimir Bifhjólasamtaka lýðveldisins áttu fund með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í dag, 24. október, vegna frumvarps til nýrra umferðarlaga sem lagt var fram á Alþingi í gær.
Sniglar sem hagsmunasamtök gerðu athugasemdir við frumvarpið og lýstu yfir óánægju með að hafa ekki verið kallaðir til samstarfs við vinnu vegna frumvarpsins og ítrekuðu að stjórnhættir ráðuneytisins ættu að tryggja Sniglum sem hagsmunasamtökum samráð í málum sem varða meðlimi samtakanna.