21.10.18

Framboð í stjórn Tíunnar

Halló hjólafólk.

Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í stjórn Tíunnar.

Þar sem ég hef verið að þvælast fyrir stjórninni síðasta árið og með puttana í flestu sem þau gera og langar að vera löggildur stjórnarmeðlimur.

Ég er með margskonar hugmyndir sem myndu krydda vel valda stjórn (sem er að vísu flott núna)     

Ég byrjaði að hjóla 1993 en tók 17 ára hlé (barnauppeldisfrí) en byrjaði aftur á fullu 2016.
Kveðja
Kalla Hlöðversdóttir


Viltu bjóða þig fram í stjórn....á vefnum...
tian@tian.is   

20.10.18

Framboð í stórn Tíunnar

Siddi Ben
Sælir Félagar 
Ég... Siddi Ben hef áhuga á að bjóða mig fram í Stjórn Tíunnar

Ég byrjaði að hjóla í kringum 1990 á stórum hjólum og átti skellinöðrur fyrir það.

Ég hef áhuga á því að vera í stjórn Tíunnar vegna þess að Ég vil stuðla að fleiri ferðum og reyna að ná hjóla fólki til að nota hjólin meira ,  og rúnta eins og gert var í denn.
Og svo væri gaman að efla hjólaspyrnur og fá fleiri til að vera með í þeim.


Því miður mun ég ekki komast á Aðalfundinn vegna þess að ég verð á sjó. 
En vona að þið hafið mig í huga þegar kosið verður til stjórnar 


Kv. Siddi Ben


Viltu bjóða þig fram í stjórn....á vefnum...
tian@tian.is