13.10.18

Tían Bihjólaklúbbur Norðuramts

Nú styttist í Aðalfund Tíunnar og eins og þeir vita sem hafa komið á aðalfund þá er stjórnarkjör einn af liðum kvöldsins.

Á síðasta aðalfundi urðu stjórnarskipti þannig að
Hrefna og Jokka  ,Palli og Hinrik létu af störfum og inn voru kosin Arnar Kristjáns , Jói Rækja , Bjössi málari og Viðir Orri.
Sigríður Þrastar var kosinn Formaður.  og hafði stjórn næsta fund eftir aðalfund til að skipa sér niður í störf.
Formaður                   Sigríður
Varaformaður            Arnar
Ritari                         Jói Rækja
Fjölmiðlafulltrúi       Víðir Már
Gjaldkeri                   Trausti

Nú er Víðir Már og Trausti búnir með kjörtímabilin sín þ.e.  2 ár... og 2 varamennstjórnar gefa ekki kost á sér,  Þá eru 4 sæti í stjórn á lausu þetta árið.

12.10.18

Aðalfundur 2018 (Breyttur fundarstaður)



Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts
Heldur Aðalfund þann 3 nóvember 2018

Á Greifanum Veitingahúsi við Glerárgötu 20 Akureyri

Fyrir fund sem hefst kl 14:00 býður Tían greiddum félögum upp á Súpu og Brauð sem Greifinn veitingahús útbýr fyrir okkur.
Haldið í stássstofu greifans milli 13-14


Dagskrá Aðalfundar
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning Formanns
7. Kosning nefnda.
8. Skipun skoðunarmanna reikninga.
9. Önnur mál.
Óskað eftir framboðum í stjórn Tíunar og aðra nefndir.
Hægt er að sækjast eftir því á fundinum.

Ath. Einungis greiddir tíufélagar geta setið fundinn.