12.10.18

Aðalfundur 2018 (Breyttur fundarstaður)



Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts
Heldur Aðalfund þann 3 nóvember 2018

Á Greifanum Veitingahúsi við Glerárgötu 20 Akureyri

Fyrir fund sem hefst kl 14:00 býður Tían greiddum félögum upp á Súpu og Brauð sem Greifinn veitingahús útbýr fyrir okkur.
Haldið í stássstofu greifans milli 13-14


Dagskrá Aðalfundar
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning Formanns
7. Kosning nefnda.
8. Skipun skoðunarmanna reikninga.
9. Önnur mál.
Óskað eftir framboðum í stjórn Tíunar og aðra nefndir.
Hægt er að sækjast eftir því á fundinum.

Ath. Einungis greiddir tíufélagar geta setið fundinn.


27.9.18

Ný mótorhjóladekk. Hvað skal varast!.


Allir dekkjaframleiðendur mæla með að dekk séu keyrð til.

Hvers vegna!

Jú ný dekk eru svolítið hál þegar þau eru ný og því er ekki alveg hægt að treysta þeim fyrir fullkomnu gripi fyrr en búið er að keyra slatta á þeim.  Gúmíið er slétt og fínt og þarf aðeins að hrufast í malbikinu til að fá sem mest grip.

Tilkeyrsla á dekkjum getur verið mislöng  allt frá því að vera nokkrir tugir km á mýkstu gerðum upp í nokkur hundruð km á hörðustu börðunum.