18.6.18

100 ára afmæli var haldið á Mótorhjólasafninu

Fyrir eitt hundarað árum þ.e árið 1918 flutti Ingólfur Espólín kaupmaður á Akureyri inn mótorhjól af gerðinni Henderson.


Henderson Árg 1918

Hjólin eru Amerísk framleidd á árunum 1912-1931.
Grímur Jónsson gerði hjólið upp og sá það gangsett árið 2012. Hjólið hefur verið á Mótorhjólasafninu á Akureyri frá árinu 2014 og er höfuðdjásn þess, enda elsta mótorhjól landsins. Afkomendum Gríms, eigendum hjólsins og safninu, kom strax saman um að gangsetja hjólið á 100 ára afmæli þess, árið 2018.