12.5.18

Heiðarlegur Dagur velheppnaður

Krítarlistaverk í Planinu
Í dag hélt Tían upp á Heiðarlegan dag í fyrsta sinn, en ástæða þess var að koma með viðburð í stað aðalfundar Tíunnar sem var alltaf haldin í kringum afmælisdag Heidda. 15 maí

Grillinu var hent fram á plan ásamt sófasettinu, og stólum...
Grillmeistari var settur á grillið og sá hann um að pyslurnar væru mátulega grillaðar.
Milli 35 ogl 40 manns létu sjá sig og nutu dagsins og skoðuðu safnið.
Veðrið var gott þó sólin kíkti bara annað slagið á okkur ...

Já það er fátt sem er Landsmótslega en Landsmótspotturinn


 En frá því í febrúar hefur Landsmótsnefndin verið að reyna að fá pottinn góða til heimahagana Akureyrar eftir talsvert brölt umhverfis landið. 

En potturinn var enn á Núpi í Dýrafirði í geymslu eftir síðasta Landsmót, og honum varð náttúrulega að koma til byggða.

 Og þar kom að því  Snillingur úr Skagafirði Ragnar að nafni náði í pottinn í vinnuferð sem hann var í vestur á firði og hann kom honum til Akureyrar þar sem Landsmótsnefnd ákvað að láta Lagfæra greyjið..