5.5.18

Skutlur hjóla saman

Íris Sigurðardóttir Formaður Skutla

Kvenhjólaklúbburinn Skutlur samanstendur af fríðum flokki kvenna með ástríðu fyrir mótorhjólum
og ferðalögum. Þær hvetja allar hjólakonur til að taka þátt í alþjóðlega kvenhjóladeginum 5. maí.

Ég hef haft áhuga á mótorhjólum frá því ég man eftir mér og sem krakki heima í Eyjum horfði ég öfundaraugum á strákana á skellinöðrunum,“ segir mótorhjólaskutlan Íris Sigurðardóttir sem er formaður kvenhjólaklúbbsins Skutlur. Íris eignaðist sitt fyrsta hjól síðla árs 2005.
„Það var Honda Rebel 250 cc. Þá var ég ekkert að spá í þessi cc og vissi ekki hversu lítill mótorinn
var, en þetta þótti víst fínt byrjendahjól. Ég hjólaði einn rúnt um Hafnarfjörð en næsti rúntur var í Hondu-umboðið þar sem ég keypti mér nýja Hondu Shadow 750 cc og hjólaði á henni í eitt ár.  Sumarið 2007 keypti ég svo hjólið sem ég er enn á en það er Yamaha Roadstar Warrior, 1700 cc.“

Eins og adrenalínsprauta


4.5.18

Félagskyrteini

Núna í maí erum við að fara að gera félagsskyrteini Tíunnar og til að fá þau verður maður að hafa greitt Árgjaldið sem eru litlar 3000 kr sem jafngildir einni pizzu í verðgildií dag.

Félagsmenn Tíunar eiga allir að hafa fengið sendann Gíróseðil í febrúar ,,, en hann gildir til 2019 og safnar engum vöxtum....